Samstillt átak þarf gegn lúsavandamáli Þorgils Jónsson skrifar 16. janúar 2013 07:00 Lúsar hefur orðið vart í skólum landsins upp á síðkastið. Baráttan við lúsasmit er afar erfið, en hjúkrunarfræðingur hjá landlækni segir að samstillt átak foreldra þurfi til að vinna á óværunni. Nordicphotos/getty Besta leiðin til að sigrast á höfuðlús er samstillt átak foreldra í að kemba hár barna sinna. Þetta segir Ása Atladóttir, hjúkrunarfræðingur á sóttvarnarsviði landlæknisembættisins, en víða hefur orðið vart við lús í hári skólabarna að undanförnu. „Þetta er náttúrlega vandamál og er úti um allt, en það er á ábyrgð foreldra og forráðamanna að bregðast við," segir Ása. Hún bætir við að meðal foreldra sem fylgjast vel með hári sinna barna og kemba reglulega hafi hún orðið vör við nokkra óánægju með tregðu sumra foreldra til að taka þátt í þessu „hópverkefni". „Þannig geta þau sem eru samviskusöm í þessum efnum lent í því að allt sé unnið fyrir gýg strax næsta dag. Þess vegna er svo mikilvægt að allir kembi." Ása segir að lúsavandamál séu alltaf illviðráðanleg þar sem börn umgangast vini og félaga úr öðrum skólum og hverfum. „Þannig er þetta viðvarandi, enda hefur lúsin frá upphafi mannkyns alltaf komist undan." Ása segir úrræðin ekki vera mörg en þó hafi þeim farið fjölgandi síðustu ár. Til dæmis hefur áburðurinn Hedrin gefið góða raun. „Það er nokkuð sniðugt efni því að þar er ekki um að ræða eitur, eins og þau lúsaefni sem hafa hingað til verið algengust. Þetta er silíkonefni sem húðar lúsina og kæfir, og þess vegna eru engar líkur á að lúsin þrói ónæmi gegn því." Slík efni má hafa í hári barna eins lengi og foreldrar telja nauðsynlegt án þess að það valdi skaða. Að vísu kemur fram í leiðarvísi með lyfinu að það eigi að vera í hári í klukkustund en á heimasíðu landlæknisembættisins er mælst til þess að það sé í átta tíma. Ása segir að rannsóknir sem framleiðandi efnisins notar segi klukkustund nægja en beri það ekki árangur segir Ása óhætt að hafa það lengur í næst. Varnirnar gegn lús hefjist þó umfram allt heima við. „Það sem ég held að væri best er að fólk hugsaði almennt um þetta og kembdi sig og börnin sín reglulega, þannig að þetta yrði eins og rútína. Þá myndi það strax draga úr þeim lúsasmitum sem eru í gangi." Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Blóðug slagsmál tveggja landsfundagesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Sjá meira
Besta leiðin til að sigrast á höfuðlús er samstillt átak foreldra í að kemba hár barna sinna. Þetta segir Ása Atladóttir, hjúkrunarfræðingur á sóttvarnarsviði landlæknisembættisins, en víða hefur orðið vart við lús í hári skólabarna að undanförnu. „Þetta er náttúrlega vandamál og er úti um allt, en það er á ábyrgð foreldra og forráðamanna að bregðast við," segir Ása. Hún bætir við að meðal foreldra sem fylgjast vel með hári sinna barna og kemba reglulega hafi hún orðið vör við nokkra óánægju með tregðu sumra foreldra til að taka þátt í þessu „hópverkefni". „Þannig geta þau sem eru samviskusöm í þessum efnum lent í því að allt sé unnið fyrir gýg strax næsta dag. Þess vegna er svo mikilvægt að allir kembi." Ása segir að lúsavandamál séu alltaf illviðráðanleg þar sem börn umgangast vini og félaga úr öðrum skólum og hverfum. „Þannig er þetta viðvarandi, enda hefur lúsin frá upphafi mannkyns alltaf komist undan." Ása segir úrræðin ekki vera mörg en þó hafi þeim farið fjölgandi síðustu ár. Til dæmis hefur áburðurinn Hedrin gefið góða raun. „Það er nokkuð sniðugt efni því að þar er ekki um að ræða eitur, eins og þau lúsaefni sem hafa hingað til verið algengust. Þetta er silíkonefni sem húðar lúsina og kæfir, og þess vegna eru engar líkur á að lúsin þrói ónæmi gegn því." Slík efni má hafa í hári barna eins lengi og foreldrar telja nauðsynlegt án þess að það valdi skaða. Að vísu kemur fram í leiðarvísi með lyfinu að það eigi að vera í hári í klukkustund en á heimasíðu landlæknisembættisins er mælst til þess að það sé í átta tíma. Ása segir að rannsóknir sem framleiðandi efnisins notar segi klukkustund nægja en beri það ekki árangur segir Ása óhætt að hafa það lengur í næst. Varnirnar gegn lús hefjist þó umfram allt heima við. „Það sem ég held að væri best er að fólk hugsaði almennt um þetta og kembdi sig og börnin sín reglulega, þannig að þetta yrði eins og rútína. Þá myndi það strax draga úr þeim lúsasmitum sem eru í gangi."
Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Blóðug slagsmál tveggja landsfundagesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Sjá meira