Tónlist

Rappar um gamla, erfiða tíma

Freyr Bjarnason skrifar
Rapparinn Ólvin hefur gefið út sitt fyrsta lag. Það heitir Lokasvar og syngur hafnfirska söngkonan Aníta la Scar viðlagið.

Rapparinn Sesar A smíðaði takt lagsins og stjórnaði upptökum. Ólvin samdi sjálfur viðlagið og erindin sín.

„Ég er að tala um ákveðna manneskju sem ég nafngreini ekkert. Þetta eru bara gamlir, erfiðir tímar sem ég er að syngja um. Ég er að stíga svolítið upp og skilja þetta eftir,“ segir Ólvin, eða Ólafur Hannesson, spurður út í textann.

Myndband við Lokasvar var frumsýnt nýlega á Visir.is. Þar fær náttúrufegurð Reykjaness og þá sérstaklega Reykjanestáar og Gunnuhvers að njóta sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×