
Væntingar á veikum grunni
Reglan um réttmætar væntingar er óskráð meginregla í íslenskum rétti. Hana má orða þannig að borgarar geti undir ákveðnum kringumstæðum vænst þess að visst ástand muni haldast óbreytt eða að þeir fái sér til handa tiltekin réttindi á grundvelli réttmætra væntinga. Þrátt fyrir að gjarnan sé talað um „réttmætar væntingar“ sem sérstaka reglu er ljóst að hugtakið er einnig notað til þess að lýsa tilkalli okkar til tiltekinna réttinda sem við eigum samkvæmt stjórnarskrá, lögum, stjórnsýsluframkvæmd, samningi eða öðrum heimildum. Þannig höfum við t.d. réttmætar væntingar til þess að tjáningarfrelsi okkar og friðhelgi einkalífs samkvæmt 71. og 73. gr. stjórnarskrárinnar séu virt. Sömuleiðis höfum við réttmætar væntingar til þess að fá afhenta bifreið sem við höfum gert kaupsamning um og réttmætar væntingar til þess að börnunum okkar sé tryggð skólavist, enda kveðið á um þá skyldu hins opinbera í lögum. Við höfum hins vegar ekki réttmætar væntingar til einhvers sem við eigum ekki rétt á.
Verulegur vafi
Þrátt fyrir að nálgun Sigríðar sé óneitanlega áhugaverð og vel til þess fallin að skapa skemmtilegar umræður leikur verulegur vafi á því hvort umræddar yfirlýsingar kunni að hafa stofnað til eignarréttar sem njóti verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar. Slík lögskýring er raunar svo langsótt að það má teljast næsta glæfralegt að setja hana fram án þess að gera skýrlega grein fyrir þeim fjölmörgu fyrirvörum sem á henni eru. Í fyrsta lagi hafa kosningaloforð hingað til ekki verið talin þess eðlis að borgarar geti byggt á þeim beinan rétt. Þvert á móti er alþekkt að frambjóðendur lofi skattalækkunum, vaxtabreytingum eða öðrum ívilnunum án þess að slík loforð séu skuldbindandi að lögum. Í öðru lagi rennir enginn þeirra dóma Mannréttindadómstóls Evrópu sem Sigríður vitnar til stoðum undir að yfirlýsingar líkt og þær sem hér um ræðir geti skapað eignarétt samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar eða 1. gr. 1. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu. Í málunum er annars vegar fjallað um réttmætar væntingar til þess að njóta réttinda sem kveðið er á um í lögum og hins vegar réttmætar væntingar sem stofnast hafa á grundvelli samnings. Dómarnir eru hins vegar á engan hátt til þess fallnir að styðja ályktun Sigríðar.
Auk framangreinds hlýtur að þurfa að velta fyrir sér á hvaða grundvelli hugsanleg skaðabótakrafa yrði reist. Sigríður virðist miða við að krafan verði reist á skaðabótum „innan samninga“ eins og sagt er, eða svokallaðri samningsábyrgð. Skaðabótaskyldan hafi þannig stofnast vegna brota á þeim bindandi samningi eða samningsígildi sem yfirlýsingar Framsóknarflokksins hafa falið í sér. Það er rótgróin meginregla í samninga- og kröfurétti að einstaklingur getur ekki ráðstafað eign eða verðmætum sem hann á ekki nema hafa til þess fullnægjandi umboð.
Kynni sér málið
Jafnvel þótt litið yrði svo á að kröfuréttur almennings á grundvelli loforða Framsóknarflokksins gæti talist eign í skilningi 72. gr. stjórnarskrárinnar liggur í öllu falli ljóst fyrir að flokknum var óheimilt að ráðstafa þessari eign upp á sitt einsdæmi án þess að hafa til þess heimild úr fjárlögum. Um slíkar skuldbindingar ríkissjóðs verður enda ekki samið í Kastljósi eða kosningabæklingi. Ef skaðabótakrafan verður hins vegar reist á skaðabótum „utan samninga“, eða sakarreglunni, mun málsóknin byggja á því að íslenska ríkið hafi með saknæmum og ólögmætum hætti bakað sér bótaskyldu vegna yfirlýsinga stjórnvalda. Hin ætlaða ólögmæta háttsemi fælist þá í því athafnaleysi íslenska ríkisins að efna ekki kröfur sem skapast hefðu vegna réttmætra væntinga í kjölfar yfirlýsinga stjórnvalda. Sú niðurstaða er einnig hæpin svo ekki sé sterkar að orði kveðið.
Að síðustu er rétt að benda á að væntingar manna, sem hljóta öðrum þræði að byggja á huglægu mati, eru eðli málsins samkvæmt ólíkar. Væri t.d. hægt að líta svo á að eingöngu kjósendur Framsóknarflokksins hafi réttmætar væntingar til þess að lán þeirra verði lækkuð eða á það líka við um þá sem tóku yfirlýsingunum með fyrirvara og kusu Vinstri græna? Ég hef t.d. ekki gert mér neinar væntingar í þessum efnum. Þýðir það þá að mín verðtryggðu lán verði ekki lækkuð eins og hjá Jóni sem hefur hvergi hvikað frá þeirri sannfæringu sinni að lánin verði stórlega lækkuð? Þessar spurningar eru einungis hluti af mörgum álitaefnum sem á reynir í tengslum við það hvort íslenskir borgarar geti byggt á réttmætum væntingum fyrir dómi í skaðabótamáli gegn íslenska ríkinu. Ég hvet því alla sem á annað borð íhuga slíkt dómsmál að kynna sér málið gaumgæfilega áður en þeir halda af stað.
Skoðun

Rétturinn til að hafa réttindi
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar

Chamberlain eða Churchill leiðin?
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands
Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar

Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir
Sara María Júlíudóttir skrifar

Flug er almenningsssamgöngur
Ari Trausti Guðmundsson skrifar

Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1)
Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar

Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri
Steindór Ingi Kjellberg skrifar

Reykurinn sást löngu fyrir brunann!
Davíð Bergmann skrifar

Angist og krabbamein
Auður E. Jóhannsdóttir skrifar

Jens er rétti maðurinn í brúna!
Anton Berg Sævarsson skrifar

Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg
Stefán Guðbrandsson skrifar

Lukka Sjálfstæðisflokksins
Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar

Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands
Margrét Gíslínudóttir skrifar

Má skera börn?
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Aðför að menntakerfinu
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Er íslenska þjóðin að eldast?
Þorsteinn Þorsteinsson skrifar

Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk
Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar

Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands
Margrét Gíslínudóttir skrifar

Hvert fer kílómetragjaldið mitt?
Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar

Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga
Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar

Eyðileggjandi umræða
Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar

Lýðræðið sigrar
Snorri Ásmundsson skrifar

Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri
Stefán Ingi Arnarson skrifar

Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld
Bergur Hauksson skrifar

Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda!
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Lítil breyting sem getur skipt sköpum!
Arnar Steinn Þórarinsson skrifar

Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara
Davíð Már Sigurðsson skrifar