Bandarísk stjórnvöld brutu gegn stjórnarskránni - Vill að Snowden verði Íslendingur Boði Logason skrifar 4. júlí 2013 12:58 "Sá sem að upplýsti heimsbyggðina, og þar með Íslendinga, um persónunjósnir Bandaríkjanna, er Edward Snowden. Hann er nú hundeltur og á hvergi höfði að halla. Mynd/365 Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri Grænna, sagði á Alþingi í morgun að bandarísk stjórnvöld hér á landi hefðu brotið gegn stjórnarskrá Íslands með persónunjósnum sínum. Veita ætti bandaríska uppljóstrarnum Edward Snowden landvistarleyfi hér á landi. Ögmundur vísaði til 71. greinar stjórnarskrárinnar þar sem segir meðal annars: „Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum..." „Sá sem að upplýsti heimsbyggðina, og þar með Íslendinga, um persónunjósnir Bandaríkjanna, er Edward Snowden. Hann er nú hundeltur og á hvergi höfði að halla. Ég hef áður beint því til Alþingis, og þar á meðal allsherjarnefndar þingsins sérstaklega, að taka málið upp og hafa forgöngu um að Íslendingar veiti Edward Snowden landvist á Íslandi," sagði Ögmundur. Og beindi því næst spurningu til Unnar Brár Konráðsdóttur, formanns Allsherjarnefndar, um það hvort að nefndin hafi tekið málið upp og hvort að hún muni beita sér fyrir því. Unnur Brá sagði að ekki hafi verið fjallað um málið í nefndinni vísaði til þess að hælisumsókn yrði að vera borin fram af einstaklingi sem væri staddur hér á landi auk þess sem upplýsingar skorti í málinu. „Mér vitanlega hefur ekki komið fram, mér vitanlega, umsókn frá þessum tiltekna einstaklingi umsókn um ríkisborgararétt hér á Íslandi. Og þess vegna hefur nefndin ekki tekið þetta fyrir, og ég hef ekki áform um að gera það, nema annað tilefni gefist til. Hvernig ætti umfjöllun nefndarinnar að fara fram? Við höfum engin gögn, engar upplýsingar og þar af leiðandi engar forsendur, til þess að meta það hvort að þessi einstaklingur sem hér sé spurt um uppfylil þau skilyrði og ástæða sé til þess fyrir okkur að taka það mál til umfjöllunar," sagði Unnur Brá. Ögmundur sagði á hins vegar að heimspressan væri uppfull af upplýsingum um málefni Snowdens og auk þess lægju fyrir beinar upplýsingar frá íslenskum þegnum um málið. Þá sagði Ögmundur að ekki ætti að taka á málinu sem hefðbundinni hælisumsókn heldur sem mannréttindamáli sem Alþingi ætti að hafa frumkvæði að. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri Grænna, sagði á Alþingi í morgun að bandarísk stjórnvöld hér á landi hefðu brotið gegn stjórnarskrá Íslands með persónunjósnum sínum. Veita ætti bandaríska uppljóstrarnum Edward Snowden landvistarleyfi hér á landi. Ögmundur vísaði til 71. greinar stjórnarskrárinnar þar sem segir meðal annars: „Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum..." „Sá sem að upplýsti heimsbyggðina, og þar með Íslendinga, um persónunjósnir Bandaríkjanna, er Edward Snowden. Hann er nú hundeltur og á hvergi höfði að halla. Ég hef áður beint því til Alþingis, og þar á meðal allsherjarnefndar þingsins sérstaklega, að taka málið upp og hafa forgöngu um að Íslendingar veiti Edward Snowden landvist á Íslandi," sagði Ögmundur. Og beindi því næst spurningu til Unnar Brár Konráðsdóttur, formanns Allsherjarnefndar, um það hvort að nefndin hafi tekið málið upp og hvort að hún muni beita sér fyrir því. Unnur Brá sagði að ekki hafi verið fjallað um málið í nefndinni vísaði til þess að hælisumsókn yrði að vera borin fram af einstaklingi sem væri staddur hér á landi auk þess sem upplýsingar skorti í málinu. „Mér vitanlega hefur ekki komið fram, mér vitanlega, umsókn frá þessum tiltekna einstaklingi umsókn um ríkisborgararétt hér á Íslandi. Og þess vegna hefur nefndin ekki tekið þetta fyrir, og ég hef ekki áform um að gera það, nema annað tilefni gefist til. Hvernig ætti umfjöllun nefndarinnar að fara fram? Við höfum engin gögn, engar upplýsingar og þar af leiðandi engar forsendur, til þess að meta það hvort að þessi einstaklingur sem hér sé spurt um uppfylil þau skilyrði og ástæða sé til þess fyrir okkur að taka það mál til umfjöllunar," sagði Unnur Brá. Ögmundur sagði á hins vegar að heimspressan væri uppfull af upplýsingum um málefni Snowdens og auk þess lægju fyrir beinar upplýsingar frá íslenskum þegnum um málið. Þá sagði Ögmundur að ekki ætti að taka á málinu sem hefðbundinni hælisumsókn heldur sem mannréttindamáli sem Alþingi ætti að hafa frumkvæði að.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira