Lífið

Býr til franskt draumaheimili

Marín Manda skrifar
Lilja Björk Birkisdóttir endurgerir gamla muni og gefur þeim nýtt líf.
Lilja Björk Birkisdóttir endurgerir gamla muni og gefur þeim nýtt líf. Mynd/Arnþór Birkisson
"Ég hef alltaf heillast rosalega mikið af þessum stíl frá því að ég var unglingur en ég sá fyrir mér í einhverjum draumi að mig langaði að eiga svona heimili einhvern tímann. Svo fluttum við í stærra húsnæði og mig vantaði húsgögn til að fylla upp í plássið og byrjaði því af fullum krafti að endurgera mublur,“ segir Lilja Björk Birkisdóttir.





Lilja Björk Birkissdóttir Franska Liljan
Það má vera að heimilið sé þar sem hjartað er en þegar maður er skapandi þá er aldeilis ekki sjálfgefið að rölta út í búð og kaupa nákvæmlega þau húsgögn sem maður leitar að.

Hjá Lilju Björk er hugmyndaflugið til staðar og áhuginn fyrir hönnun og húsgögnum með frönsku ívafi er svo mikill að hún ákvað sjálf búa til franska stemningu fyrir sitt draumaheimili.

Lilja Björk heldur úti Facebook-síðunni Franska Liljan þar sem hún deilir ýmsum verkefnum og aðferðum með áhugasömum. Hún segir viðbrögðin hafa verið einstaklega góð. Jafnvel karlmennirnir fjórir á heimilinu hvetja hana til dáða þrátt fyrir að heimilið sé orðið heldur kvenlegra en áður fyrr. 

„Maður verður að hafa augun opin. Stundum kaupi ég einhver húsgögn í Góða hirðinum eða á Bland.is því mér líst vel á þau en svo hef ég ekki endalaust pláss og sel þá hluti sem ég hef verið að gera upp.      

Þetta er svolítið tímafrekt þegar maður er að leita að réttum hlutum og getur stundum verið svolítið erfitt,“ segir Lilja Björk og bætir við að hún sé heimavinnandi og hafi því nægan tíma til að dunda í þessu. Húsgagnamálun segist hún ekki hafa sérstaklega lært nema í gegnum bækur og annað efni sem hún hefur verið að rýna í af miklum ákafa.  

Múrbúðin hefur oftar en ekki orðið fyrir valinu þegar kaupa á málningu eða grunn og segist Lilja Björk hafa verið að prófa sig áfram með alls kyns uppskriftir að kalkmálningu. „Ég nota mikið hvíta Meistaragrunninn. Svo nota ég svarta matta veggmálningu og mála alltaf kantana eða alla mubluna með henni og hvíta grunninn ofan á til að fá þetta dökka slit þegar maður pússar, það finnst mér svolítið flott.“

„Maður verður að hafa augun opin. Stundum kaupi ég einhver húsgögn í Góða hirðinum eða á Bland.is því mér líst vel á þau en svo hef ég ekki endalaust pláss og sel þá hluti sem ég hef verið að gera upp.

Þetta er svolítið tímafrekt þegar maður er að leita að réttum hlutum og getur stundum verið svolítið erfitt,“ segir Lilja Björk og bætir við að hún sé heimavinnandi og hafi því nægan tíma til að dunda í þessu.

Húsgagnamálun segist hún ekki hafa sérstaklega lært nema í gegnum bækur og annað efni sem hún hefur verið að rýna í af miklum ákafa. Múrbúðin hefur oftar en ekki orðið fyrir valinu þegar kaupa á málningu eða grunn og segist Lilja Björk hafa verið að prófa sig áfram með alls kyns uppskriftir að kalkmálningu.

„Ég nota mikið hvíta Meistaragrunninn. Svo nota ég svarta matta veggmálningu og mála alltaf kantana eða alla mubluna með henni og hvíta grunninn ofan á til að fá þetta dökka slit þegar maður pússar, það finnst mér svolítið flott.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.