Stjórnendur 101 hafna öllum ásökunum Kristján Hjálmarsson skrifar 21. ágúst 2013 09:02 Leikskólinn er ungbarnaleikskóli þar sem dvelur 31 barn samkvæmt upplýsingum á vef Reykjavíkurborgar. Börnin eru frá 9 mánaða til eins og hálfs árs gömul. Mynd/Getty Stjórnendur leikskólans 101 hafna alfarið þeim ásökunum sem á þá er borið í yfirlýsingu sem þeir hafa sent frá sér. Þar segjast þeir fagna því að málið sé rannsakað og að sú rannsókn muni leiða það sanna í ljós. Ill meðferð á börnum, sama hvaða nafni hún nefnist, eigi ekki að líðast.Eins og fram kom á Vísi í gær rannsakar Barnaverndarnefnd Reykjavíkur nú hvort starfsmenn leikskólans 101 hafi beitt börn margvíslegu harðræði. Tveir sumarstarfsmenn á leikskólanum hafi sýnt barnaverndarnefnd myndbönd í gærmorgun og tilkynnt málið formlega. Starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur hafi í kjölfarið hringt í foreldra leikskólabarna og greint þeim frá rannsókninni. Sumarstarfsmennirnir halda því fram að fleiri en einn starfsmaður hafi beitt börnin líkamlegu harðræði eins og rassskellingum. Börnum hafi verið refsað með því að halda frá þeim mat og þá hafi börn verið lokuð af. Starfsmenn barnaverndar Reykjavíkur skoðuðu myndböndin í gær og ákváðu að taka málið til rannsóknar. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan.Vegna fréttaflutnings tengdum Leikskólanum 101 og meintu harðræði sem þar hafi átt sér stað vilja stjórnendur hans taka eftirfarandi fram: Eðli málsins samkvæmt þá er hér um að ræða afar alvarlegar ásakanir. Stjórnendur leikskólans hafna þeim alfarið og fagna því að málið sé rannsakað, enda muni rannsókn leiða hið sanna í ljós. Ill meðferð á börnum, sama hvaða nafni hún nefnist, á ekki að líðast. Það er skylda barnaverndaryfirvalda að rannsaka til hlítar slíkar ásakanir ef þær koma upp. Börnin eiga ávallt að njóta vafans. Stjórnendur og starfsfólk leikskólans mun veita yfirvöldum alla þá aðstoð og upplýsingar sem þarf til að hægt sé að komast til botns í þessum ásökunum. Stjórnendur leikskólans voru upplýstir um málið síðdegis í gær. Í kjölfarið voru allir starfsmenn boðaðir á fund og þeim skýrt frá málinu. Stjórnendur höfðu í gærkvöldi samband við foreldra barna á leikskólanum og upplýstu þá eftir bestu getu um stöðu mála. Ljóst er að ekki verður tekið á móti börnum á leikskólanum fyrr en að búið er að hreinsa hann og starfsmenn af þessum ásökunum. 31 barn eru á Leikskólanum 101. Öll eiga þau aðstandendur sem eru í uppnámi vegna þessa máls. Starfsmenn leikskólans eru níu talsins og þeir eiga einnig um sárt að binda. Við viljum biðja fólk vinsamlegast að sýna aðgát í nærveru sálar og fresta því að fella dóm fyrir en öll kurl eru komin til grafar. Leikskólinn 101 hefur starfað í tæpan áratug á sama stað í Vesturbæ Reykjavíkur og hjá okkur hafa dvalið hundruð barna án þess að nokkur skuggi hafi borið á það starf. Að sitja undir ásökunum sem þessum er okkur afar þungbært en um leið sýnum við rannsóknarskyldum borgarinnar fullan skilning. Vonumst við til að þau leggi allt kapp á að upplýsa málið fljótt og vel – okkur og börnunum til heilla. Hulda Linda Stefánsdóttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Stjórnendur leikskólans 101 hafna alfarið þeim ásökunum sem á þá er borið í yfirlýsingu sem þeir hafa sent frá sér. Þar segjast þeir fagna því að málið sé rannsakað og að sú rannsókn muni leiða það sanna í ljós. Ill meðferð á börnum, sama hvaða nafni hún nefnist, eigi ekki að líðast.Eins og fram kom á Vísi í gær rannsakar Barnaverndarnefnd Reykjavíkur nú hvort starfsmenn leikskólans 101 hafi beitt börn margvíslegu harðræði. Tveir sumarstarfsmenn á leikskólanum hafi sýnt barnaverndarnefnd myndbönd í gærmorgun og tilkynnt málið formlega. Starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur hafi í kjölfarið hringt í foreldra leikskólabarna og greint þeim frá rannsókninni. Sumarstarfsmennirnir halda því fram að fleiri en einn starfsmaður hafi beitt börnin líkamlegu harðræði eins og rassskellingum. Börnum hafi verið refsað með því að halda frá þeim mat og þá hafi börn verið lokuð af. Starfsmenn barnaverndar Reykjavíkur skoðuðu myndböndin í gær og ákváðu að taka málið til rannsóknar. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan.Vegna fréttaflutnings tengdum Leikskólanum 101 og meintu harðræði sem þar hafi átt sér stað vilja stjórnendur hans taka eftirfarandi fram: Eðli málsins samkvæmt þá er hér um að ræða afar alvarlegar ásakanir. Stjórnendur leikskólans hafna þeim alfarið og fagna því að málið sé rannsakað, enda muni rannsókn leiða hið sanna í ljós. Ill meðferð á börnum, sama hvaða nafni hún nefnist, á ekki að líðast. Það er skylda barnaverndaryfirvalda að rannsaka til hlítar slíkar ásakanir ef þær koma upp. Börnin eiga ávallt að njóta vafans. Stjórnendur og starfsfólk leikskólans mun veita yfirvöldum alla þá aðstoð og upplýsingar sem þarf til að hægt sé að komast til botns í þessum ásökunum. Stjórnendur leikskólans voru upplýstir um málið síðdegis í gær. Í kjölfarið voru allir starfsmenn boðaðir á fund og þeim skýrt frá málinu. Stjórnendur höfðu í gærkvöldi samband við foreldra barna á leikskólanum og upplýstu þá eftir bestu getu um stöðu mála. Ljóst er að ekki verður tekið á móti börnum á leikskólanum fyrr en að búið er að hreinsa hann og starfsmenn af þessum ásökunum. 31 barn eru á Leikskólanum 101. Öll eiga þau aðstandendur sem eru í uppnámi vegna þessa máls. Starfsmenn leikskólans eru níu talsins og þeir eiga einnig um sárt að binda. Við viljum biðja fólk vinsamlegast að sýna aðgát í nærveru sálar og fresta því að fella dóm fyrir en öll kurl eru komin til grafar. Leikskólinn 101 hefur starfað í tæpan áratug á sama stað í Vesturbæ Reykjavíkur og hjá okkur hafa dvalið hundruð barna án þess að nokkur skuggi hafi borið á það starf. Að sitja undir ásökunum sem þessum er okkur afar þungbært en um leið sýnum við rannsóknarskyldum borgarinnar fullan skilning. Vonumst við til að þau leggi allt kapp á að upplýsa málið fljótt og vel – okkur og börnunum til heilla. Hulda Linda Stefánsdóttir
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira