Svona sér Ómar sátt um flugvöll Kristján Már Unnarsson skrifar 16. nóvember 2013 18:58 Ómar: Best að tvær flugbrautir liggi sem næst í kross. Mynd/Bjarni. Flugma ð urinn sem lent hefur oftar á Reykjav í kurflugvelli en flestir a ð rir, Ó mar Ragnarsson, segir f á r á nlegt a ð einn besti m ö guleikinn til m á lami ð lunar ver ð i strax ú tiloka ð ur. Hann tekur reyndar fram að helst kysi hann að hafa völlinn áfram með þremur brautum. Í meðfylgjandi frétt á Stöð 2 lýsti hann því hvernig hann teldi skást að hafa tveggja brauta völl. „Mér finnst það alveg fáránlegt þegar menn ætla að fara að setjast niður og finna framtíðarlausn þá frysti þeir ekki ástandið fyrst og skoði hvaða möguleikar eru fyrir hendi,” segir Ómar. Hann segir afleitt að leggja af minnstu brautina, og skilja völlinn eftir án brautar með hagstæðri legu gagnvart hvössum suðvestan- og norðaustanáttum. Ómar, sem flogið hefur í 47 ár, gæti verið sá núlifandi flugmanna sem oftast hefur lent á Reykjavíkurflugvelli. Við hittum hann í Skerjafirði við enda litlu flugbrautarinnar, sem borgarstjóri og innanríkisráðherra hafa samið um að lokað verði fyrir áramót og svæðið tekið undir íbúðabyggð. Hugmynd sem Ómar telur best sameina þau sjónarmið að fá sem mest landrými undir íbúðabyggð en halda samt notagildi vallarins felur í sér að hafa tvær brautir sem liggi sem næst því að vera kross. Grafísk mynd af breyttum Reykjavíkurflugvelli, sem að mati Ómars gefur færi á miklu landrými undir íbúðabyggð án þess að skerða notagildi vallarins. Aðalatriðið segir hann að lengja austur-vesturbrautina út í Skerjafjörð svo að hún verði aðalflugbrautin. Núverandi norður-suðurbraut víki fyrir minni norður-suðurbraut og með nýrri legu sem gæfi færi á nýjum íbúðahverfum á austurhluta flugvallarsvæðisins, bæði vestan við Valssvæðið á Hlíðarenda og á svæðinu við skýli Landhelgisgæslunnar. Ómar segir að ef austur-vestur brautin yrði nógu löng yrði ný og minni norður-suðurbraut með breyttri legu aldrei notuð nema í svo miklu hvassviðri að flugvélar kæmu hægt að og færu himinbratt upp. Allt flug yfir Kvosinni og Kársnesi myndi hverfa. Tengdar fréttir Kemur ekki til greina að loka neyðarbraut suðvesturlands Áform um að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar mæta harðri andstöðu. Friðrik Pálsson, sem fór fyrir undirskriftasöfnun til stuðnings vellinum, segir ekki koma til greina að suðvesturhorn landsins verði skilið eftir án neyðarflugbrautar í hvössum suðvestan- og norðaustanáttum. 13. nóvember 2013 19:24 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira
Flugma ð urinn sem lent hefur oftar á Reykjav í kurflugvelli en flestir a ð rir, Ó mar Ragnarsson, segir f á r á nlegt a ð einn besti m ö guleikinn til m á lami ð lunar ver ð i strax ú tiloka ð ur. Hann tekur reyndar fram að helst kysi hann að hafa völlinn áfram með þremur brautum. Í meðfylgjandi frétt á Stöð 2 lýsti hann því hvernig hann teldi skást að hafa tveggja brauta völl. „Mér finnst það alveg fáránlegt þegar menn ætla að fara að setjast niður og finna framtíðarlausn þá frysti þeir ekki ástandið fyrst og skoði hvaða möguleikar eru fyrir hendi,” segir Ómar. Hann segir afleitt að leggja af minnstu brautina, og skilja völlinn eftir án brautar með hagstæðri legu gagnvart hvössum suðvestan- og norðaustanáttum. Ómar, sem flogið hefur í 47 ár, gæti verið sá núlifandi flugmanna sem oftast hefur lent á Reykjavíkurflugvelli. Við hittum hann í Skerjafirði við enda litlu flugbrautarinnar, sem borgarstjóri og innanríkisráðherra hafa samið um að lokað verði fyrir áramót og svæðið tekið undir íbúðabyggð. Hugmynd sem Ómar telur best sameina þau sjónarmið að fá sem mest landrými undir íbúðabyggð en halda samt notagildi vallarins felur í sér að hafa tvær brautir sem liggi sem næst því að vera kross. Grafísk mynd af breyttum Reykjavíkurflugvelli, sem að mati Ómars gefur færi á miklu landrými undir íbúðabyggð án þess að skerða notagildi vallarins. Aðalatriðið segir hann að lengja austur-vesturbrautina út í Skerjafjörð svo að hún verði aðalflugbrautin. Núverandi norður-suðurbraut víki fyrir minni norður-suðurbraut og með nýrri legu sem gæfi færi á nýjum íbúðahverfum á austurhluta flugvallarsvæðisins, bæði vestan við Valssvæðið á Hlíðarenda og á svæðinu við skýli Landhelgisgæslunnar. Ómar segir að ef austur-vestur brautin yrði nógu löng yrði ný og minni norður-suðurbraut með breyttri legu aldrei notuð nema í svo miklu hvassviðri að flugvélar kæmu hægt að og færu himinbratt upp. Allt flug yfir Kvosinni og Kársnesi myndi hverfa.
Tengdar fréttir Kemur ekki til greina að loka neyðarbraut suðvesturlands Áform um að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar mæta harðri andstöðu. Friðrik Pálsson, sem fór fyrir undirskriftasöfnun til stuðnings vellinum, segir ekki koma til greina að suðvesturhorn landsins verði skilið eftir án neyðarflugbrautar í hvössum suðvestan- og norðaustanáttum. 13. nóvember 2013 19:24 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira
Kemur ekki til greina að loka neyðarbraut suðvesturlands Áform um að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar mæta harðri andstöðu. Friðrik Pálsson, sem fór fyrir undirskriftasöfnun til stuðnings vellinum, segir ekki koma til greina að suðvesturhorn landsins verði skilið eftir án neyðarflugbrautar í hvössum suðvestan- og norðaustanáttum. 13. nóvember 2013 19:24