Vildi brjótast út úr kassanum Kjartan Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2013 10:00 "Það kom fyrir að ég heyrði um skotbardaga í hverfinu, en í þannig aðstæðum verður maður að beita almennri skynsemi og passa sig að vera ekki að þvælast á hættulegum stöðum eftir að skyggja tekur,“ segir Ragna um dvöl sína í New York þar sem hún lærði til hljóðmanns. .Fréttablaðið/Valli Þetta eru orðin ansi mörg ár sem ég hef verið á leiðinni með þessa plötu. Ég hef í raun unnið örlítið í henni á hverju ári en ekki „trukkað“ henni í gegn fyrr en núna. Í byrjun árs fékk ég styrk frá Menningarsjóði Hlaðvarpans og Menningarmálaráðuneytinu gegn því að platan kæmi út á ákveðnum tíma og síðan þá hef ég nýtt hverja sekúndu í að vinna í henni. Það er auðvitað heilmikil vinna að vera í fullri vinnu og með fjölskyldu að gera sólóplötu, en þetta er líka rosalega gaman. Annars væri ég nú ekki að þessu,“ segir Ragna Kjartansdóttir sem er ef til vill betur þekkt undir listamannsnafninu Cell 7. Ragna er einn af stofnmeðlimum hipphopp-sveitarinnar Subterranean sem sendi frá sér eina af fyrstu íslensku rappplötunum, Central Magnetizm, árið 1997, en sendir nú frá sér sína fyrstu sólóplötu sem heitir CELLF.Vorkenndi upptökustjóranum Ragna starfar sem hljóðmaður í Stúdíó Sýlandi og rekur meðal annars ástæðuna fyrir biðinni löngu eftir sólóplötu til námsins í þeim fræðum, en hún nam til hljóðmanns í New York, fæðingarborg hipphopp-tónlistarinnar. „Eftir að Subterranean lagði upp laupana rétt fyrir aldamótin flutti ég til New York til að mennta mig og var þar í fjögur ár. Þegar ég kom aftur til Íslands þurfti ég strax að einbeita mér að ferlinum sem hljóðmaður. Svo stofnaði ég til fjölskyldu og þar fram eftir götunum, en uppgötvaði svo eftir nokkur ár að ég var orðin svo upptekin af hversdagsleikanum að mig var farið að þyrsta í svala sköpunarþörfinni. Maður getur alltaf unnið, ef maður er heppinn, en ég var búin að vera með plötuna í maganum svo lengi og hún var byrjuð að kalla ansi hátt til mín,“ segir Ragna og bætir við að vissulega geti verið erfitt fyrir skapandi einstaklinga sem hafa eitthvað fram að færa í forgrunni að starfa lengi bak við tjöldin, eða bak við upptökuborðið í hennar tilfelli. „Ég hef aðeins verið að taka upp tónlist en hjá Latabæ, þar sem ég vann í mörg ár, vann ég aðallega við hljóðbrellur og svo með fréttateyminu hjá Ríkisútvarpinu. Í Sýrlandi sé ég mikið til um hljóðupptökur á barnaefni og starfið er mjög fjölbreytt og skemmtilegt.“ Atvinnan getur líka skapað ákveðin vandamál, eins og Ragna komst að þegar hún hóf vinnu við lokahnykk plötunnar ásamt upptökustjóranum Gnúsa Yones, en þau störfuðu einmitt saman í Subterranean forðum daga. Ragna lýsir samstarfi þeirra sem afar góðu og náttúrulegu, en viðurkennir að hún hafi á köflum kennt í brjósti um hann við gerð plötunnar. „Gnúsi var ekki bara að fá rappara heldur líka hljóðmann og afskiptasama manneskju sem vill helst hafa puttana í öllu,“ segir hún og hlær. „Sem betur fer gerði ég mér fljótlega grein fyrir því að ég þurfti að færa mig yfir í baksætið þegar það kom að upptökustjórninni. Ef maður ætlar að gera eitthvað vel þarf maður að einbeita sér algjörlega að því og ég vildi vera hundrað prósent rappari á þessari plötu“. Upptökustjórn flestra laga plötunnar er í höndum Gnúsa Yones sem hefur á síðustu árum snúið sér í ríkara mæli að reggítónlist, meðal annars með sveitinni Amaba Dama, en Ragna segir ekki hafa verið erfitt að draga upp úr honum gömlu rapptaktana.Gnúsi og Ragna starfa náið saman, en aðrir sem koma að mikið að plötunni eru upptökustjórinn Introbeats úr Forgotten Lores, Andri Ólafsson, bassaleikari Moses Hightower og söngkonurnar Sunna Ingólfsdóttir, Drífa Sigurðardóttir og Lori Wieper, en þeirri síðastnefndu kynntist Ragna í náminu úti í Bandaríkjunum.Partígírinn eðlislægur Á CELLF kennir ýmissa grasa, enda leggur Ragna mikla áherslu á að hún hafi ólm viljað gera fjölbreytta plötu sem nær til margra, óháð því hvort sérstakur smekkur fyrir rapptónlist er fyrir hendi hjá hlustendum eður ei. Ragna hafði þegar lagt grunninn að þorra laganna þegar hún hóf lokakeyrsluna í byrjun árs en tvö þeirra, upphafslagið Gal Pon Di Scene og I Endorse, sem skartar indversk-ættuðu „sampli“ og texta sem deilir á þörf ungs nútímafólks fyrir skjót- og auðfengna frægð, eru glæný. Þessum tveimur nýju lögum mætti einnig lýsa sem partílögum, hröðum og hressum, en slíkt er ekki upp á teninginn í öllum lögum plötunnar. „Ég þurfti markvisst að reyna að færa mig úr stuðgírnum og „frístæl“-textagerðinni í sumum lögunum. Það eru nokkur róleg lög á plötunni, til dæmis Feel Something og Close to Me, sem eru öðruvísi en ég hef áður gert. Þar tala ég um ástina á persónulegan hátt og þykir fyrir vikið mjög vænt um þessi lög. Partígírinn er mér eðlislægur og mér finnst auðvelt að koma mér í hann, en ég vildi hafa eitthvað fyrir alla á plötunni og freista þess að brjótast út úr þessum kassa sem rapparar eru alltaf settir í,“ útskýrir Ragna, en í textunum á CELLF er henni einnig tíðrætt um síðari hluta tíunda áratugarins, tímabilið þar sem hún byrjaði sjálf að rappa, Subterrenan hóf starfsemi og eins konar hipphopp-sprengja átti sér stað á Íslandi.Barnalegar deilur Í texta lagsins I Spit 90ies virðist Ragna horfa saknaðaraugum til þessa tíma, þegar hún var í raun eina stelpan í íslensku rappsenunni, smávaxin en risastór um leið, fylgin sér og staðráðin í frekari landvinningum. „Þetta var ótrúlega skemmtilegur og merkilegur tími,“ rifjar hún upp. „Það var hægt að sjá utan á fólki hvers konar tónlist það hlustaði á, sérstaklega á hipphoppurunum í sínum víðu buxum, skæru litum og stóru dúnúlpum. Stundum skammast ég mín pínulítið þegar ég sé myndir frá þessu tímabili, en þetta var gaman og þá var mikil sérstaða fólgin í því að vera rappari.“ Rapptónlistinni úti í heimi virðast stundum fylgja einhvers konar deilur manna á milli og í verstu tilvikunum slagsmál og klíkustríð. Ragna histir höfuðið þegar slíkt ber á góma varðandi sokkabandsár íslenska hipphoppsins. „Það voru aðallega fjölmiðlarnir sem bjuggu til deilur milli okkar og Quarashi, en sú sveit varð til á svipuðum tíma og við en var mun rokkaðri. Fjölmiðlarnir vildu stilla þessu upp eins og við værum að deila, „þið eruð bara R&B!“, og „Þið eruð bara rokkarar!“, og líklega tókum við þátt í því í einhverjum barnaskap, en þessar svokölluðu deilur ristu aldrei djúpt. Þetta var aðallega fyndið, en ég held að rapparar finnist þeir þurfa að láta líta út fyrir að þeir eigi í deilum við einhvern. Annars er ekkert stuð,“ segir Ragna og skellir upp úr.Beitir almennri skynsemi Eins og áður sagði fluttist Ragna til New York í nám eftir að Subterranean lagði upp laupana um aldamótin. Skyldi það ekki hafa verið upplifun fyrir einlægan aðdáanda rapptónlistar að vera skyndilega skyndilega staddur í hringiðunni í sjálfri fæðingarborg hipphoppsins? „Þetta var algjör draumur að því leytinu til að ég þurfti að velja úr hverja af hetjunum mínum ég vildi sjá á tónleikum þá og þá vikuna. Sem bláfátækur námsmaður með sífelldar áhyggjur af gengi krónunnar, sem sveiflaðist upp og niður, og skólagjöldunum neyddist ég auðvitað til að velja tómstundirnar vel, en ég fór til dæmis á sex tónleika með Erykuh Badu sem ég hef alltaf haldið mikið upp á,“ segir Ragna, sem bjó til að byrja með á Long Island, höfuðvígi rapp-frumkvöðlanna í Public Enemy, en færði sig svo yfir til Brooklyn, nánar tiltekið í Bedford–Stuyvesant hverfið sem meðal annars er sögusvið kvikmyndarinnar Do the Right Thing eftir Spike Lee. „Ég bjó á landamærum gettósins og efristéttarhverfisins og var því með sjoppuna sem var rænd á kvöldin vinstra megin og svo vel setta Cosby-liðið hægra megin,“ segir Ragna. „Það kom fyrir að ég heyrði um skotbardaga í hverfinu, en í þannig aðstæðum verður maður að beita almennri skynsemi og passa sig að vera ekki að þvælast á hættulegum stöðum eftir að skyggja tekur. Um helgar sá ég líka heilu fjölskyldurnar grilla saman og hafa það gott í görðunum og það kom mér í raun á óvart hversu mikið samfélag þetta er.“ Merkilegast við dvölina í New York þótti Rögnu þó hversu samgróin rapptónlistin er íbúum borgarinnar. „Einn daginn var að labba niður götu þegar ég heyrði lag með Notorious BIG spilað hátt út um glugga á bíl. Á móti mér kom kona labbandi sem söng með textanum í laginu, svo heyrði ég í manni fyrir aftan mig sem rappaði líka með og svo uppgötvaði ég skyndilega að allt fólkið í götunni kunni textann við lagið. Þetta var eins og ég væri stödd í súrrealísku myndbandi, en svona er bara kúltúrinn þarna.“Með svarta beltið í karate Eftir hljóðmannsnámið í Five Towns College á Long Island var Ragna lærlingur í hinu fræga Chung King-hljóðveri á Manhattan um skeið, en starfið reis ekki undir væntingum hennar nema síður sé. „Það besta við þessa vinnu var að á næturna, þegar enginn var að taka upp, fékk ég að laumast í græjurnar og prófa mig áfram með mitt eigið efni. Annars fékk ég í rauninni í mesta lagi að halupa á Eftir McDonald‘s-hamborgurum klukkan fjögur á næturna eða þrífa upptökutækin með eyrnapinna. Þetta var ekki sá skóli sem ég hafði ímyndað mér,“ rifjar Ragna upp og bætir við að launin fyrir byrjendur í þessum harðabransa í Bandaríkjunum séu nær engin. „Þeir borga ekki einu sinni fyrir neðanjarðarlestarmiðann þinn til að komast í vinnuna og er alveg sama þótt þú hættir því þeir geta alltaf fengið einhverja aðra í staðinn. Auðvitað var gaman að hitta margt af þessu liði sem tók upp þarna eins og til dæmis Foxy Brown, en allar reglur um vinnutíma fuku út í veður og vind og ég sá ekki fram á að geta lifað þetta af nema búa heima hjá foreldrum mínum, eins og er víst mjög algengt að fólk geri.“ Ragna sá því þann kost vænstan að flytja aftur til Íslands og býr nú í Vesturbænum í Reykjavík, þar sem hún ólst upp, ásamt manni sínum Ingvari Björnssyni, teymisstjóra á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, og Bjarna Emil, fjögurra ára gömlum syni þeirra. „Einu sinni sagðist ég aldrei ætla að flytja aftur í Vesturbæinn því ég er eins og gömul kelling og læt rokið þar fara alveg óskaplega í taugarnar á mér. En Ingvar er svo mikill Vesturbæingur að hann heimtaði að við flyttum þangað. Við fengum mjög góða íbúð þar svo ég er sátt,“ segir Ragna og viðurkennir að henni þyki þægilegt að vera nálægt miðbænum. „Ég hef nánast alltaf verið í miðbænum eða í kringum hann, fór til dæmis í Menntaskólann við Hamrahlíð og æfði karate með Þórshamri. Ég er með svarta beltið í karate, varð Íslandsmeistari í kata árið 2007, og tek enn rispur við og við og keppi á Íslandsmótum. Þetta er eins og að læra að hjóla og löngunin til að sýna öllum hinum hvernig á að gera þetta blossar alltaf upp öðru hvoru.“Fjarskyldir ættingjar á Filippseyjum Pabbi Rögnu er íslenskur en Mamma hennar frá Filippseyjum. Þau kynntust þegar þau voru saman í námi í Bandaríkjunum og fluttu saman til Íslands í kjölfarið. „Mamma féll alveg fyrir landinu og fannst það sérlega öruggur staður til að ala upp börn, enda vorum við krakkarnir í hverfinu hlaupandi um allt allan daginn og langt fram á kvöld þegar ég var lítil,“ segir Ragna, en móðir hennar var þá ein af örfáum Filippseyingum á landinu. „Þegar ég fæddist var pabbi í vinnunni og mamma talaði ekki stakt orð í íslensku en smá í ensku. Hjúkrunarkonan labbaði inn, haldandi á barni með kolsvart hár og dökkan hörundslit, og mamma hélt auðvitað að það væri ég og breiddi út faðminn. Þegar hjúkkan labbaði svo framhjá henni og rétti íslenskri konu barnið fékk mamma áfall og hugsaði með sér hvert hún væri eiginlega komin, að hún fengi ekki sitt eigið barn í hendurnar að lokinni fæðingu. Þá kom upp úr kafinu að konan sem fékk barnið átti mann frá Filippseyjum og þetta var svona svakaleg tilviljun að ég og þessi stelpa, sem er vinkona mín í dag, fæddumst nánast á sama tíma. Núna er hins vegar heilt samfélag af Filippseyingum á Íslandi,“ segir Ragna, en móðir hennar er ræðismaður Filippseyja hér á landi og þarf því oft að ráðleggja fólki sem hyggst sækja eyjarnar heim. „Íslendingar sem koma heim til hennar til að redda vegabréfsmálum og undirritunum byrja mjög oft að tala við hana á ensku, þótt hún hafi búið hér í rúma þrjá áratugi. Þegar hún svarar þeim á íslensku grípa þeir svo bara til íslenskunnar þegar þá vantar réttu orðin á ensku. Þetta er auðvitað stórfurðulegt en ég kenni fáfræði um, ekki hatri eða neinu slíku, og grunar að þetta sé algengara hjá eldri kynslóðinni en hinni yngri,“ segir Ragna og bætir við að sjálf hafi hún ekki mætt neinum fordómum að ráði vegna hörundslitarins. Hamfarirnar hræðilegu á Filippseyjum nýverið hafa skotið heimsbyggðinni skelk í bringu, en Ragna á einungis afar fjarskylda ættingja í landinu sem fjölskyldan hefur lítið sem ekkert reglulegt samband við. „Amma og afi sem áttu heima þar eru látin og systkini mömmu, sem eru átta talsins, fluttu öll ung til Bandaríkjanna. Samt er sjokkarandi að fylgjast með fréttum frá hamförunum og filippeyska samfélagið á Íslandi gerir sitt besta til að hjálpa til og senda peninga og birgðir út.“Kvenfyrirlitningin víða Rapptónlistarheimurinn hefur nánast frá upphafi verið gagnrýndur fyrir að vera karllægur úr hófi fram og kvenfyrirlitningu í textum. Hvernig kemur ung kona sér fyrir í slíkum heimi? „Bara með velgengni sem alvöru listamaður, ekki endilega umdeildur en alvöru. Það held ég að sé eina svarið. Annars held ég að kvenfyrirlitningin sé alls ekki bundin við rappið heldur sé hún víða ríkjandi í tónlistarheiminum þótt rappið hafi fengið hörðustu gagnrýnina. Við þá sem vilja standa í slíku segi ég bara verði þér að góðu ef þú ert ekki þroskaðri en þetta. Ég geri mitt og þú gerir þitt.“ Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Sjá meira
