Tónlist

Ghostigital spilar með kammersveit

Ghostigital spilar í Berlín í kvöld á tónleikum sem kammersveitin Adapter stendur fyrir.

Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð þar sem Adapter vinnur með tónlistarfólki og útsetur verkin þeirra. Listamennirnir koma úr ýmsum áttum. Þar á meðal verður strengjakvartett frá Köln, tónsmiðahópur frá New York og tvíeykið Ghostigital.

Adapter er skipuð þremur Íslendingum og Þjóðverja en allir meðlimir eru búsettir í Berlín.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og standa yfir í rúmlega klukkustund. Í lokin spilar Ghostigital á hefðbundinn hátt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×