Gogogic hættir rekstri - „Við reyndum“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 19. september 2013 16:30 Jónas Björgvin Antonsson er einn af stofnendum Gogogic. Tölvuleikjafyrirtækið Gogogic hætti rekstri um síðustu mánaðarmót. Fyrirtækið hannaði marga leiki og á tímabili voru um 60 til 70 þúsund manns að spila leiki frá fyrirtækinu í hverjum mánuði. Vikings of Thule var fyrsti stóri leikur fyrirtækisins. Jónas Björgvin Antonsson stofnaði Gogogic ásamt þremur öðrum árið 2006. Að sögn hans fór félagið ekki í þrot og það er unnið að því að selja hugverkaréttindi, búnað og önnur verðmæti. Hann segir að rekstrarstöðvunin hafi verið fyrirfram ákveðin og gætt að því að engin vanskil væru tengd rekstrinum. „Það mætti segja að þetta væri í rauninni svokallað "successful failure". Það er ekki sjálfgefið að svona mikil samheldni og vinátta haldi, þegar eitthvað bjátar á,“ segir Jónas. Hann segist vera vonsvikinn með að þetta hafi ekki gengið og hann hefði gjarnan viljað launa öllum þeim sem lögðu honum og þeim lið og trúðu á þetta. „Flestir ráðlögðu okkur frá því að stofna til rekstrar á þessum tíma þegar uppgangurinn var hvað mestur. Og ég er ekki viss um að við hefðum hætt okkur út í þetta ef við hefðum vitað að tveimur árum síðar værum við staddir með lítið sprotafyrirtæki í brjáluðum bransa í algjöru efnahagshruni með gjaldeyrishöftum,“ segir hann. Hann segir að það hafi fyrst og fremst verið ástríða sem hafi drifið fyrirtækið áfram og afkoma þess hafi verið með ágætum á árunum fyrir hrun. „Við reyndum þetta en þetta fór ekki eins og við vonuðumst til, þannig er lífið bara stundum og þá reynir maður bara aftur.“Hrunið var erfitt Þegar mest var störfuðu yfir 40 manns hjá félaginu að sögn Jónasar. Hann hætti störfum hjá félaginu síðasta haust og segir framtíðina óráðna. Hann segir hrunið hafa verið sér erfitt, bæði persónulega og varðandi rekstur félagsins. Hann hafi því ákveðið að skipta um umhverfi og býr um þessar mundir í Svíþjóð þar sem konan hans starfar hjá Stardoll. „Við vorum með fyrstu leikjafyrirtækjunum, eftir að CCP náði fótfestu. Við stóðum að því að stofna Icelandic Games Industry, félag tölvuleikjaframleiðanda, ásamt CCP, Betware og fleirum,“ segir Jónas. „Það hefur aðstoðað þá sem hafa viljað fara af stað með sín eigin fyrirtæki og sínar eigin hugmyndir. Það hefur tengt grasrótina við fyrirtækin sjálf. Það hefur stutt við og aðstoðað skóla í að tengja tölvuleiki og gerð þeirra við kennslu. Ég er afar stoltur af því að hafa átt þátt í að koma þessum samtökum á koppinn og það vill svo til að ég er fráfarandi formaður samtakanna, á þessu ári,“ segir hann. Tengdar fréttir Frumtak fjárfestir í Gogogic Frumtak hefur fest kaup á hlut í Gogogic ehf sem var stofnað árið 2006 til að þróa tölvuleiki. Gogogic sérhæfir sig í frumlegri leikjahönnun, gerð smærri tölvuleikja og framleiðslu margmiðlunarefnis fyrir vefinn. Einnig sinnir fyrirtækið hugmyndasmíði og markaðsmálum fyrir viðskiptavini sína. Kaupin nema alls 150 milljónum króna. 29. mars 2010 15:01 Guðir og vættir takast á í nýjum íslenskum tölvuleik Nýr íslenskur tölvuleikur sem byggir að hluta á norrænu goðafræðinni er í burðarliðnum. Ef vel gengur búast framleiðendur hans við að milljónir manna um allan heim muni spila hann í nánustu framtíð. 2. júlí 2012 20:15 Íslenskur tölvuleikur hlaut norrænan styrk Átta ný verkefni sem tengjast þróun tölvuleikja hlutu styrk í síðustu umferð styrkveitinga úr Norrænu tölvuleikjaáætluninni. Þeirra á meðal er "Vikings of Thule", sem er þróað af Gogogic ehf. á Íslandi fyrir PC. Hlýtur verkefnið 400.000 danskar kr. í styrk eða sem svarar til um 8 milljónum kr.. 16. desember 2008 11:18 Þúsundir spila víkingaleik „Leikurinn hefur gengið frábærlega vel. En það er auðvitað verk að vinna,“ segir Jón Heiðar Þorsteinsson, markaðsstjóri tölvuleikjafyrirtækisins Gogogic, sem á og rekur netleikinn Vikings of Thule. Rúmlega 133 þúsund manns spila orðið leikinn í hverjum mánuði. 6. október 2010 06:00 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Tölvuleikjafyrirtækið Gogogic hætti rekstri um síðustu mánaðarmót. Fyrirtækið hannaði marga leiki og á tímabili voru um 60 til 70 þúsund manns að spila leiki frá fyrirtækinu í hverjum mánuði. Vikings of Thule var fyrsti stóri leikur fyrirtækisins. Jónas Björgvin Antonsson stofnaði Gogogic ásamt þremur öðrum árið 2006. Að sögn hans fór félagið ekki í þrot og það er unnið að því að selja hugverkaréttindi, búnað og önnur verðmæti. Hann segir að rekstrarstöðvunin hafi verið fyrirfram ákveðin og gætt að því að engin vanskil væru tengd rekstrinum. „Það mætti segja að þetta væri í rauninni svokallað "successful failure". Það er ekki sjálfgefið að svona mikil samheldni og vinátta haldi, þegar eitthvað bjátar á,“ segir Jónas. Hann segist vera vonsvikinn með að þetta hafi ekki gengið og hann hefði gjarnan viljað launa öllum þeim sem lögðu honum og þeim lið og trúðu á þetta. „Flestir ráðlögðu okkur frá því að stofna til rekstrar á þessum tíma þegar uppgangurinn var hvað mestur. Og ég er ekki viss um að við hefðum hætt okkur út í þetta ef við hefðum vitað að tveimur árum síðar værum við staddir með lítið sprotafyrirtæki í brjáluðum bransa í algjöru efnahagshruni með gjaldeyrishöftum,“ segir hann. Hann segir að það hafi fyrst og fremst verið ástríða sem hafi drifið fyrirtækið áfram og afkoma þess hafi verið með ágætum á árunum fyrir hrun. „Við reyndum þetta en þetta fór ekki eins og við vonuðumst til, þannig er lífið bara stundum og þá reynir maður bara aftur.“Hrunið var erfitt Þegar mest var störfuðu yfir 40 manns hjá félaginu að sögn Jónasar. Hann hætti störfum hjá félaginu síðasta haust og segir framtíðina óráðna. Hann segir hrunið hafa verið sér erfitt, bæði persónulega og varðandi rekstur félagsins. Hann hafi því ákveðið að skipta um umhverfi og býr um þessar mundir í Svíþjóð þar sem konan hans starfar hjá Stardoll. „Við vorum með fyrstu leikjafyrirtækjunum, eftir að CCP náði fótfestu. Við stóðum að því að stofna Icelandic Games Industry, félag tölvuleikjaframleiðanda, ásamt CCP, Betware og fleirum,“ segir Jónas. „Það hefur aðstoðað þá sem hafa viljað fara af stað með sín eigin fyrirtæki og sínar eigin hugmyndir. Það hefur tengt grasrótina við fyrirtækin sjálf. Það hefur stutt við og aðstoðað skóla í að tengja tölvuleiki og gerð þeirra við kennslu. Ég er afar stoltur af því að hafa átt þátt í að koma þessum samtökum á koppinn og það vill svo til að ég er fráfarandi formaður samtakanna, á þessu ári,“ segir hann.
Tengdar fréttir Frumtak fjárfestir í Gogogic Frumtak hefur fest kaup á hlut í Gogogic ehf sem var stofnað árið 2006 til að þróa tölvuleiki. Gogogic sérhæfir sig í frumlegri leikjahönnun, gerð smærri tölvuleikja og framleiðslu margmiðlunarefnis fyrir vefinn. Einnig sinnir fyrirtækið hugmyndasmíði og markaðsmálum fyrir viðskiptavini sína. Kaupin nema alls 150 milljónum króna. 29. mars 2010 15:01 Guðir og vættir takast á í nýjum íslenskum tölvuleik Nýr íslenskur tölvuleikur sem byggir að hluta á norrænu goðafræðinni er í burðarliðnum. Ef vel gengur búast framleiðendur hans við að milljónir manna um allan heim muni spila hann í nánustu framtíð. 2. júlí 2012 20:15 Íslenskur tölvuleikur hlaut norrænan styrk Átta ný verkefni sem tengjast þróun tölvuleikja hlutu styrk í síðustu umferð styrkveitinga úr Norrænu tölvuleikjaáætluninni. Þeirra á meðal er "Vikings of Thule", sem er þróað af Gogogic ehf. á Íslandi fyrir PC. Hlýtur verkefnið 400.000 danskar kr. í styrk eða sem svarar til um 8 milljónum kr.. 16. desember 2008 11:18 Þúsundir spila víkingaleik „Leikurinn hefur gengið frábærlega vel. En það er auðvitað verk að vinna,“ segir Jón Heiðar Þorsteinsson, markaðsstjóri tölvuleikjafyrirtækisins Gogogic, sem á og rekur netleikinn Vikings of Thule. Rúmlega 133 þúsund manns spila orðið leikinn í hverjum mánuði. 6. október 2010 06:00 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Frumtak fjárfestir í Gogogic Frumtak hefur fest kaup á hlut í Gogogic ehf sem var stofnað árið 2006 til að þróa tölvuleiki. Gogogic sérhæfir sig í frumlegri leikjahönnun, gerð smærri tölvuleikja og framleiðslu margmiðlunarefnis fyrir vefinn. Einnig sinnir fyrirtækið hugmyndasmíði og markaðsmálum fyrir viðskiptavini sína. Kaupin nema alls 150 milljónum króna. 29. mars 2010 15:01
Guðir og vættir takast á í nýjum íslenskum tölvuleik Nýr íslenskur tölvuleikur sem byggir að hluta á norrænu goðafræðinni er í burðarliðnum. Ef vel gengur búast framleiðendur hans við að milljónir manna um allan heim muni spila hann í nánustu framtíð. 2. júlí 2012 20:15
Íslenskur tölvuleikur hlaut norrænan styrk Átta ný verkefni sem tengjast þróun tölvuleikja hlutu styrk í síðustu umferð styrkveitinga úr Norrænu tölvuleikjaáætluninni. Þeirra á meðal er "Vikings of Thule", sem er þróað af Gogogic ehf. á Íslandi fyrir PC. Hlýtur verkefnið 400.000 danskar kr. í styrk eða sem svarar til um 8 milljónum kr.. 16. desember 2008 11:18
Þúsundir spila víkingaleik „Leikurinn hefur gengið frábærlega vel. En það er auðvitað verk að vinna,“ segir Jón Heiðar Þorsteinsson, markaðsstjóri tölvuleikjafyrirtækisins Gogogic, sem á og rekur netleikinn Vikings of Thule. Rúmlega 133 þúsund manns spila orðið leikinn í hverjum mánuði. 6. október 2010 06:00