Guðmundur Steingrímsson: Ekkert fast í hendi 1. mars 2013 10:30 Guðmundur Steingrímsson „Það er greinilega allt á fleygiferð," segir Guðmundur Steingrímsson, annar formaður Bjartrar Framtíðar sem lækkar allnokkuð í nýrri könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag. Björt Framtíð hefur hingað til mælst með fylgi yfir 15 prósentum, og á tímabili mældist flokkurinn með nær 20 prósent fylgi í könnunum. Nú aftur á móti er staðan önnur. Flokkurinn hrapar bókstaflega niður í 8,7 prósent. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að flokkurinn er enn stærsta nýja framboðið og verði niðurstaðan í kosningum eins og könnunin í dag þá næði flokkurinn 6 þingmönnum. Guðmundur segir fylgi flokka á fleygiferð, „og það er ljóst að það er ekkert fast í hendi," bætir hann við. Hann bendir á að óákveðnir eru margir, eða um 42 prósent svarenda könnunarinnar. „Þannig að flokkur óákveðinna er stærsti flokkurinn," segir Guðmundur. Hann segir enn mikinn tíma til stefnu, „nú stendur upp á okkur, eins og með aðra flokka, að skýra fyrir hvað við stöndum fyrir." Spurður hvort Björt framtíð sé að gjalda fyrir mikla áherslu á aðildarviðræður og inngöngu inn í Evrópusambandið, en minni áherslu á skuldavanda heimilanna - eins og virðist ætla að verða línan hjá öðrum flokkum - svarar Guðmundur því til að eina raunhæfa lausnin til þess að bæta skuldastöðu heimilanna sé að koma á stöðugri gjaldmiðli. „Það kemur fljótlega í ljós þegar maður reiknar sig í gegnum allar þessar tillögur um að bæta skuldastöðu heimilanna að þar sé verið að færa fjármagn á milli hópa og lánin eru alltaf jafn dýr," segir Guðmundur. Spurður hvað taki nú við svarar Guðmundur: „Við erum bjartsýn. Nú er bara að keyra þetta upp og sýna úr hverju við erum gerð." Tengdar fréttir Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn mælist minni í kjölfar landsfundar en í lok janúar. Framsóknarflokkurinn þarf lítið að bæta sig til að verða stærsti flokkurinn. Fylgi Bjartrar framtíðar hrynur milli skoðanakannana. Vinstri græn virðast heldur vera að ná vopnum sínum. 1. mars 2013 06:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
„Það er greinilega allt á fleygiferð," segir Guðmundur Steingrímsson, annar formaður Bjartrar Framtíðar sem lækkar allnokkuð í nýrri könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag. Björt Framtíð hefur hingað til mælst með fylgi yfir 15 prósentum, og á tímabili mældist flokkurinn með nær 20 prósent fylgi í könnunum. Nú aftur á móti er staðan önnur. Flokkurinn hrapar bókstaflega niður í 8,7 prósent. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að flokkurinn er enn stærsta nýja framboðið og verði niðurstaðan í kosningum eins og könnunin í dag þá næði flokkurinn 6 þingmönnum. Guðmundur segir fylgi flokka á fleygiferð, „og það er ljóst að það er ekkert fast í hendi," bætir hann við. Hann bendir á að óákveðnir eru margir, eða um 42 prósent svarenda könnunarinnar. „Þannig að flokkur óákveðinna er stærsti flokkurinn," segir Guðmundur. Hann segir enn mikinn tíma til stefnu, „nú stendur upp á okkur, eins og með aðra flokka, að skýra fyrir hvað við stöndum fyrir." Spurður hvort Björt framtíð sé að gjalda fyrir mikla áherslu á aðildarviðræður og inngöngu inn í Evrópusambandið, en minni áherslu á skuldavanda heimilanna - eins og virðist ætla að verða línan hjá öðrum flokkum - svarar Guðmundur því til að eina raunhæfa lausnin til þess að bæta skuldastöðu heimilanna sé að koma á stöðugri gjaldmiðli. „Það kemur fljótlega í ljós þegar maður reiknar sig í gegnum allar þessar tillögur um að bæta skuldastöðu heimilanna að þar sé verið að færa fjármagn á milli hópa og lánin eru alltaf jafn dýr," segir Guðmundur. Spurður hvað taki nú við svarar Guðmundur: „Við erum bjartsýn. Nú er bara að keyra þetta upp og sýna úr hverju við erum gerð."
Tengdar fréttir Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn mælist minni í kjölfar landsfundar en í lok janúar. Framsóknarflokkurinn þarf lítið að bæta sig til að verða stærsti flokkurinn. Fylgi Bjartrar framtíðar hrynur milli skoðanakannana. Vinstri græn virðast heldur vera að ná vopnum sínum. 1. mars 2013 06:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn mælist minni í kjölfar landsfundar en í lok janúar. Framsóknarflokkurinn þarf lítið að bæta sig til að verða stærsti flokkurinn. Fylgi Bjartrar framtíðar hrynur milli skoðanakannana. Vinstri græn virðast heldur vera að ná vopnum sínum. 1. mars 2013 06:00