Þetta eru orðin ansi mörg ár sem ég hef verið á leiðinni með þessa plötu. Ég hef í raun unnið örlítið í henni á hverju ári en ekki „trukkað“ henni í gegn fyrr en núna. Í byrjun árs fékk ég styrk frá Menningarsjóði Hlaðvarpans og Menningarmálaráðuneytinu gegn því að platan kæmi út á ákveðnum tíma og síðan þá hef ég nýtt hverja sekúndu í að vinna í henni. Það er auðvitað heilmikil vinna að vera í fullri vinnu og með fjölskyldu að gera sólóplötu, en þetta er líka rosalega gaman. Annars væri ég nú ekki að þessu,“ segir Ragna Kjartansdóttir sem er ef til vill betur þekkt undir listamannsnafninu Cell 7. Ragna er einn af stofnmeðlimum hipphopp-sveitarinnar Subterranean sem sendi frá sér eina af fyrstu íslensku rappplötunum, Central Magnetizm, árið 1997, en sendir nú frá sér sína fyrstu sólóplötu sem heitir CELLF.Vorkenndi upptökustjóranum Ragna starfar sem hljóðmaður í Stúdíó Sýlandi og rekur meðal annars ástæðuna fyrir biðinni löngu eftir sólóplötu til námsins í þeim fræðum, en hún nam til hljóðmanns í New York, fæðingarborg hipphopp-tónlistarinnar. „Eftir að Subterranean lagði upp laupana rétt fyrir aldamótin flutti ég til New York til að mennta mig og var þar í fjögur ár. Þegar ég kom aftur til Íslands þurfti ég strax að einbeita mér að ferlinum sem hljóðmaður. Svo stofnaði ég til fjölskyldu og þar fram eftir götunum, en uppgötvaði svo eftir nokkur ár að ég var orðin svo upptekin af hversdagsleikanum að mig var farið að þyrsta í svala sköpunarþörfinni. Maður getur alltaf unnið, ef maður er heppinn, en ég var búin að vera með plötuna í maganum svo lengi og hún var byrjuð að kalla ansi hátt til mín,“ segir Ragna og bætir við að vissulega geti verið erfitt fyrir skapandi einstaklinga sem hafa eitthvað fram að færa í forgrunni að starfa lengi bak við tjöldin, eða bak við upptökuborðið í hennar tilfelli. „Ég hef aðeins verið að taka upp tónlist en hjá Latabæ, þar sem ég vann í mörg ár, vann ég aðallega við hljóðbrellur og svo með fréttateyminu hjá Ríkisútvarpinu. Í Sýrlandi sé ég mikið til um hljóðupptökur á barnaefni og starfið er mjög fjölbreytt og skemmtilegt.“ Atvinnan getur líka skapað ákveðin vandamál, eins og Ragna komst að þegar hún hóf vinnu við lokahnykk plötunnar ásamt upptökustjóranum Gnúsa Yones, en þau störfuðu einmitt saman í Subterranean forðum daga. Ragna lýsir samstarfi þeirra sem afar góðu og náttúrulegu, en viðurkennir að hún hafi á köflum kennt í brjósti um hann við gerð plötunnar. „Gnúsi var ekki bara að fá rappara heldur líka hljóðmann og afskiptasama manneskju sem vill helst hafa puttana í öllu,“ segir hún og hlær. „Sem betur fer gerði ég mér fljótlega grein fyrir því að ég þurfti að færa mig yfir í baksætið þegar það kom að upptökustjórninni. Ef maður ætlar að gera eitthvað vel þarf maður að einbeita sér algjörlega að því og ég vildi vera hundrað prósent rappari á þessari plötu“. Upptökustjórn flestra laga plötunnar er í höndum Gnúsa Yones sem hefur á síðustu árum snúið sér í ríkara mæli að reggítónlist, meðal annars með sveitinni Amaba Dama, en Ragna segir ekki hafa verið erfitt að draga upp úr honum gömlu rapptaktana.Gnúsi og Ragna starfa náið saman, en aðrir sem koma að mikið að plötunni eru upptökustjórinn Introbeats úr Forgotten Lores, Andri Ólafsson, bassaleikari Moses Hightower og söngkonurnar Sunna Ingólfsdóttir, Drífa Sigurðardóttir og Lori Wieper, en þeirri síðastnefndu kynntist Ragna í náminu úti í Bandaríkjunum.Partígírinn eðlislægur Á CELLF kennir ýmissa grasa, enda leggur Ragna mikla áherslu á að hún hafi ólm viljað gera fjölbreytta plötu sem nær til margra, óháð því hvort sérstakur smekkur fyrir rapptónlist er fyrir hendi hjá hlustendum eður ei. Ragna hafði þegar lagt grunninn að þorra laganna þegar hún hóf lokakeyrsluna í byrjun árs en tvö þeirra, upphafslagið Gal Pon Di Scene og I Endorse, sem skartar indversk-ættuðu „sampli“ og texta sem deilir á þörf ungs nútímafólks fyrir skjót- og auðfengna frægð, eru glæný. Þessum tveimur nýju lögum mætti einnig lýsa sem partílögum, hröðum og hressum, en slíkt er ekki upp á teninginn í öllum lögum plötunnar. „Ég þurfti markvisst að reyna að færa mig úr stuðgírnum og „frístæl“-textagerðinni í sumum lögunum. Það eru nokkur róleg lög á plötunni, til dæmis Feel Something og Close to Me, sem eru öðruvísi en ég hef áður gert. Þar tala ég um ástina á persónulegan hátt og þykir fyrir vikið mjög vænt um þessi lög. Partígírinn er mér eðlislægur og mér finnst auðvelt að koma mér í hann, en ég vildi hafa eitthvað fyrir alla á plötunni og freista þess að brjótast út úr þessum kassa sem rapparar eru alltaf settir í,“ útskýrir Ragna, en í textunum á CELLF er henni einnig tíðrætt um síðari hluta tíunda áratugarins, tímabilið þar sem hún byrjaði sjálf að rappa, Subterrenan hóf starfsemi og eins konar hipphopp-sprengja átti sér stað á Íslandi.Barnalegar deilur Í texta lagsins I Spit 90ies virðist Ragna horfa saknaðaraugum til þessa tíma, þegar hún var í raun eina stelpan í íslensku rappsenunni, smávaxin en risastór um leið, fylgin sér og staðráðin í frekari landvinningum. „Þetta var ótrúlega skemmtilegur og merkilegur tími,“ rifjar hún upp. „Það var hægt að sjá utan á fólki hvers konar tónlist það hlustaði á, sérstaklega á hipphoppurunum í sínum víðu buxum, skæru litum og stóru dúnúlpum. Stundum skammast ég mín pínulítið þegar ég sé myndir frá þessu tímabili, en þetta var gaman og þá var mikil sérstaða fólgin í því að vera rappari.“ Rapptónlistinni úti í heimi virðast stundum fylgja einhvers konar deilur manna á milli og í verstu tilvikunum slagsmál og klíkustríð. Ragna histir höfuðið þegar slíkt ber á góma varðandi sokkabandsár íslenska hipphoppsins. „Það voru aðallega fjölmiðlarnir sem bjuggu til deilur milli okkar og Quarashi, en sú sveit varð til á svipuðum tíma og við en var mun rokkaðri. Fjölmiðlarnir vildu stilla þessu upp eins og við værum að deila, „þið eruð bara R&B!“, og „Þið eruð bara rokkarar!“, og líklega tókum við þátt í því í einhverjum barnaskap, en þessar svokölluðu deilur ristu aldrei djúpt. Þetta var aðallega fyndið, en ég held að rapparar finnist þeir þurfa að láta líta út fyrir að þeir eigi í deilum við einhvern. Annars er ekkert stuð,“ segir Ragna og skellir upp úr.Beitir almennri skynsemi Eins og áður sagði fluttist Ragna til New York í nám eftir að Subterranean lagði upp laupana um aldamótin. Skyldi það ekki hafa verið upplifun fyrir einlægan aðdáanda rapptónlistar að vera skyndilega skyndilega staddur í hringiðunni í sjálfri fæðingarborg hipphoppsins? „Þetta var algjör draumur að því leytinu til að ég þurfti að velja úr hverja af hetjunum mínum ég vildi sjá á tónleikum þá og þá vikuna. Sem bláfátækur námsmaður með sífelldar áhyggjur af gengi krónunnar, sem sveiflaðist upp og niður, og skólagjöldunum neyddist ég auðvitað til að velja tómstundirnar vel, en ég fór til dæmis á sex tónleika með Erykuh Badu sem ég hef alltaf haldið mikið upp á,“ segir Ragna, sem bjó til að byrja með á Long Island, höfuðvígi rapp-frumkvöðlanna í Public Enemy, en færði sig svo yfir til Brooklyn, nánar tiltekið í Bedford–Stuyvesant hverfið sem meðal annars er sögusvið kvikmyndarinnar Do the Right Thing eftir Spike Lee. „Ég bjó á landamærum gettósins og efristéttarhverfisins og var því með sjoppuna sem var rænd á kvöldin vinstra megin og svo vel setta Cosby-liðið hægra megin,“ segir Ragna. „Það kom fyrir að ég heyrði um skotbardaga í hverfinu, en í þannig aðstæðum verður maður að beita almennri skynsemi og passa sig að vera ekki að þvælast á hættulegum stöðum eftir að skyggja tekur. Um helgar sá ég líka heilu fjölskyldurnar grilla saman og hafa það gott í görðunum og það kom mér í raun á óvart hversu mikið samfélag þetta er.“ Merkilegast við dvölina í New York þótti Rögnu þó hversu samgróin rapptónlistin er íbúum borgarinnar. „Einn daginn var að labba niður götu þegar ég heyrði lag með Notorious BIG spilað hátt út um glugga á bíl. Á móti mér kom kona labbandi sem söng með textanum í laginu, svo heyrði ég í manni fyrir aftan mig sem rappaði líka með og svo uppgötvaði ég skyndilega að allt fólkið í götunni kunni textann við lagið. Þetta var eins og ég væri stödd í súrrealísku myndbandi, en svona er bara kúltúrinn þarna.“Með svarta beltið í karate Eftir hljóðmannsnámið í Five Towns College á Long Island var Ragna lærlingur í hinu fræga Chung King-hljóðveri á Manhattan um skeið, en starfið reis ekki undir væntingum hennar nema síður sé. „Það besta við þessa vinnu var að á næturna, þegar enginn var að taka upp, fékk ég að laumast í græjurnar og prófa mig áfram með mitt eigið efni. Annars fékk ég í rauninni í mesta lagi að halupa á Eftir McDonald‘s-hamborgurum klukkan fjögur á næturna eða þrífa upptökutækin með eyrnapinna. Þetta var ekki sá skóli sem ég hafði ímyndað mér,“ rifjar Ragna upp og bætir við að launin fyrir byrjendur í þessum harðabransa í Bandaríkjunum séu nær engin. „Þeir borga ekki einu sinni fyrir neðanjarðarlestarmiðann þinn til að komast í vinnuna og er alveg sama þótt þú hættir því þeir geta alltaf fengið einhverja aðra í staðinn. Auðvitað var gaman að hitta margt af þessu liði sem tók upp þarna eins og til dæmis Foxy Brown, en allar reglur um vinnutíma fuku út í veður og vind og ég sá ekki fram á að geta lifað þetta af nema búa heima hjá foreldrum mínum, eins og er víst mjög algengt að fólk geri.“ Ragna sá því þann kost vænstan að flytja aftur til Íslands og býr nú í Vesturbænum í Reykjavík, þar sem hún ólst upp, ásamt manni sínum Ingvari Björnssyni, teymisstjóra á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, og Bjarna Emil, fjögurra ára gömlum syni þeirra. „Einu sinni sagðist ég aldrei ætla að flytja aftur í Vesturbæinn því ég er eins og gömul kelling og læt rokið þar fara alveg óskaplega í taugarnar á mér. En Ingvar er svo mikill Vesturbæingur að hann heimtaði að við flyttum þangað. Við fengum mjög góða íbúð þar svo ég er sátt,“ segir Ragna og viðurkennir að henni þyki þægilegt að vera nálægt miðbænum. „Ég hef nánast alltaf verið í miðbænum eða í kringum hann, fór til dæmis í Menntaskólann við Hamrahlíð og æfði karate með Þórshamri. Ég er með svarta beltið í karate, varð Íslandsmeistari í kata árið 2007, og tek enn rispur við og við og keppi á Íslandsmótum. Þetta er eins og að læra að hjóla og löngunin til að sýna öllum hinum hvernig á að gera þetta blossar alltaf upp öðru hvoru.“Fjarskyldir ættingjar á Filippseyjum Pabbi Rögnu er íslenskur en Mamma hennar frá Filippseyjum. Þau kynntust þegar þau voru saman í námi í Bandaríkjunum og fluttu saman til Íslands í kjölfarið. „Mamma féll alveg fyrir landinu og fannst það sérlega öruggur staður til að ala upp börn, enda vorum við krakkarnir í hverfinu hlaupandi um allt allan daginn og langt fram á kvöld þegar ég var lítil,“ segir Ragna, en móðir hennar var þá ein af örfáum Filippseyingum á landinu. „Þegar ég fæddist var pabbi í vinnunni og mamma talaði ekki stakt orð í íslensku en smá í ensku. Hjúkrunarkonan labbaði inn, haldandi á barni með kolsvart hár og dökkan hörundslit, og mamma hélt auðvitað að það væri ég og breiddi út faðminn. Þegar hjúkkan labbaði svo framhjá henni og rétti íslenskri konu barnið fékk mamma áfall og hugsaði með sér hvert hún væri eiginlega komin, að hún fengi ekki sitt eigið barn í hendurnar að lokinni fæðingu. Þá kom upp úr kafinu að konan sem fékk barnið átti mann frá Filippseyjum og þetta var svona svakaleg tilviljun að ég og þessi stelpa, sem er vinkona mín í dag, fæddumst nánast á sama tíma. Núna er hins vegar heilt samfélag af Filippseyingum á Íslandi,“ segir Ragna, en móðir hennar er ræðismaður Filippseyja hér á landi og þarf því oft að ráðleggja fólki sem hyggst sækja eyjarnar heim. „Íslendingar sem koma heim til hennar til að redda vegabréfsmálum og undirritunum byrja mjög oft að tala við hana á ensku, þótt hún hafi búið hér í rúma þrjá áratugi. Þegar hún svarar þeim á íslensku grípa þeir svo bara til íslenskunnar þegar þá vantar réttu orðin á ensku. Þetta er auðvitað stórfurðulegt en ég kenni fáfræði um, ekki hatri eða neinu slíku, og grunar að þetta sé algengara hjá eldri kynslóðinni en hinni yngri,“ segir Ragna og bætir við að sjálf hafi hún ekki mætt neinum fordómum að ráði vegna hörundslitarins. Hamfarirnar hræðilegu á Filippseyjum nýverið hafa skotið heimsbyggðinni skelk í bringu, en Ragna á einungis afar fjarskylda ættingja í landinu sem fjölskyldan hefur lítið sem ekkert reglulegt samband við. „Amma og afi sem áttu heima þar eru látin og systkini mömmu, sem eru átta talsins, fluttu öll ung til Bandaríkjanna. Samt er sjokkarandi að fylgjast með fréttum frá hamförunum og filippeyska samfélagið á Íslandi gerir sitt besta til að hjálpa til og senda peninga og birgðir út.“Kvenfyrirlitningin víða Rapptónlistarheimurinn hefur nánast frá upphafi verið gagnrýndur fyrir að vera karllægur úr hófi fram og kvenfyrirlitningu í textum. Hvernig kemur ung kona sér fyrir í slíkum heimi? „Bara með velgengni sem alvöru listamaður, ekki endilega umdeildur en alvöru. Það held ég að sé eina svarið. Annars held ég að kvenfyrirlitningin sé alls ekki bundin við rappið heldur sé hún víða ríkjandi í tónlistarheiminum þótt rappið hafi fengið hörðustu gagnrýnina. Við þá sem vilja standa í slíku segi ég bara verði þér að góðu ef þú ert ekki þroskaðri en þetta. Ég geri mitt og þú gerir þitt.“
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Sjá meira