Heilsteypt og fagurt Jónas Sen skrifar 16. janúar 2013 06:00 Sæunn Þorsteinsdóttir. Tónleikar. Sæunn Þorsteinsdóttir og Sam Armstrong. Verk eftir Beethoven, Brahms, Britten og Martinu Hafnarborg, 13. janúar. Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari og Sam Armstrong píanóleikari héldu tónleika í Hafnarborg sunnudaginn 13. janúar. Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari haslaði sér völl fyrir allnokkru sem einn besti hljóðfæraleikari þjóðarinnar. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með tónleikana sem hún hélt í Hafnarborg á sunnudagskvöldið. Með Sæunni spilaði Sam Armstrong á píanóið. Það er dálítið skondið að heita Armstrong og vera píanóleikari; Armstrong var langt frá því að vera harðhentur. Sellóið er í sjálfu sér ekki hljómsterkt, auðvelt er að drekkja því með öflugum píanóleik. En Armstrong var mjúkhentur og samspil hljóðfæraleikaranna var í alla staði til fyrirmyndar. Tímasetningar voru nákvæmar, styrkleikajafnvægið pottþétt, túlkunin samhæfð og heilsteypt. Fyrst á dagskrá var stef úr Töfraflautu Mozarts sem Beethoven gerði tilbrigði við. Á nútímamáli myndi það kallast lag eftir Mozart, rímix eftir Beethoven. Sá síðarnefndi var snillingur í að gera tilbrigði, hugmyndaflugið var takmarkalaust, innblásturinn óþrjótandi. Tónlistin fór í allar áttir. Flutningurinn nú var sömuleiðis skemmtilega hugmyndaríkur og lifandi. Sæunn hefur mjög opinn tón, það eru miklar tilfinningar í spilinu sem fá að flæða alveg óheftar. Þetta kom vel út í verki Beethovens. Sömu sögu er að segja um sex lög eftir Brahms, hér útsett fyrir selló og píanó. Og sónatan op. 65 eftir Britten var frábær. Hún var leikin af einstakri andagift, ferskleika, tæknilegum yfirburðum og dirfsku. Tilbrigði eftir Martinu við útfærslu Paganinis á stefi úr óperunni Móses í Egyptalandi eftir Rossini (já, þetta er langsótt) voru líka afburðaskemmtileg. Túlkunin var spennuþrungin og grípandi, kraftmikil og full af andstæðum. Eini mínusinn við tónleikana var aukalagið. Það var Elegía eftir Michael Jón Clarke. Hún virkaði svo mikið eins og stæling á Vókalísu Rachmaninoffs að það var hálfpínlegt. Niðurstaða: Með einni undantekningu voru þetta frábærir tónleikar. Gagnrýni Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónleikar. Sæunn Þorsteinsdóttir og Sam Armstrong. Verk eftir Beethoven, Brahms, Britten og Martinu Hafnarborg, 13. janúar. Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari og Sam Armstrong píanóleikari héldu tónleika í Hafnarborg sunnudaginn 13. janúar. Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari haslaði sér völl fyrir allnokkru sem einn besti hljóðfæraleikari þjóðarinnar. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með tónleikana sem hún hélt í Hafnarborg á sunnudagskvöldið. Með Sæunni spilaði Sam Armstrong á píanóið. Það er dálítið skondið að heita Armstrong og vera píanóleikari; Armstrong var langt frá því að vera harðhentur. Sellóið er í sjálfu sér ekki hljómsterkt, auðvelt er að drekkja því með öflugum píanóleik. En Armstrong var mjúkhentur og samspil hljóðfæraleikaranna var í alla staði til fyrirmyndar. Tímasetningar voru nákvæmar, styrkleikajafnvægið pottþétt, túlkunin samhæfð og heilsteypt. Fyrst á dagskrá var stef úr Töfraflautu Mozarts sem Beethoven gerði tilbrigði við. Á nútímamáli myndi það kallast lag eftir Mozart, rímix eftir Beethoven. Sá síðarnefndi var snillingur í að gera tilbrigði, hugmyndaflugið var takmarkalaust, innblásturinn óþrjótandi. Tónlistin fór í allar áttir. Flutningurinn nú var sömuleiðis skemmtilega hugmyndaríkur og lifandi. Sæunn hefur mjög opinn tón, það eru miklar tilfinningar í spilinu sem fá að flæða alveg óheftar. Þetta kom vel út í verki Beethovens. Sömu sögu er að segja um sex lög eftir Brahms, hér útsett fyrir selló og píanó. Og sónatan op. 65 eftir Britten var frábær. Hún var leikin af einstakri andagift, ferskleika, tæknilegum yfirburðum og dirfsku. Tilbrigði eftir Martinu við útfærslu Paganinis á stefi úr óperunni Móses í Egyptalandi eftir Rossini (já, þetta er langsótt) voru líka afburðaskemmtileg. Túlkunin var spennuþrungin og grípandi, kraftmikil og full af andstæðum. Eini mínusinn við tónleikana var aukalagið. Það var Elegía eftir Michael Jón Clarke. Hún virkaði svo mikið eins og stæling á Vókalísu Rachmaninoffs að það var hálfpínlegt. Niðurstaða: Með einni undantekningu voru þetta frábærir tónleikar.
Gagnrýni Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira