Sport

Mayweather gerði lítið úr De la Hoya

Mayweather stendur og talar en De la Hoya situr við hlið hans.
Mayweather stendur og talar en De la Hoya situr við hlið hans.
Þó svo Floyd Mayweather sé í samstarfi við gulldrenginn Oscar de la Hoya og fyrirtæki hans, Golden Boy Promotions, þá er honum augljóslega ekki vel við De la Hoya. Hann kom því klárlega til skila á blaðamannafundi í gær.

Þá mætti Mayweather á blaðamannafund og gaf mönnum dýrar gjafir. Þar á meðal fékk Richard Schaefer, hægri hönd De la Hoya, gjöf.

"Ég er búinn að vinna náið með þessum manni (Schaefer) og það er unun að vinna með honum. Þess vegna gef ég honum gjafir. Ég get ekki talað um Oscar en ég get þó sagt ykkur að Schaefer er þetta fyrirtæki," sagði Mayweather er hann sat við hlið De la Hoya.

Kliður fór um salinn og Schaefer fór augljóslega hjá sér enda á De la Hoya fyrirtækið.

Mayweather vildi augljóslega gera lítið úr De la Hoya og gerði það á slíkan hátt að fjallað er um út um allan heim í dag.

Mayweather fer næst í hringinn þann 14. september næstkomandi.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×