Fótbolti

Ætla að hætta með apahljóðin

Stuðningsmenn Lazio.
Stuðningsmenn Lazio.
Stuðningsmenn ítalska liðsins Lazio er einhverjir þeir alræmdustu í bransanum enda hefur þeim ítrekað tekist að verða félaginu til skammar.

Harðkjarnastuðningsmenn liðsins byrjuðu tímabilið með látum er Lazio mætti Juventus í Meistarakeppninni á Ítalíu. Þar gerðu þeir sig seka um kynþáttaníð enn og aftur.

Lazio hefur brugðist við með því að loka svæði stuðningsmannahópsins í heimaleik liðsins í deildinni um næstu helgi.

Stuðningsmennirnir hafa nú svarað fyrir sig í viðtali við Gazzetta dello Sport. Þar hafna þeir því að vera kynþáttahatarar.

"Við höfum aldrei snúið baki við svörtum leikmönnum félagsins. Sumir þeirra eru goðsagnir eins og Liverani, Dabo og Cisse," segja stuðningsmennirnir.

"Það hefur ekki tekist hjá okkur að útskýra að apahljóðin sem við gerum eru ekki gerð af því við erum kynþáttahatarar heldur er þetta bara stríðni. Við munum því biðja okkar fólk um að láta af þessum apahljóðum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×