Erlent

Bradley Manning: "Þetta verður allt í lagi“

David Coombs, á blaðamannafundinum í dag.
David Coombs, á blaðamannafundinum í dag.
David Coombs, verjandi Bradley Manning, sagði á blaðamannafundi nú fyrir stundu að næstu skref í málinu væri að leita til Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, og fara fram á að forsetinn náði Manning eða stytti dóminn í þrjú ár, sem hann hefur þegar setið inni. 

Coombs sagði að samkvæmt lögum gæti skjólstæðingur sinn sótt um sýknun í fyrsta lagi eftir tíu ár, og svo á hverju ári næstu 25 árin.

Hann sagði að eftir að dómurinn var kveðinn upp hafi lögfræðiteymið verið miður sín en Manning hafi sagt við lögfræðingana að hafa ekki áhyggjur - þeir hafi gert sitt besta. „Þetta verður allt í lagi,“ sagði Manning.

Þá sagði Coombs að sigurvegarinn í málinu væri almenningur, sem hafi fengið upplýsingar sem hann hafði annars aldrei fengið að vita um. 

Blaðamannafundurinn kemur í heild sinni hingað inn innan skamms.

Bradley Manning á fjölmarga stuðningsmenn víðsvegar um heimMynd/AFp

Tengdar fréttir

„Skelfilegur dómur“

„Skelfileg niðurstaða fyrir þennan unga mann sem gerði ekki annað en hlýða sinni samvisku,“ segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, um fangelsisdóminn yfir Bradley Manning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×