Talaði um gallabuxur í tvær mínútur á Alþingi Boði Logason skrifar 4. júlí 2013 12:37 Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var send heim í vikunni af Alþingi, vegna þess að hún var í bláum gallabuxum. Það er bannað. Mynd/365 „Það viðgengst ákveðið misrétti í þessum málum hér á Alþingi," sagði Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sem talaði um sögu gallabuxna í tvær mínútur á Alþingi í dag. Á þriðjudag sendi forseti Alþingis Elínu heim til þess að skipta um föt, en hún var þá klædd í bláar gallabuxur. Slíkt er bannað á Alþingi og baðst Elín afsökunar á klæðaburði sínum. Í dag vakti Elín hinsvegar athygli aftur á málinu. „Ég tel mig knúna til að fræða menn örlítið um gallabuxur og verja heiður þeirra. Ég vil líka passa upp á það að við gerumst ekki forpokuð hér á Alþingi." Og þá hófst upplesturinn hjá henni: „Saga gallabuxna hefst í borginni Genova á Ítalíu á 19. öld þegar frægur baðmullarkaupmaður hóf að framleiða buxur úr þessu efni fyrir sjómenn. Þær þóttu svo góðar flíkur að buxurnar frá Genova urðu brátt vinsælar um alla Evrópu meðal sjómanna. Franskir fataframleiðendur reyndu líka að líkja eftir buxunum góðum frá Ítalíu, en það mistókst,“ sagði hún. „Það var ekki fyrr en seint á 19. öld að buxurnar bárust til Bandaríkjanna og urðu gríðarlegar vinsælar þar. Þess má geta að gallabuxur sáust fyrst í Sovíetríkjunum árið 1957 á heimsleikum æskulýðs- og námsmanna og urðu strax mjög eftirsóttar meðal almennings en ófáanlegar enda taldar merki um vestræna kapítalíska villitrú. Andófsmenn gerðu sér þess vegna far um að storka yfirvöldum með því að klæðast gallabuxum," sagði Elín. Hún vitnaði í grein sem Ragnheiður Tryggvadóttir, skrifaði um gallabuxur á Vísi í gær. „Hún segir að þrátt fyrir að öll helstu tískuhús heims hanni og framleiði gallabuxur í dag, virðast þær skörlægra settar en aðrar buxur í virðingastiganum. Þær þykja ekki nógu fínar, eru ekki spari, jafnvel órifnar og stífstraujaðar. Það sé kannski vegna þess að gallabuxur hafi lengi verið tákn verkamanna, kúreka og hafnarverkamanna.“ Að lokum vakti hún athygli á því að ákveðið misrétti væri í þessum málum á Alþingi. „Svartar, rauðar, grænar og draplitaðar gallabuxur eru leyfðar, en ekki bláar,“ sagði hún, áður en hún fór úr pontu. Hægt er að horfa á ræðu Elínar í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
„Það viðgengst ákveðið misrétti í þessum málum hér á Alþingi," sagði Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sem talaði um sögu gallabuxna í tvær mínútur á Alþingi í dag. Á þriðjudag sendi forseti Alþingis Elínu heim til þess að skipta um föt, en hún var þá klædd í bláar gallabuxur. Slíkt er bannað á Alþingi og baðst Elín afsökunar á klæðaburði sínum. Í dag vakti Elín hinsvegar athygli aftur á málinu. „Ég tel mig knúna til að fræða menn örlítið um gallabuxur og verja heiður þeirra. Ég vil líka passa upp á það að við gerumst ekki forpokuð hér á Alþingi." Og þá hófst upplesturinn hjá henni: „Saga gallabuxna hefst í borginni Genova á Ítalíu á 19. öld þegar frægur baðmullarkaupmaður hóf að framleiða buxur úr þessu efni fyrir sjómenn. Þær þóttu svo góðar flíkur að buxurnar frá Genova urðu brátt vinsælar um alla Evrópu meðal sjómanna. Franskir fataframleiðendur reyndu líka að líkja eftir buxunum góðum frá Ítalíu, en það mistókst,“ sagði hún. „Það var ekki fyrr en seint á 19. öld að buxurnar bárust til Bandaríkjanna og urðu gríðarlegar vinsælar þar. Þess má geta að gallabuxur sáust fyrst í Sovíetríkjunum árið 1957 á heimsleikum æskulýðs- og námsmanna og urðu strax mjög eftirsóttar meðal almennings en ófáanlegar enda taldar merki um vestræna kapítalíska villitrú. Andófsmenn gerðu sér þess vegna far um að storka yfirvöldum með því að klæðast gallabuxum," sagði Elín. Hún vitnaði í grein sem Ragnheiður Tryggvadóttir, skrifaði um gallabuxur á Vísi í gær. „Hún segir að þrátt fyrir að öll helstu tískuhús heims hanni og framleiði gallabuxur í dag, virðast þær skörlægra settar en aðrar buxur í virðingastiganum. Þær þykja ekki nógu fínar, eru ekki spari, jafnvel órifnar og stífstraujaðar. Það sé kannski vegna þess að gallabuxur hafi lengi verið tákn verkamanna, kúreka og hafnarverkamanna.“ Að lokum vakti hún athygli á því að ákveðið misrétti væri í þessum málum á Alþingi. „Svartar, rauðar, grænar og draplitaðar gallabuxur eru leyfðar, en ekki bláar,“ sagði hún, áður en hún fór úr pontu. Hægt er að horfa á ræðu Elínar í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira