Gamli góði vinur 19. september 2013 10:00 Pálmi hefur sungið mörg frábær lög og er einn allra besti bassaleikari landsins. Á dögunum var ég dreginn á stórtónleika Pálma Gunnarssonar í Hörpu sem haldnir voru undir yfirskriftinni Þorparinn og fylgdu í kjölfar útgáfu samnefndrar safnplötu söngvarans. Ekki að það hafi þurft að draga mig emjandi, Pálmi hefur sungið mörg frábær lög og er einn allra besti bassaleikari landsins (sönnunargagn A: Björgúlfur bréfberi með Ladda). En samferðafólk mitt er með svarta beltið í Pálma og aðdáun mín á manninum bliknar því í samanburðinum. Tónleikarnir voru vel heppnaðir og bandið hans Pálma (hugmynd að sjónvarpsþætti?) var vel spilandi og þétt. Þó fannst mér leiðinlegt að sjá nokkur lög skilin út undan. Ég elska þig (þótt þú sért úr steini) er sturlað lag af Borgarbrag Gunnars Þórðarsonar. Gulli Briem fer hamförum í viðlaginu á plötunni og það jaðrar við vitfirringu að sleppa laginu á tónleikunum, þar sem Gulli sat jú á bak við settið og var eflaust til í tuskið.Götustelpan, hin sveitta og þreytta, er önnur klassík sem heyrist allt of sjaldan. Í texta lagsins tjáir Pálmi hlustendum meðal annars að langvarandi vændi reyni ört á taugarnar. Glæsilegt lag og boðskapur þess á vel við enn í dag. Engu að síður var lagið fjarverandi. Vinur minn missti vitið er svo þriðja lagið sem ég ætla að tuða yfir að hafa ekki fengið að heyra í Hörpu. Ég vona að Pálmi sé ekki orðinn of feiminn við að syngja um vitfirringa sem éta sinn eigin skít. Ekki fengum við heldur Kontóristann, Gamla skólann og Sölva Helgason. Á rauðu ljósi var hvergi og ekki Gamli góði vinur heldur. En það að hann hafi komist upp með að sleppa þessum perlum undirstrikar hversu gríðarlega farsælan feril Pálmi á að baki og voru það næstum bara slagarar sem hljómuðu í Hörpu. Tuð mitt fer því í flokk lúxusvandamála. En ein spurning sækir að mér í sífellu. Hvernig stendur á því að Gulli Briem er enn þá tvítugur? Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Á dögunum var ég dreginn á stórtónleika Pálma Gunnarssonar í Hörpu sem haldnir voru undir yfirskriftinni Þorparinn og fylgdu í kjölfar útgáfu samnefndrar safnplötu söngvarans. Ekki að það hafi þurft að draga mig emjandi, Pálmi hefur sungið mörg frábær lög og er einn allra besti bassaleikari landsins (sönnunargagn A: Björgúlfur bréfberi með Ladda). En samferðafólk mitt er með svarta beltið í Pálma og aðdáun mín á manninum bliknar því í samanburðinum. Tónleikarnir voru vel heppnaðir og bandið hans Pálma (hugmynd að sjónvarpsþætti?) var vel spilandi og þétt. Þó fannst mér leiðinlegt að sjá nokkur lög skilin út undan. Ég elska þig (þótt þú sért úr steini) er sturlað lag af Borgarbrag Gunnars Þórðarsonar. Gulli Briem fer hamförum í viðlaginu á plötunni og það jaðrar við vitfirringu að sleppa laginu á tónleikunum, þar sem Gulli sat jú á bak við settið og var eflaust til í tuskið.Götustelpan, hin sveitta og þreytta, er önnur klassík sem heyrist allt of sjaldan. Í texta lagsins tjáir Pálmi hlustendum meðal annars að langvarandi vændi reyni ört á taugarnar. Glæsilegt lag og boðskapur þess á vel við enn í dag. Engu að síður var lagið fjarverandi. Vinur minn missti vitið er svo þriðja lagið sem ég ætla að tuða yfir að hafa ekki fengið að heyra í Hörpu. Ég vona að Pálmi sé ekki orðinn of feiminn við að syngja um vitfirringa sem éta sinn eigin skít. Ekki fengum við heldur Kontóristann, Gamla skólann og Sölva Helgason. Á rauðu ljósi var hvergi og ekki Gamli góði vinur heldur. En það að hann hafi komist upp með að sleppa þessum perlum undirstrikar hversu gríðarlega farsælan feril Pálmi á að baki og voru það næstum bara slagarar sem hljómuðu í Hörpu. Tuð mitt fer því í flokk lúxusvandamála. En ein spurning sækir að mér í sífellu. Hvernig stendur á því að Gulli Briem er enn þá tvítugur?
Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira