Á metið hjá þremur félögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2013 00:01 Gunnleifur Gunnleifsson í Breiðablik. Blaðamannafundur. Pepsi-deild karla, fótbolti. Gunnleifur Gunnleifsson var ekki lengi að komast í metabækurnar hjá Breiðabliki því frá og með sunnudagskvöldinu er hann sá markvörður félagsins sem hefur haldið markinu lengst hreinu í efstu deild í nútímafótbolta, eða síðan deildin innihélt fyrst tíu lið sumarið 1977. Gunnleifur þarf reyndar að deila efsta sætinu með Guðmundi Ásgeirssyni sem varði mark félagsins á árunum 1980 til 1983. Breiðabliksliðið var búið að halda hreinu í þremur leikjum í röð og alls í 295 mínútur þegar kom að leiknum á móti Fram. Það stefndi allt í að Gunnleifur næði ekki metinu. Hann þurfti hvað eftir annað að taka á honum stóra sínum í fyrri hálfleiknum og þegar hann var loks sigraður skráði starfsmaður Fram markið á vitlausa mínútu, 35. mínútu í stað 36. mínútu. Það hefði þýtt að Gunnleifur væri aðeins einni mínútu frá því að jafna met Guðmundar Ásgeirssonar frá 1980. Dómarar leiksins fóru hins vegar yfir skýrsluna, færðu mark Jordan Halsman yfir á 36. mínútu og Gunnleifur eignaðist metið. Gunnleifur eignaðist fyrsta félagsmetið sitt sumarið 1998. Hann var þá varamarkvörður Kristjáns Finnbogasonar en fékk óvænt tækifærið á miðju tímabili. Gunnleifur nýtti það heldur betur því hann hélt hreinu í fyrstu sjö leikjum sínum í efstu deild og var ekki sigraður fyrr en eftir 636 mínútur. Gunnleifur tryggði sér þar með metið hjá KR og á það enn. Kristján Finnbogason komst næst því þegar hann hélt KR-markinu hreinu í 592 mínútur frá 1999-2000. Annað félagsmetið eignaðist Gunnleifur þegar hann varði mark HK sumarið 2007. Hann á þá aftur fína byrjun og fékk ekki á sig fyrsta markið fyrr en eftir 184 mínútur. Gunnleifur hafði hjálpað HK-liðinu að fara úr C-deild og upp í efstu deild og varði mark HK-liðsins bæði árin í úrvalsdeildinni. Gunnleifur er á fyrsta ári með Breiðabliki en hann varði mark FH á árunum 2010-2012. Hann hélt þar lengst hreinu í 304 mínútur sumarið 2012 en náði ekki að ógna félagsmeti Daða Lárussonar sem hélt FH-markinu hreinu í 582 mínútur sumarið 2009. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Handbolti Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Sport Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfubolti Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira
Gunnleifur Gunnleifsson var ekki lengi að komast í metabækurnar hjá Breiðabliki því frá og með sunnudagskvöldinu er hann sá markvörður félagsins sem hefur haldið markinu lengst hreinu í efstu deild í nútímafótbolta, eða síðan deildin innihélt fyrst tíu lið sumarið 1977. Gunnleifur þarf reyndar að deila efsta sætinu með Guðmundi Ásgeirssyni sem varði mark félagsins á árunum 1980 til 1983. Breiðabliksliðið var búið að halda hreinu í þremur leikjum í röð og alls í 295 mínútur þegar kom að leiknum á móti Fram. Það stefndi allt í að Gunnleifur næði ekki metinu. Hann þurfti hvað eftir annað að taka á honum stóra sínum í fyrri hálfleiknum og þegar hann var loks sigraður skráði starfsmaður Fram markið á vitlausa mínútu, 35. mínútu í stað 36. mínútu. Það hefði þýtt að Gunnleifur væri aðeins einni mínútu frá því að jafna met Guðmundar Ásgeirssonar frá 1980. Dómarar leiksins fóru hins vegar yfir skýrsluna, færðu mark Jordan Halsman yfir á 36. mínútu og Gunnleifur eignaðist metið. Gunnleifur eignaðist fyrsta félagsmetið sitt sumarið 1998. Hann var þá varamarkvörður Kristjáns Finnbogasonar en fékk óvænt tækifærið á miðju tímabili. Gunnleifur nýtti það heldur betur því hann hélt hreinu í fyrstu sjö leikjum sínum í efstu deild og var ekki sigraður fyrr en eftir 636 mínútur. Gunnleifur tryggði sér þar með metið hjá KR og á það enn. Kristján Finnbogason komst næst því þegar hann hélt KR-markinu hreinu í 592 mínútur frá 1999-2000. Annað félagsmetið eignaðist Gunnleifur þegar hann varði mark HK sumarið 2007. Hann á þá aftur fína byrjun og fékk ekki á sig fyrsta markið fyrr en eftir 184 mínútur. Gunnleifur hafði hjálpað HK-liðinu að fara úr C-deild og upp í efstu deild og varði mark HK-liðsins bæði árin í úrvalsdeildinni. Gunnleifur er á fyrsta ári með Breiðabliki en hann varði mark FH á árunum 2010-2012. Hann hélt þar lengst hreinu í 304 mínútur sumarið 2012 en náði ekki að ógna félagsmeti Daða Lárussonar sem hélt FH-markinu hreinu í 582 mínútur sumarið 2009.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Handbolti Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Sport Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfubolti Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira