Fanndís Friðriksdóttir skoraði eitt marka Kolbotn sem vann góðan 3-2 útisigur á Amazon Grimstad í efstu deild norsku knattspyrnunnar í dag. Kolbotn er í þriðja sæti deildarinnar en liðið hefur enn ekki tapað leik.
Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Kristján Örn Sigurðsson stóðu vaktina í vörn Hönefoss sem vann 1-0 sigur á Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Með sigrinum lyfti Hönefoss sér upp í 8. sæti deildarinnar með 13 stig.
Arnór Smárason spilaði allan leikinn með bikarmeisturum Esbjerg sem töpuðu 1-0 úti gegn Nordsjælland. Esbjerg er í fjórða sæti deildarinnar. Þá lék Ragnar Sigurðsson allan leikinn og Rúrik Gíslason var ónotaður varamaður í 1-1 jafntefli gegn SönderjyskE. Hallgrímur Jónasson spilaði allan leikinn með gestunum.
