Kynfæri fimm stúlkna limlest á hverri mínútu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2013 14:40 Nordicphotos/Getty Í dag, 6. febrúar, er alþjóðlegur dagur gegn limlestingum á kynfærum kvenna. Alþjóðlega mannréttindahreyfingin Amnesty birtir af því tilefni áhugaverðar staðreyndir í nýju myndbandi. Þar kemur fram að talið sé að um 180 þúsund stelpum í Evrópu standi ógn af limlestingum. Þá er fjallað um listaverk sem listamenn frá Belgíu, Brasilíu, Ítalíu og Kýpur hafa gert úr undirskriftum þeirra sem vilja aðgerðir í Evrópu vegna limlestinga. „Þegar stelpa er limlest er henni fagnað með hrósi og gjöfum en sársaukinn og áfallið verður með henni út lífið. Þegar hún fæðir barn rifjast það allt saman upp fyrir henni," segir í myndbandinu. Fjallað er um alþjóðlega daginn í nýju veftímariti um þróunarmál sem birt er á heimasíðu Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Þar er vísað í frétt á vef upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu: „Ég sá hnífinn og vissi hvað myndi gerast. Ég hrópaði en fann engin orð," sagði Kady, stúlka frá Burkina Faso, þegar hún lýsti umskurðinum í viðtali við IRIN fréttastofuna. Oft er stúlkum ekki sagt frá því hvað sé í aðsigi til að tryggja að þær hlaupist ekki á brott. Kynfæra umskurður kvenna er stundaður í mörgum Afríkuríkjum auk nokkura ríkja í Asíu og Mið-Austurlöndum. Alþjóðlegur dagur gegn umskurði kvenna er haldinn 6. febrúar á hverju ári í því skyni að beina kastljósinu að þessu máli. Fram kemur að fjórar tegundir séu af umskurði kvenna en sú grófasta feli í sér að öll ytri kynfæri konunnar séu numin á brott. „Samkvæmt hefðinni er þetta gert með hníf eða oddhvössu blaði og síðan saumað fyrir með þyrnum eða nál. Engri svæfingu er beitt og lítt eða ekki sótthreinsað. Oftast er aðgerðin framkvæmd af einstaklingi sem nýtur sérstakrar virðingar í samfélaginu og er viðstaddur barnsfæðingar." Dr Rosemary Mburu, kvensjúkdómalæknir í Kenía telur að um 15% allra umskorinna stúlkna blæði út eða deyi af völdum sýkinga. Hins vegar eru 18% umskurða nú framkvæmdir á heilbrigðisstofnunum og fer slíkt í vöxt. Þökk sé vitundarvakningu í kjölfar herferða Sameinuðu þjóðanna og frjálsra félagasamtaka hefur árangur þó náðst við að vinna gegn umskurði.Nánar má lesa um málið í nýútkomnu veftímariti Þróunarsamvinnustofnunar Íslands þar sem hægt er að finna hlekki á frekari upplýsingar. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Í dag, 6. febrúar, er alþjóðlegur dagur gegn limlestingum á kynfærum kvenna. Alþjóðlega mannréttindahreyfingin Amnesty birtir af því tilefni áhugaverðar staðreyndir í nýju myndbandi. Þar kemur fram að talið sé að um 180 þúsund stelpum í Evrópu standi ógn af limlestingum. Þá er fjallað um listaverk sem listamenn frá Belgíu, Brasilíu, Ítalíu og Kýpur hafa gert úr undirskriftum þeirra sem vilja aðgerðir í Evrópu vegna limlestinga. „Þegar stelpa er limlest er henni fagnað með hrósi og gjöfum en sársaukinn og áfallið verður með henni út lífið. Þegar hún fæðir barn rifjast það allt saman upp fyrir henni," segir í myndbandinu. Fjallað er um alþjóðlega daginn í nýju veftímariti um þróunarmál sem birt er á heimasíðu Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Þar er vísað í frétt á vef upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu: „Ég sá hnífinn og vissi hvað myndi gerast. Ég hrópaði en fann engin orð," sagði Kady, stúlka frá Burkina Faso, þegar hún lýsti umskurðinum í viðtali við IRIN fréttastofuna. Oft er stúlkum ekki sagt frá því hvað sé í aðsigi til að tryggja að þær hlaupist ekki á brott. Kynfæra umskurður kvenna er stundaður í mörgum Afríkuríkjum auk nokkura ríkja í Asíu og Mið-Austurlöndum. Alþjóðlegur dagur gegn umskurði kvenna er haldinn 6. febrúar á hverju ári í því skyni að beina kastljósinu að þessu máli. Fram kemur að fjórar tegundir séu af umskurði kvenna en sú grófasta feli í sér að öll ytri kynfæri konunnar séu numin á brott. „Samkvæmt hefðinni er þetta gert með hníf eða oddhvössu blaði og síðan saumað fyrir með þyrnum eða nál. Engri svæfingu er beitt og lítt eða ekki sótthreinsað. Oftast er aðgerðin framkvæmd af einstaklingi sem nýtur sérstakrar virðingar í samfélaginu og er viðstaddur barnsfæðingar." Dr Rosemary Mburu, kvensjúkdómalæknir í Kenía telur að um 15% allra umskorinna stúlkna blæði út eða deyi af völdum sýkinga. Hins vegar eru 18% umskurða nú framkvæmdir á heilbrigðisstofnunum og fer slíkt í vöxt. Þökk sé vitundarvakningu í kjölfar herferða Sameinuðu þjóðanna og frjálsra félagasamtaka hefur árangur þó náðst við að vinna gegn umskurði.Nánar má lesa um málið í nýútkomnu veftímariti Þróunarsamvinnustofnunar Íslands þar sem hægt er að finna hlekki á frekari upplýsingar.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira