Bresk/bandarísk sjónvarpssería tekin upp á Reyðarfirði 7. nóvember 2013 09:15 Þrettán þátta sería verður tekin upp á Reyðarfirði eftir áramót. Tökur á fyrstu seríu af sjónvarpsþáttunum Fortitude munu hefjast hér á landi í febrúar á næsta ári en þættirnir eru samstarfsverkefni sjónvarpsstöðvanna Sky Atlantic í Bretlandi og Starz í Bandaríkjunum. Alls verða teknir upp þrettán þættir og fara tökur aðallega fram á Reyðarfirði. Tökurnar eru mjög umsvifamiklar því allar útisenur í þáttunum verða teknar á Íslandi. Af þeim sökum mun tökulið þáttanna dvelja hér á landi í margar vikur samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en þjónustuaðili þeirra á Íslandi er kvikmyndafyrirtækið Pegasus. Ef þessi fyrsta sería gengur vel er von um fleiri seríur á komandi árum sem gætu þá hugsanlega líka verið teknar upp á Íslandi. Serían fjallar um smábæinn Fortitude sem er talinn vera einn öruggasti bær í heimi þangað til vísindamaður í bænum er myrtur og allir liggja undir grun. Glæpurinn setur allt á annan endann í Fortitude og enginn er óhultur. Þættirnir verða sýndir á Sky Atlantic HD og Starz á næsta ári en ekkert er ákveðið hverjir muni fara með aðalhlutverkin í þáttunum. Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Tökur á fyrstu seríu af sjónvarpsþáttunum Fortitude munu hefjast hér á landi í febrúar á næsta ári en þættirnir eru samstarfsverkefni sjónvarpsstöðvanna Sky Atlantic í Bretlandi og Starz í Bandaríkjunum. Alls verða teknir upp þrettán þættir og fara tökur aðallega fram á Reyðarfirði. Tökurnar eru mjög umsvifamiklar því allar útisenur í þáttunum verða teknar á Íslandi. Af þeim sökum mun tökulið þáttanna dvelja hér á landi í margar vikur samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en þjónustuaðili þeirra á Íslandi er kvikmyndafyrirtækið Pegasus. Ef þessi fyrsta sería gengur vel er von um fleiri seríur á komandi árum sem gætu þá hugsanlega líka verið teknar upp á Íslandi. Serían fjallar um smábæinn Fortitude sem er talinn vera einn öruggasti bær í heimi þangað til vísindamaður í bænum er myrtur og allir liggja undir grun. Glæpurinn setur allt á annan endann í Fortitude og enginn er óhultur. Þættirnir verða sýndir á Sky Atlantic HD og Starz á næsta ári en ekkert er ákveðið hverjir muni fara með aðalhlutverkin í þáttunum.
Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira