Píratar á báðum vængjum Smári McCarthy skrifar 16. janúar 2013 06:00 Mér hundleiðist hægri-vinstri hjal. Heimurinn er áhugaverðari en svo að hægt sé að rúma allar hugmyndir um skipulag samfélagsins innan tveggja afstæðra stefna. Hægri-vinstri skiptingin er upprunalega tilvísun í staðsetningar fylkinga á franska þinginu eftir byltinguna þar, en segja má að pólitísk tvískipting sé alltaf til staðar. Fyrir iðnbyltingu fjallaði tvískiptingin víðast hvar í Evrópu um hvar valdmörk konunga lægi. Eftir iðnbyltingu varð tvískiptingin að baráttu milli verkamanna og eigandavaldsins, eða stundum sett fram sem hópar á móti einstaklingum. Sé þetta hugsað svona verður heimurinn voðalega klénn. Allir eru annaðhvort kapítalistar eða kommúnistar, einstaklingshyggjufólk eða félagshyggjufólk. Það tók nokkra áratugi frá því að iðnbyltingin byrjaði þar til að pólitíska deilan breyttist, og á sama hátt er hin nýja pólitík upplýsingaaldar á frumstigi núna og fyrsta nýja hugmyndafræðin í þessu nýja framleiðslulíkani er að koma fram. Píratar eru alþjóðleg stjórnmálahreyfing í kringum þessar hugmyndir, en hugmyndirnar eru í rauninni nokkurra áratuga gamlar. Þær byggja á dreifðri stjórn og sjálfsákvörðunarrétti einstaklings, samvinnu og upplýstri ákvarðanatöku, en ekki síst gagnsæi – undirrót alls.Ruglið lærist hratt Ein kennisetning okkar er að upplýsingar séu forsenda upplýsingar. Ef frjálst flæði upplýsinga er ekki tryggt er ómögulegt fyrir fólk að vera upplýst. Þetta er í rauninni enn eldri hugmynd. Hún kemur úr einmitt sömu frönsku byltingunni og gaf okkur vinstri-hægri ruglið. Þar var hugmyndin að lýðurinn í landinu skyldi ráða, en að til þess að tryggja að ákvarðanir lýðsins yrðu skynsamar og réttlátar skyldi leitast við að upplýsa fólk. Í dag er þessi upplýsing frekar fábrotin. Fólk er kjöldregið í gegnum nám þar sem því leiðist fyrir mestan part uns það útskrifast, fullfært um að vinna einhverja tiltekna vinnu en oftar en ekki illa undir það búið að taka þátt í lýðræði með öðrum hætti en að lesa blöðin og mæta í kjördeild stöku sinnum. Ekki það að fólk sé óhæft til þess – þetta rugl lærist hratt! – það er meira að fólk hefur ekki verið hvatt til þess eða fengið sem hluta af menntun sinni skilning á því hvernig er hægt að taka þátt og hvers vegna það er æskilegt. Í þessu ljósi eru Píratar ef til vill frekar stjórnmálahreyfing upplýsingarinnar, loksins sprottin fram tvö hundruð árum of seint en samt vel í tæka tíð til að takast á við kröfur upplýsingaaldar. Við erum ekki félagshyggjufólk eða einstaklingshyggjufólk, heldur einstaklingssinnað félagshyggjufólk, félagslegt einstaklingshyggjufólk. Einstaklingur án samfélags er merkingarlaus, og samfélag verður ekki til án einstaklinga. Það að stefna þessu tvennu saman, eins og gert hefur verið frá upphafi iðnbyltingar, er eingöngu gagnlegt þeim sem vilja að ríkisapparatið þjóni þeim umfram aðra sem eiga meira en hinir. Við tökum ekki slíkt í mál. Opnum markaðina, opnum ríkisbáknið, minnkum flækjustigið og aukum aðkomu fólksins. Afþökkum pólitískar ákvarðanir sem ganga gegn þeirri þekkingu sem er fyrir hendi. Tökum vísindalega nálgun á pólitík. Eins og segir í lagi kántrípönkhljómsveitarinnar Cletus Got Shot: Það er hvorki vinstri vængur, né hægri vængur, heldur allur andskotans fuglinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smári McCarthy Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Mér hundleiðist hægri-vinstri hjal. Heimurinn er áhugaverðari en svo að hægt sé að rúma allar hugmyndir um skipulag samfélagsins innan tveggja afstæðra stefna. Hægri-vinstri skiptingin er upprunalega tilvísun í staðsetningar fylkinga á franska þinginu eftir byltinguna þar, en segja má að pólitísk tvískipting sé alltaf til staðar. Fyrir iðnbyltingu fjallaði tvískiptingin víðast hvar í Evrópu um hvar valdmörk konunga lægi. Eftir iðnbyltingu varð tvískiptingin að baráttu milli verkamanna og eigandavaldsins, eða stundum sett fram sem hópar á móti einstaklingum. Sé þetta hugsað svona verður heimurinn voðalega klénn. Allir eru annaðhvort kapítalistar eða kommúnistar, einstaklingshyggjufólk eða félagshyggjufólk. Það tók nokkra áratugi frá því að iðnbyltingin byrjaði þar til að pólitíska deilan breyttist, og á sama hátt er hin nýja pólitík upplýsingaaldar á frumstigi núna og fyrsta nýja hugmyndafræðin í þessu nýja framleiðslulíkani er að koma fram. Píratar eru alþjóðleg stjórnmálahreyfing í kringum þessar hugmyndir, en hugmyndirnar eru í rauninni nokkurra áratuga gamlar. Þær byggja á dreifðri stjórn og sjálfsákvörðunarrétti einstaklings, samvinnu og upplýstri ákvarðanatöku, en ekki síst gagnsæi – undirrót alls.Ruglið lærist hratt Ein kennisetning okkar er að upplýsingar séu forsenda upplýsingar. Ef frjálst flæði upplýsinga er ekki tryggt er ómögulegt fyrir fólk að vera upplýst. Þetta er í rauninni enn eldri hugmynd. Hún kemur úr einmitt sömu frönsku byltingunni og gaf okkur vinstri-hægri ruglið. Þar var hugmyndin að lýðurinn í landinu skyldi ráða, en að til þess að tryggja að ákvarðanir lýðsins yrðu skynsamar og réttlátar skyldi leitast við að upplýsa fólk. Í dag er þessi upplýsing frekar fábrotin. Fólk er kjöldregið í gegnum nám þar sem því leiðist fyrir mestan part uns það útskrifast, fullfært um að vinna einhverja tiltekna vinnu en oftar en ekki illa undir það búið að taka þátt í lýðræði með öðrum hætti en að lesa blöðin og mæta í kjördeild stöku sinnum. Ekki það að fólk sé óhæft til þess – þetta rugl lærist hratt! – það er meira að fólk hefur ekki verið hvatt til þess eða fengið sem hluta af menntun sinni skilning á því hvernig er hægt að taka þátt og hvers vegna það er æskilegt. Í þessu ljósi eru Píratar ef til vill frekar stjórnmálahreyfing upplýsingarinnar, loksins sprottin fram tvö hundruð árum of seint en samt vel í tæka tíð til að takast á við kröfur upplýsingaaldar. Við erum ekki félagshyggjufólk eða einstaklingshyggjufólk, heldur einstaklingssinnað félagshyggjufólk, félagslegt einstaklingshyggjufólk. Einstaklingur án samfélags er merkingarlaus, og samfélag verður ekki til án einstaklinga. Það að stefna þessu tvennu saman, eins og gert hefur verið frá upphafi iðnbyltingar, er eingöngu gagnlegt þeim sem vilja að ríkisapparatið þjóni þeim umfram aðra sem eiga meira en hinir. Við tökum ekki slíkt í mál. Opnum markaðina, opnum ríkisbáknið, minnkum flækjustigið og aukum aðkomu fólksins. Afþökkum pólitískar ákvarðanir sem ganga gegn þeirri þekkingu sem er fyrir hendi. Tökum vísindalega nálgun á pólitík. Eins og segir í lagi kántrípönkhljómsveitarinnar Cletus Got Shot: Það er hvorki vinstri vængur, né hægri vængur, heldur allur andskotans fuglinn.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun