Epli og gerviepli í Háskóla Íslands Einar Steingrímsson skrifar 7. nóvember 2013 06:00 Til að bregðast við frétt í Fréttablaðinu um bloggpistil sem ég birti 25. október skrifaði Eiríkur Smári Sigurðarson grein í blaðið 30. október með yfirskriftinni „Epli og könglar“. Það er ánægjuefni, þar sem markmiðið með skrifum mínum um háskólamálin er að hvetja til opinberrar umræðu um það sem gott er og vont í íslenska háskólakerfinu. Það eru hins vegar nokkur vonbrigði að Eiríkur (eins og aðrir sem gagnrýnt hafa staðhæfingar mínar opinberlega) lætur sér nægja að halda fram að sá samanburður sem ég gerði milli fræðasviða Háskóla Íslands sé ekki marktækur. Betra væri að Eiríkur útskýrði hver hinn eðlilegi samanburður sé, sem ætti að vera auðvelt fyrir hann, þar sem hann sýslar einmitt með slík mál í starfi sínu hjá HÍ.Tvítugfaldur munur Það sem er sláandi við þessar staðhæfingar Eiríks er að ég hef annars vegar margtekið fram í skrifum mínum að þessi samanburður sé ekki nákvæmur, og að til þess að hann yrði það þyrfti að taka tillit til ýmissa þátta, eins og þeirra sem Eiríkur nefnir. En, eins og ég hef einnig bent á er augljóst öllum sem til þekkja, eins og Eiríki, að þeir þættir sem hann nefnir geta með engu móti útskýrt þann gríðarlega mun sem er á birtingatíðni ólíkra fræðasviða HÍ í svokölluðum ISI-tímaritum, samkvæmt tölum sem HÍ birtir sjálfur. Það er nefnilega fráleitt eðlilegt að munurinn sé tífaldur, eins og gildir um Félagsvísindasvið í samanburði við Verkfræði- og Náttúruvísindasvið, hvað þá tvítugfaldur, eins og gildir um Menntavísindasvið. Það er rétt að taka fram að í hugvísindum er munurinn á birtingatíðni trúlega meiri á alþjóðavettvangi, vegna ólíkra hefða, en Eiríkur er ekki bara að fjalla um hugvísindin, heldur líka félags- og menntavísindin, sem eru þau svið sem gagnrýni mín hefur fyrst og fremst beinst að. Það virðast líka vera talsverðar ýkjur hjá Eiríki að það vanti „stóran hluta virtustu tímarita í þessum greinum í grunninn“ þegar félags- og menntavísindi eru annars vegar, enda styður hann þá staðhæfingu engum gögnum. Það eru fleiri gögn aðgengileg á netinu sem sýna svart á hvítu að Eiríkur er að reyna að verja óverjandi meðferð rannsóknafjár, miðað við yfirlýsta stefnu HÍ um að komast í fremstu röð. Þar á meðal eru ritaskrár allra starfsmanna Menntavísindasviðs, en eina slíka skrá, frá 2007, má finna í heilu lagi á netinu. Þar er allt tínt til sem hver starfsmaður telur til rannsóknaframlags. Fyrir utan örfáa starfsmenn sem greinilega eru duglegir, og sem sumir virðast öflugir á alþjóðavettvangi, er birtingaskráin aðallega eyðimörk, ef litið er til þess sem gjaldgengt er í alþjóðasamfélaginu. Og sú afsökun að íslensk menntavísindi séu svo sérstök að þau eigi ekki erindi á alþjóðavettvang er jafn fáránleg og kenningarnar um hin sérstöku lögmál sem útskýrðu snilld Íslendinga í fjármálum.Að fegra bókhald Talið um að koma HÍ í hóp hundrað bestu háskóla í heimi er óraunsætt miðað við þær aðferðir sem forysta skólans notar. (Og það segir sína sögu að ekki ein einasta af manneskjunum í æðstu akademísku valdastöðum skólans hefur reynslu af starfi við erlendan háskóla.) Það er líka beinlínis skaðlegt að einblína á að komast hátt á tilteknum mælikvörðum, í stað þess að leggja áherslu á að byggja upp gæði þeirrar starfsemi sem tryggir hátt mat á slíkum kvörðum til langframa. Eitt dæmi um skaðlega áherslu er fjöldaframleiðsla á doktorsgráðum, þar sem leiðbeinendur eru í sumum tilfellum alls ekki hæfir til starfs síns. Með þessu er verið að fegra bókhald skólans, en vinna tjón á gæðum rannsóknastarfs hans. Það er hins vegar mun auðveldara en margir halda að byggja upp miklu öflugri rannsóknir á Íslandi en nú er raunin. Og þótt það þurfi mikið fé til að byggja upp stóran og öflugan háskóla væri hægt að efla rannsóknastarfið til muna með því fé sem háskólar fá nú til þess. En þá þarf að nota féð í gott rannsóknastarf, ekki dreifa því á alla akademíska starfsmenn ríkisháskólanna, líka þá sem aldrei hafa stundað rannsóknir, eða bara rannsóknir sem alls ekki ná máli í því alþjóðasamfélagi sem nánast öll vísindi eru. Til að það megi verða þarf hins vegar að hætta að segja ósatt um hvað er gott og hvað slakt í háskólastarfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Sjá meira
Til að bregðast við frétt í Fréttablaðinu um bloggpistil sem ég birti 25. október skrifaði Eiríkur Smári Sigurðarson grein í blaðið 30. október með yfirskriftinni „Epli og könglar“. Það er ánægjuefni, þar sem markmiðið með skrifum mínum um háskólamálin er að hvetja til opinberrar umræðu um það sem gott er og vont í íslenska háskólakerfinu. Það eru hins vegar nokkur vonbrigði að Eiríkur (eins og aðrir sem gagnrýnt hafa staðhæfingar mínar opinberlega) lætur sér nægja að halda fram að sá samanburður sem ég gerði milli fræðasviða Háskóla Íslands sé ekki marktækur. Betra væri að Eiríkur útskýrði hver hinn eðlilegi samanburður sé, sem ætti að vera auðvelt fyrir hann, þar sem hann sýslar einmitt með slík mál í starfi sínu hjá HÍ.Tvítugfaldur munur Það sem er sláandi við þessar staðhæfingar Eiríks er að ég hef annars vegar margtekið fram í skrifum mínum að þessi samanburður sé ekki nákvæmur, og að til þess að hann yrði það þyrfti að taka tillit til ýmissa þátta, eins og þeirra sem Eiríkur nefnir. En, eins og ég hef einnig bent á er augljóst öllum sem til þekkja, eins og Eiríki, að þeir þættir sem hann nefnir geta með engu móti útskýrt þann gríðarlega mun sem er á birtingatíðni ólíkra fræðasviða HÍ í svokölluðum ISI-tímaritum, samkvæmt tölum sem HÍ birtir sjálfur. Það er nefnilega fráleitt eðlilegt að munurinn sé tífaldur, eins og gildir um Félagsvísindasvið í samanburði við Verkfræði- og Náttúruvísindasvið, hvað þá tvítugfaldur, eins og gildir um Menntavísindasvið. Það er rétt að taka fram að í hugvísindum er munurinn á birtingatíðni trúlega meiri á alþjóðavettvangi, vegna ólíkra hefða, en Eiríkur er ekki bara að fjalla um hugvísindin, heldur líka félags- og menntavísindin, sem eru þau svið sem gagnrýni mín hefur fyrst og fremst beinst að. Það virðast líka vera talsverðar ýkjur hjá Eiríki að það vanti „stóran hluta virtustu tímarita í þessum greinum í grunninn“ þegar félags- og menntavísindi eru annars vegar, enda styður hann þá staðhæfingu engum gögnum. Það eru fleiri gögn aðgengileg á netinu sem sýna svart á hvítu að Eiríkur er að reyna að verja óverjandi meðferð rannsóknafjár, miðað við yfirlýsta stefnu HÍ um að komast í fremstu röð. Þar á meðal eru ritaskrár allra starfsmanna Menntavísindasviðs, en eina slíka skrá, frá 2007, má finna í heilu lagi á netinu. Þar er allt tínt til sem hver starfsmaður telur til rannsóknaframlags. Fyrir utan örfáa starfsmenn sem greinilega eru duglegir, og sem sumir virðast öflugir á alþjóðavettvangi, er birtingaskráin aðallega eyðimörk, ef litið er til þess sem gjaldgengt er í alþjóðasamfélaginu. Og sú afsökun að íslensk menntavísindi séu svo sérstök að þau eigi ekki erindi á alþjóðavettvang er jafn fáránleg og kenningarnar um hin sérstöku lögmál sem útskýrðu snilld Íslendinga í fjármálum.Að fegra bókhald Talið um að koma HÍ í hóp hundrað bestu háskóla í heimi er óraunsætt miðað við þær aðferðir sem forysta skólans notar. (Og það segir sína sögu að ekki ein einasta af manneskjunum í æðstu akademísku valdastöðum skólans hefur reynslu af starfi við erlendan háskóla.) Það er líka beinlínis skaðlegt að einblína á að komast hátt á tilteknum mælikvörðum, í stað þess að leggja áherslu á að byggja upp gæði þeirrar starfsemi sem tryggir hátt mat á slíkum kvörðum til langframa. Eitt dæmi um skaðlega áherslu er fjöldaframleiðsla á doktorsgráðum, þar sem leiðbeinendur eru í sumum tilfellum alls ekki hæfir til starfs síns. Með þessu er verið að fegra bókhald skólans, en vinna tjón á gæðum rannsóknastarfs hans. Það er hins vegar mun auðveldara en margir halda að byggja upp miklu öflugri rannsóknir á Íslandi en nú er raunin. Og þótt það þurfi mikið fé til að byggja upp stóran og öflugan háskóla væri hægt að efla rannsóknastarfið til muna með því fé sem háskólar fá nú til þess. En þá þarf að nota féð í gott rannsóknastarf, ekki dreifa því á alla akademíska starfsmenn ríkisháskólanna, líka þá sem aldrei hafa stundað rannsóknir, eða bara rannsóknir sem alls ekki ná máli í því alþjóðasamfélagi sem nánast öll vísindi eru. Til að það megi verða þarf hins vegar að hætta að segja ósatt um hvað er gott og hvað slakt í háskólastarfinu.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun