Langur Range Rover Finnur Thorlacius skrifar 4. júlí 2013 10:05 Enn virðist ætla að bætast í bílgerðirnar hjá Range Rover og það nýjasta er lengri gerð stærsta bílsins. Af þessari mynd að dæma er hann tilbúinn til framleiðslu þó hann sjáist hér í örlitlum felubúningi. Þessi lengri gerð er 15 sentimetrum lengri en venjulegur Range Rover. Eins og flestir þeir sem framleiða lengri gerðir af bílum sínum mun Range Rover stefna honum á Asíumarkað og þá helst Kína. Einnig má búast við því að hann verði boðinn til sölu í Bandaríkjunum. Öll lenging bílsins verður milli B- og C-pósts bílsins og því ætti aftursætisrýmið að verða nokkuð ríflegt. Líklega mun hvorki skottrými né framsætisrými aukast við lenginguna. Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent
Enn virðist ætla að bætast í bílgerðirnar hjá Range Rover og það nýjasta er lengri gerð stærsta bílsins. Af þessari mynd að dæma er hann tilbúinn til framleiðslu þó hann sjáist hér í örlitlum felubúningi. Þessi lengri gerð er 15 sentimetrum lengri en venjulegur Range Rover. Eins og flestir þeir sem framleiða lengri gerðir af bílum sínum mun Range Rover stefna honum á Asíumarkað og þá helst Kína. Einnig má búast við því að hann verði boðinn til sölu í Bandaríkjunum. Öll lenging bílsins verður milli B- og C-pósts bílsins og því ætti aftursætisrýmið að verða nokkuð ríflegt. Líklega mun hvorki skottrými né framsætisrými aukast við lenginguna.
Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent