Lífið

Öllum boðið í afmæli

Freyr Bjarnason skrifar
Þorkell Máni lofar góðri stemningu í kvöld.
Þorkell Máni lofar góðri stemningu í kvöld. fréttablaðið/stefán
Í tilefni þess að útvarpsstöðin Xið-977 fagnar tuttugu ára afmæli í ár og Bar 11 heldur upp á tíu ára afmæli var ákveðið að slá saman í afmælisfögnuð í kvöld.

„Við erum að fara að byrja afmælisveisluna okkar núna. Hún verður haldin áfram með látum út allt þetta ár, þessa sex mánuði sem eftir eru. Það stendur mikið til,“ segir Þorkell Máni Pétursson á X-inu. „Við viljum gefa þessu smá start núna. Svo munum við örugglega halda góða afmælistónleika síðar og einnig kalla gamalt X-fólk aftur að tökkunum og fá gamlar X-stjörnur til að taka eitt og eitt lag.“

Öllum er boðið í afmælisveisluna á Bar 11 í kvöld. Hún stendur yfir frá klukkan 19 til 01 og verður stór bjór á krana seldur á aðeins 300 krónur. Þorkell Máni lofar góðri stemningu. „Þetta er partí fyrir almenning í landinu, X-ið heldur aldrei einhver VIP-partí.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.