Læknaráð Landspítalans leitar lausna Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 19. september 2013 06:00 Málefni Landspítalans hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu. Nú er að koma í ljós að allur sá niðurskurður sem stjórnendur spítalans hafa hrósað sér af hefur komið alvarlega niður á líðan starfsfólksins og starfsánægju þess. Það hlýtur að vekja eftirtekt að yfirlæknir krabbameinslækninga til fimm ára hættir störfum þegjandi og hljóðalaust og eftir eru læknar sem vart ráða fram úr daglegum verkefnum sem sífellt verða fleiri og flóknari. Starfandi yfirlæknir á krabbameinsdeildinni hefur lýst því í fréttum að erlendis séu tólf læknar með krabbameinslækningar sem sérgrein en þeir hugsi sér ekki að koma heim. Hvernig stendur á því að læknar, ekki bara á þessari umræddu deild, hafi hætt og þeir sem eru erlendis hafi ekki áhuga á að koma heim? Er það ekki falleinkunn fyrir þá sem stýra heilbrigðismálum hérlendis að svo sé komið? Þessi þróun var engu að síður fyrirséð og það hefur verið varað við henni í ræðu og riti í töluverðan tíma. Yfirstandandi vandi lyflækningasviðs er ekki séríslenskt vandamál heldur er þetta vandamál sem sjúkrahús erlendis standa einnig frammi fyrir. Fólk nær almennt hærri aldri en áður og læknisfræðinni hefur fleygt fram þannig að fólk lifir lengur með hina ýmsu kvilla en áður var. Það þýðir að hver einstaklingur er oft með margþætt vandamál sem krefjast flókinna úrræða og margs konar lyfjameðferðar. Starfsánægjukannanir LSH hafa sýnt að margir sérfræðingar spítalans hugsa oft um það að hætta og starfsánægja þeirra sem og unglækna er ekki mikil. Það hlýtur óhjákvæmilega að endurspegla þá þjónustu sem þeir veita sjúklingum sínum. Ekki hefur stjórn spítalans reynt að bregðast við niðurstöðum þessara kannana og því mætti spyrja: Hví er verið að kosta til mikilvægra kannana ef það á að hundsa niðurstöðurnar og stinga þeim undir stól? Ekki teljast slík vinnubrögð góð vísindi í læknisfræðilegri rannsókn. Niðurstaðan er óánægðir læknar vegna álags og lélegs aðbúnaðar í vinnunni og það bitnar á sjúklingunum. Stjórn Læknaráðs Landspítalans hefur lengi haft áhyggjur af þessari uggvænlegu þróun. Á síðasta vetri var efnt til funda vegna ofangreindra málefna þar sem ráðið ályktaði bæði vegna niðurstaðna starfsánægjukönnunarinnar og vegna of mikils álags, sem og vegna skorts á aðbúnaði lækna. Á þessu ári í byrjun sumars sendi stjórnin frá sér ályktun. Þá stóð til að ráða fjölda læknanema í störf unglækna og þannig auka álag á sérfræðinga spítalans sem þegar eru störfum hlaðnir. Nú í byrjun september sendum við aftur frá okkur ályktun þar sem skorað var á yfirvöld spítalans að finna lausnir á margþættum vanda lyflækningasviðs í samráði við lækna sviðsins. Við í stjórn Læknaráðs höfum að undanförnu verið með puttann á púlsinum í þessum málum og fylgst með því sem er að gerast, bæði fundað með millistjórnendum og eins heyrt í læknum sem vinna á gólfinu. Okkur er ljóst að margir sérfræðingar eru við það að hætta störfum vegna álags og óánægju í vinnunni en geta samt sem áður sjúklinganna vegna, ekki hugsað sér það. Við höfum setið fundi á lyflækningasviði og hlustað á bæði sérfræðinga og deildarlækna lýsa ástandi sem stundum virðist eiga betur við í „ER“ sjónvarpslæknaseríu en á sjúkrahúsi í Reykjavík árið 2013. Eftir að skipuriti Landspítalans var breytt og sviðum fækkað hafa sviðsstjórar og stjórnendur fjarlægst til muna fólkið sem vinnur á gólfinu. Þar er hamast við hið ómögulega. Reynt að halda utan um fjármagn og auka hagræðingu og sparnað, þegar það er þegar ómögulegt. Myndast hefur gjá á milli stjórnenda og þeirra sem vinna vinnuna. Til að laga þetta þarf að auka samtal og leyfa læknum sjúkrahússins að vera meira með í ákvörðunum sem snerta þeirra vinnu. Einnig þarf að tryggja að unglæknar séu ekki settir í þá skaðræðisstöðu að ráða ekki við þau verkefni sem fyrir liggja þannig að þeir fyllist kvíða og finnst að ekki sé stutt við bakið á þeim. Einhverra hluta vegna hefur þetta gerst á lyflækningasviði og það er ein ástæða þess að deildarlæknar fást ekki til að vinna þar. Það vekur spurningar um öryggi sjúklinga okkar. Það er augljóst að viðbrögð ráðherra munu létta á álagi sviðsins. Það felst m.a. í því að flýta fyrir því að sjúklingar sem þegar hafa hlotið meðferð á sjúkrahúsinu hafi í önnur hús að venda. Einnig þarf að efla heilsugæsluna hér á höfuðborgarsvæðinu. Það þarf að koma í veg fyrir það að til spítalans leiti fólk sem getur fengið úrlausn sinna mála á næstu heilsugæslustöð. Reyndar hafa læknar m.a. í heilsugæslunni í Mjódd stigið fram og lýst yfir alvarlegu ástandi þar vegna manneklu. Þá komum við að rótum vandans. Það þarf að auka fjármagn verulega til að hægt sé að greiða íslenskum læknum samkeppnishæf laun. Annars er ekki hægt að manna stöður. Hér er auðvitað um pólitíska ákvörðun að ræða. Hún er ekki á valdi stjórnenda heilbrigðisstofnana. Það mun reyna á alþingismenn í náinni framtíð og mikilvægt er að forgangsraða rétt. Þurfum við Íslendingar gat í Vaðlaheiði eða fínt fangelsi fyrir afbrotamenn, hvað þá að reka flottræfilsleg sendiráð víða um heim, þar sem svo byltingarkenndar framfarir hafa átt sér stað í samskiptum að slíkt er gersamlega óþarft? Stjórn Læknaráðs Landspítalans hefur boðað til almenns læknaráðsfundar nk. föstudag. Þar mun forstjóri spítalans taka til máls ásamt fulltrúum prófessora, sérfræðinga og unglækna. Vil ég hvetja alla þá lækna sem komast frá að koma á fundinn og taka þátt í málefnalegri umræðu. Staðan er svona og okkur ber að snúa bökum saman og hjálpast að við að leysa vandann sem er margþættur. Við verðum að reyna að auka starfsánægju lækna Landspítalans því aðeins þannig fáum við yngri lækna til starfa með okkur. Ánægðir deildarlæknar hafa jákvæð áhrif á aðstoðarlækna, sem síðan hafa góð áhrif á læknanema sem nú nema við Háskólann og verða unglæknar áður en langt um líður. Þetta er keðja sem verður aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn, sem nú er við það að slitna. Við í stjórn Læknaráðs munum ekki bregðast þeirri skyldu okkar að vinna að farsælli og varanlegri lausn mála. Hjálpumst að við að gera Landspítalann að eftirsóknarverðum vinnustað, sjúklinga okkar vegna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Málefni Landspítalans hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu. Nú er að koma í ljós að allur sá niðurskurður sem stjórnendur spítalans hafa hrósað sér af hefur komið alvarlega niður á líðan starfsfólksins og starfsánægju þess. Það hlýtur að vekja eftirtekt að yfirlæknir krabbameinslækninga til fimm ára hættir störfum þegjandi og hljóðalaust og eftir eru læknar sem vart ráða fram úr daglegum verkefnum sem sífellt verða fleiri og flóknari. Starfandi yfirlæknir á krabbameinsdeildinni hefur lýst því í fréttum að erlendis séu tólf læknar með krabbameinslækningar sem sérgrein en þeir hugsi sér ekki að koma heim. Hvernig stendur á því að læknar, ekki bara á þessari umræddu deild, hafi hætt og þeir sem eru erlendis hafi ekki áhuga á að koma heim? Er það ekki falleinkunn fyrir þá sem stýra heilbrigðismálum hérlendis að svo sé komið? Þessi þróun var engu að síður fyrirséð og það hefur verið varað við henni í ræðu og riti í töluverðan tíma. Yfirstandandi vandi lyflækningasviðs er ekki séríslenskt vandamál heldur er þetta vandamál sem sjúkrahús erlendis standa einnig frammi fyrir. Fólk nær almennt hærri aldri en áður og læknisfræðinni hefur fleygt fram þannig að fólk lifir lengur með hina ýmsu kvilla en áður var. Það þýðir að hver einstaklingur er oft með margþætt vandamál sem krefjast flókinna úrræða og margs konar lyfjameðferðar. Starfsánægjukannanir LSH hafa sýnt að margir sérfræðingar spítalans hugsa oft um það að hætta og starfsánægja þeirra sem og unglækna er ekki mikil. Það hlýtur óhjákvæmilega að endurspegla þá þjónustu sem þeir veita sjúklingum sínum. Ekki hefur stjórn spítalans reynt að bregðast við niðurstöðum þessara kannana og því mætti spyrja: Hví er verið að kosta til mikilvægra kannana ef það á að hundsa niðurstöðurnar og stinga þeim undir stól? Ekki teljast slík vinnubrögð góð vísindi í læknisfræðilegri rannsókn. Niðurstaðan er óánægðir læknar vegna álags og lélegs aðbúnaðar í vinnunni og það bitnar á sjúklingunum. Stjórn Læknaráðs Landspítalans hefur lengi haft áhyggjur af þessari uggvænlegu þróun. Á síðasta vetri var efnt til funda vegna ofangreindra málefna þar sem ráðið ályktaði bæði vegna niðurstaðna starfsánægjukönnunarinnar og vegna of mikils álags, sem og vegna skorts á aðbúnaði lækna. Á þessu ári í byrjun sumars sendi stjórnin frá sér ályktun. Þá stóð til að ráða fjölda læknanema í störf unglækna og þannig auka álag á sérfræðinga spítalans sem þegar eru störfum hlaðnir. Nú í byrjun september sendum við aftur frá okkur ályktun þar sem skorað var á yfirvöld spítalans að finna lausnir á margþættum vanda lyflækningasviðs í samráði við lækna sviðsins. Við í stjórn Læknaráðs höfum að undanförnu verið með puttann á púlsinum í þessum málum og fylgst með því sem er að gerast, bæði fundað með millistjórnendum og eins heyrt í læknum sem vinna á gólfinu. Okkur er ljóst að margir sérfræðingar eru við það að hætta störfum vegna álags og óánægju í vinnunni en geta samt sem áður sjúklinganna vegna, ekki hugsað sér það. Við höfum setið fundi á lyflækningasviði og hlustað á bæði sérfræðinga og deildarlækna lýsa ástandi sem stundum virðist eiga betur við í „ER“ sjónvarpslæknaseríu en á sjúkrahúsi í Reykjavík árið 2013. Eftir að skipuriti Landspítalans var breytt og sviðum fækkað hafa sviðsstjórar og stjórnendur fjarlægst til muna fólkið sem vinnur á gólfinu. Þar er hamast við hið ómögulega. Reynt að halda utan um fjármagn og auka hagræðingu og sparnað, þegar það er þegar ómögulegt. Myndast hefur gjá á milli stjórnenda og þeirra sem vinna vinnuna. Til að laga þetta þarf að auka samtal og leyfa læknum sjúkrahússins að vera meira með í ákvörðunum sem snerta þeirra vinnu. Einnig þarf að tryggja að unglæknar séu ekki settir í þá skaðræðisstöðu að ráða ekki við þau verkefni sem fyrir liggja þannig að þeir fyllist kvíða og finnst að ekki sé stutt við bakið á þeim. Einhverra hluta vegna hefur þetta gerst á lyflækningasviði og það er ein ástæða þess að deildarlæknar fást ekki til að vinna þar. Það vekur spurningar um öryggi sjúklinga okkar. Það er augljóst að viðbrögð ráðherra munu létta á álagi sviðsins. Það felst m.a. í því að flýta fyrir því að sjúklingar sem þegar hafa hlotið meðferð á sjúkrahúsinu hafi í önnur hús að venda. Einnig þarf að efla heilsugæsluna hér á höfuðborgarsvæðinu. Það þarf að koma í veg fyrir það að til spítalans leiti fólk sem getur fengið úrlausn sinna mála á næstu heilsugæslustöð. Reyndar hafa læknar m.a. í heilsugæslunni í Mjódd stigið fram og lýst yfir alvarlegu ástandi þar vegna manneklu. Þá komum við að rótum vandans. Það þarf að auka fjármagn verulega til að hægt sé að greiða íslenskum læknum samkeppnishæf laun. Annars er ekki hægt að manna stöður. Hér er auðvitað um pólitíska ákvörðun að ræða. Hún er ekki á valdi stjórnenda heilbrigðisstofnana. Það mun reyna á alþingismenn í náinni framtíð og mikilvægt er að forgangsraða rétt. Þurfum við Íslendingar gat í Vaðlaheiði eða fínt fangelsi fyrir afbrotamenn, hvað þá að reka flottræfilsleg sendiráð víða um heim, þar sem svo byltingarkenndar framfarir hafa átt sér stað í samskiptum að slíkt er gersamlega óþarft? Stjórn Læknaráðs Landspítalans hefur boðað til almenns læknaráðsfundar nk. föstudag. Þar mun forstjóri spítalans taka til máls ásamt fulltrúum prófessora, sérfræðinga og unglækna. Vil ég hvetja alla þá lækna sem komast frá að koma á fundinn og taka þátt í málefnalegri umræðu. Staðan er svona og okkur ber að snúa bökum saman og hjálpast að við að leysa vandann sem er margþættur. Við verðum að reyna að auka starfsánægju lækna Landspítalans því aðeins þannig fáum við yngri lækna til starfa með okkur. Ánægðir deildarlæknar hafa jákvæð áhrif á aðstoðarlækna, sem síðan hafa góð áhrif á læknanema sem nú nema við Háskólann og verða unglæknar áður en langt um líður. Þetta er keðja sem verður aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn, sem nú er við það að slitna. Við í stjórn Læknaráðs munum ekki bregðast þeirri skyldu okkar að vinna að farsælli og varanlegri lausn mála. Hjálpumst að við að gera Landspítalann að eftirsóknarverðum vinnustað, sjúklinga okkar vegna.
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun