Talaði um gallabuxur í tvær mínútur á Alþingi Boði Logason skrifar 4. júlí 2013 12:37 Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var send heim í vikunni af Alþingi, vegna þess að hún var í bláum gallabuxum. Það er bannað. Mynd/365 „Það viðgengst ákveðið misrétti í þessum málum hér á Alþingi," sagði Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sem talaði um sögu gallabuxna í tvær mínútur á Alþingi í dag. Á þriðjudag sendi forseti Alþingis Elínu heim til þess að skipta um föt, en hún var þá klædd í bláar gallabuxur. Slíkt er bannað á Alþingi og baðst Elín afsökunar á klæðaburði sínum. Í dag vakti Elín hinsvegar athygli aftur á málinu. „Ég tel mig knúna til að fræða menn örlítið um gallabuxur og verja heiður þeirra. Ég vil líka passa upp á það að við gerumst ekki forpokuð hér á Alþingi." Og þá hófst upplesturinn hjá henni: „Saga gallabuxna hefst í borginni Genova á Ítalíu á 19. öld þegar frægur baðmullarkaupmaður hóf að framleiða buxur úr þessu efni fyrir sjómenn. Þær þóttu svo góðar flíkur að buxurnar frá Genova urðu brátt vinsælar um alla Evrópu meðal sjómanna. Franskir fataframleiðendur reyndu líka að líkja eftir buxunum góðum frá Ítalíu, en það mistókst,“ sagði hún. „Það var ekki fyrr en seint á 19. öld að buxurnar bárust til Bandaríkjanna og urðu gríðarlegar vinsælar þar. Þess má geta að gallabuxur sáust fyrst í Sovíetríkjunum árið 1957 á heimsleikum æskulýðs- og námsmanna og urðu strax mjög eftirsóttar meðal almennings en ófáanlegar enda taldar merki um vestræna kapítalíska villitrú. Andófsmenn gerðu sér þess vegna far um að storka yfirvöldum með því að klæðast gallabuxum," sagði Elín. Hún vitnaði í grein sem Ragnheiður Tryggvadóttir, skrifaði um gallabuxur á Vísi í gær. „Hún segir að þrátt fyrir að öll helstu tískuhús heims hanni og framleiði gallabuxur í dag, virðast þær skörlægra settar en aðrar buxur í virðingastiganum. Þær þykja ekki nógu fínar, eru ekki spari, jafnvel órifnar og stífstraujaðar. Það sé kannski vegna þess að gallabuxur hafi lengi verið tákn verkamanna, kúreka og hafnarverkamanna.“ Að lokum vakti hún athygli á því að ákveðið misrétti væri í þessum málum á Alþingi. „Svartar, rauðar, grænar og draplitaðar gallabuxur eru leyfðar, en ekki bláar,“ sagði hún, áður en hún fór úr pontu. Hægt er að horfa á ræðu Elínar í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Sjá meira
„Það viðgengst ákveðið misrétti í þessum málum hér á Alþingi," sagði Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sem talaði um sögu gallabuxna í tvær mínútur á Alþingi í dag. Á þriðjudag sendi forseti Alþingis Elínu heim til þess að skipta um föt, en hún var þá klædd í bláar gallabuxur. Slíkt er bannað á Alþingi og baðst Elín afsökunar á klæðaburði sínum. Í dag vakti Elín hinsvegar athygli aftur á málinu. „Ég tel mig knúna til að fræða menn örlítið um gallabuxur og verja heiður þeirra. Ég vil líka passa upp á það að við gerumst ekki forpokuð hér á Alþingi." Og þá hófst upplesturinn hjá henni: „Saga gallabuxna hefst í borginni Genova á Ítalíu á 19. öld þegar frægur baðmullarkaupmaður hóf að framleiða buxur úr þessu efni fyrir sjómenn. Þær þóttu svo góðar flíkur að buxurnar frá Genova urðu brátt vinsælar um alla Evrópu meðal sjómanna. Franskir fataframleiðendur reyndu líka að líkja eftir buxunum góðum frá Ítalíu, en það mistókst,“ sagði hún. „Það var ekki fyrr en seint á 19. öld að buxurnar bárust til Bandaríkjanna og urðu gríðarlegar vinsælar þar. Þess má geta að gallabuxur sáust fyrst í Sovíetríkjunum árið 1957 á heimsleikum æskulýðs- og námsmanna og urðu strax mjög eftirsóttar meðal almennings en ófáanlegar enda taldar merki um vestræna kapítalíska villitrú. Andófsmenn gerðu sér þess vegna far um að storka yfirvöldum með því að klæðast gallabuxum," sagði Elín. Hún vitnaði í grein sem Ragnheiður Tryggvadóttir, skrifaði um gallabuxur á Vísi í gær. „Hún segir að þrátt fyrir að öll helstu tískuhús heims hanni og framleiði gallabuxur í dag, virðast þær skörlægra settar en aðrar buxur í virðingastiganum. Þær þykja ekki nógu fínar, eru ekki spari, jafnvel órifnar og stífstraujaðar. Það sé kannski vegna þess að gallabuxur hafi lengi verið tákn verkamanna, kúreka og hafnarverkamanna.“ Að lokum vakti hún athygli á því að ákveðið misrétti væri í þessum málum á Alþingi. „Svartar, rauðar, grænar og draplitaðar gallabuxur eru leyfðar, en ekki bláar,“ sagði hún, áður en hún fór úr pontu. Hægt er að horfa á ræðu Elínar í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Sjá meira