Mistökin eru af hinu góða Kjartan Guðmundsson skrifar 19. október 2013 10:00 Hildur Berglind Arndal segist sakna stundanna í sturtu með stelpun–um í bekknum í leiklistardeild LHÍ einna mest úr skólanum. "Við fórum saman í sturtu á hverjum degi, stundum tvisvar á dag, og hlógum, grét–um og grínuðumst. Þetta var yndislegur tími,“ rifjar hún upp. Fréttablaðið/Arnþór Það kom í raun til af nauðsyn að ég flutti í miðbæinn, því strætókerfið býður ekki upp á að búa svona langt frá skóla og vinnu. Ég var orðin eins og „bag lady“ og farin að gista allt of oft hjá vinum mínum með dót í plastpoka,“ segir leikkonan Hildur Berglind Arndal þegar hún sest niður með blaðamanni á kaffihúsi skammt frá heimili hennar í Þingholtunum. Hildur Berglind er uppalin í Hafnarfirði og flutti í bæinn þegar hún var á öðru ári við leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Þaðan útskrifaðist hún síðastliðið vor og var í kjölfarið ráðin til eins árs við Borgarleikhúsið. Frumsýning á fyrsta verkinu hennar í leikhúsinu stóra, Hús Bernhörðu Alba, var í gær og eftir áramót bíður ekki smærri rulla en sjálf Ófelía í Hamlet Shakespeares. Það er því skammt stórra högga á milli hjá leikkonunni ungu, sem segist kunna vel við sig sem miðbæjarrotta. „Ég hugsa að ég sé komin hingað til að vera, úr því sem komið er. 101 Reykjavík er dálítið eins og sjávarþorp sem maður fer ekki mikið út fyrir. Svo hittir maður líka mikið sama fólkið á kaffihúsunum, sem þjóna hlutverki róluvalla fyrir fullorðna fólkið. En ég skrepp samt mjög reglulega til foreldra minna í Hafnarfirðinum. Það er svo þægilegt og svo eiga þau líka svo gott baðkar. Þar fæ ég lúxusmeðferð,“ segir Hildur Berglind.Harmonikka frekar en franska Leiklistarfræjunum var sáð á téðum æskuslóðum Hildar Berglindar utan Reykjavíkur, nánar tiltekið í Fjölbraut í Garðabæ (FG) þar sem hún segist hafa manað sjálfa sig upp í að fara í áheyrnarprufu fyrir söngleik sem var settur upp í skólanum. „Ég vildi sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti sungið fyrir framan fólk en mér þótti tilhugsunin hræðileg og þurfti að gera þetta skref fyrir skref,“ rifjar leikkonan upp. Ég var frekar feimin og get verið enn. En í þessum þremur söngleikjum sem ég tók þátt í í FG upplifði ég frelsi til að skoða og skynja lífið, hafa gaman, tengjast fólki á nýjan hátt, vera asnaleg og bara að vera alls konar. Þetta varð bara sífellt skemmtilegra eftir því sem á leið.“ Eftir útskrift úr FGvar Hildur Berglind þó ekki staðráðin í að reyna sig við inngöngu í leiklistardeild Listaháskólans. Þess í stað hóf hún nám í heimspeki og kynjafræði við Háskóla Íslands, enda segist hún lengi hafa haft áhuga á heimspeki, sálfræði og fleiri tengdum hlutum. Eftir ár í Háskólanum hélt Hildur Berglind svo á suðlægari slóðir, til Frakklands þar sem ætlunin var að að nema hið svokallaða tungumál ástarinnar. „Sú dvöl fór þó öðruvísi en ætlað var því ég slysaðist í teboð í Cannes, þar sem ég hitti harmonikkusnilling, 25 ára stelpu sem hafði spilað á harmonikku í 20 ár, sem bauðst til að kenna mér á hljóðfærið,“ segir Hildur Berglind. „Það hafði alltaf verið draumur hjá mér að læra á harmonikku og ég og vinkona mín vorum vanar að labba um með skólatöskurnar á maganum þegar við vorum litlar og þykjast spila Síldarvalsinn á harmonikku. Svo fékk ég eina slíka í stúdentsgjöf frá foreldrum mínum og hafði með til Frakklands og allt endaði þetta með því að ég hætti í frönskunáminu og einbeitti mér að hljóðfærinu í staðinn. Ég lærði þó frönsku með því að vinna á skrifstofu tungumálaskólans fyrir gistingu, sem var jafnvel betri aðferð.“Tengdi leiklistina við rokkið Spurð um helstu áhugamál sín fyrir utan leiklistina nefnir Hildur Berglind fyrst fjallgöngur. Hún segist útivistarsinnuð, finnst gott að slaka á og hlaða batteríin með slíkum göngum og er Helgafell í nágrenni Hafnarfjarðar í sérstöku uppáhaldi hjá leikkonunni ungu. Tónlistin skipar einnig stóran sess í lífi Hildar Berglindar, enda hóf hún píanónám níu ára gömul og hætti því ekki fyrr en hún byrjaði í LHÍ haustið 2010, þá komin á framhaldsstig. Í sumar sem leið starfaði hún við rokksumarbúðirnar Stelpur rokka sem Tónlistarþróunarmiðstöð hefur staðið fyrir síðustu ár. Þar var hún eins konar hljómsveitarstýra fyrir stelpur á aldrinum tólf til sextán ára og segir starfið með því skemmtilegra sem á daga hennar hefur drifið. „Þetta var alveg magnað og ég vonast til að geta unnið við rokksumarbúðirnar aftur næsta sumar. Ég fann fljótlega að ég gat tengt leiklistina inn í rokkið, miðlað ýmsum hlutum og verið stelpunum innan handar sem var mjög ánægjulegt. Á þessum aldri eru stelpur stundum of hikandi og því er mikilvægt að þær læri að berjast fyrir sínu. Þær þurfa að vera óhræddar við að gera mistök og það er frábært fyrir þær að geta átt í svona tónlistarlegu samtali.“Gekk illa í inntökuprófinu Inntökuprófið í leiklistardeild LHÍ vorið 2010 gekk fremur brösuglega hjá Hildi Berglindi að eigin sögn. „Ég átti að fara með tvær einræður en eftir fyrstu fjórar línurnar datt ég hreinlega út og steingleymdi afganginum af textanum. Ég stoppaði og útskýrði fyrir dómurunum að ég ætlaði að byrja upp á nýtt, en þá hvarf allur textinn úr höfðinu á mér. Það var eins og einhver álög væru á mér en ég hélt samt ró minni, flutti hina einræðuna, kláraði inntökuprófið og komst að lokum inn í skólann. Þarna lærði ég að mistök geta hæglega verið af hinu góða og reyndar var okkur líka kennt það í skólanum. Að nýta mistökin en fara ekki á taugum og láta þau stöðva sig,“ rifjar hún upp. Ári áður en hún þreytti inntökuprófið í LHÍ hafði Hildur Berglind sótt um hlutverk í kvikmyndinni Gauragangur í leikstjórn Gunnars B, Guðmundssonar. Skömmu eftir prófið frétti hún svo að hún hefði hreppt hlutverk Lindu, kærustu aðalpersónunnar Orms, eina viðamestu rulluna í myndinni. „Það var mikil lukka að næla í þetta hlutverk, að ég tali nú ekki um á þessum aldri, því það eru ekki svo margar kvikmyndir framleiddar á Íslandi,“ segir Hildur Berglind, en í Gauragangi brá henni meðal annars fyrir í nektarsenu. „Sú sena var reyndar ekki beint á dagskránni, eða öllu heldur hafði verið ákveðið að vinna með atriðið þannig að engin nekt sæist beinlínis í myndinni. En svo rétt glitti í túttur sem breytir svo sem engu til eða frá. Nekt er ekki tabú fyrir mér en það fer eftir samhenginu hvort birting hennar eigi við. Hún ætti ekki að vera notuð sem söluvara, eins og alltof oft er gert, til dæmis í tónlistarmyndböndum.“ Fyrst minnst er á nekt stenst blaðamaður ekki mátið að spyrja leikkonuna út í aldna flökkusögu varðandi leiklistarnámið, hvort tíðkist að þar fari nemendur af báðum kynjum saman í sturtu „Lengi vel var það þannig að allir fóru saman í sturtu vegna þess að það var enginn veggur milli sturtuklefanna en núna er sá veggur kominn. Líklega eru stundirnar í sturtunni með stelpunum það sem ég sakna mest úr skólanum. Við fórum saman í sturtu á hverjum degi og hlógum, grétum og grínuðumst. Þetta var yndislegur tími,“ segir Hildur Berglind og bætir við að á meðal nemendanna hafi myndast sterk bönd. „Það var komin innistæða í einkahúmorsbankann þegar náminu lauk. Einn brandari, sem Arnmundur Ernst bekkjarbróðir minn átti upphafið að, var sérlega lífsseigur en hann gekk út á að hníga niður örmagna þegar maður prumpaði. Oft þarf ekki meira til en að segja eitthvað eitt orð og þá liggja allir í kasti.“Gömul og úrsérgengin gildi Í gærkvöldi var frumsýning á verkinu Hús Bernhörðu Alba eftir García Lorca í Gamla Bíói, en Hildur Berglind skrifaði undir eins árs ráðningarsamning við Borgarleikhúsið strax í kjölfar útskriftarinnar úr LHÍ og er þetta fyrsta verk hennar í leikhúsinu. Í verkinu leikur Hildur Berglind yngstu dóttur ekkjunnar Bernhörðu Alba, persónu sem leikkonan lýsir sem sterkri og áræðinni en þó viðkvæmri sem berst af öllum lífs og sálar kröftum fyrir frelsinu. Alls koma um sjötíu konur að sýningunni en í hlutverki Bernhörðu Öldu, heimilisharðstjórans sem heldur dætrum sínum fimm föngnum í húsi sínu, er Þröstur Leó Gunnarsson. „Leikstjórinn Kristín Jóhannesdóttir vildi sýna fram á að feðraveldinu er ekki eingöngu stjórnað af körlum, að gömlum og úrsérgengnum gildum er viðhaldið jafnt af konum sem körlum. Kristín tekur súrrealíska nálgun á verkið og því átti þetta hlutverkaval líka vel við. Ég myndi lýsa þessari sýningu sem mjög ögrandi, enda fór hún illa í Franco-stjórnina á Spáni og Lorca var skotinn í hausinn nokkrum vikum eftir frumsýningu hennar,“ segir Hildur Berglind sem verður 24 ára gömul á mánudag og hyggst þá fagna með meðleikurum sínum. Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Það kom í raun til af nauðsyn að ég flutti í miðbæinn, því strætókerfið býður ekki upp á að búa svona langt frá skóla og vinnu. Ég var orðin eins og „bag lady“ og farin að gista allt of oft hjá vinum mínum með dót í plastpoka,“ segir leikkonan Hildur Berglind Arndal þegar hún sest niður með blaðamanni á kaffihúsi skammt frá heimili hennar í Þingholtunum. Hildur Berglind er uppalin í Hafnarfirði og flutti í bæinn þegar hún var á öðru ári við leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Þaðan útskrifaðist hún síðastliðið vor og var í kjölfarið ráðin til eins árs við Borgarleikhúsið. Frumsýning á fyrsta verkinu hennar í leikhúsinu stóra, Hús Bernhörðu Alba, var í gær og eftir áramót bíður ekki smærri rulla en sjálf Ófelía í Hamlet Shakespeares. Það er því skammt stórra högga á milli hjá leikkonunni ungu, sem segist kunna vel við sig sem miðbæjarrotta. „Ég hugsa að ég sé komin hingað til að vera, úr því sem komið er. 101 Reykjavík er dálítið eins og sjávarþorp sem maður fer ekki mikið út fyrir. Svo hittir maður líka mikið sama fólkið á kaffihúsunum, sem þjóna hlutverki róluvalla fyrir fullorðna fólkið. En ég skrepp samt mjög reglulega til foreldra minna í Hafnarfirðinum. Það er svo þægilegt og svo eiga þau líka svo gott baðkar. Þar fæ ég lúxusmeðferð,“ segir Hildur Berglind.Harmonikka frekar en franska Leiklistarfræjunum var sáð á téðum æskuslóðum Hildar Berglindar utan Reykjavíkur, nánar tiltekið í Fjölbraut í Garðabæ (FG) þar sem hún segist hafa manað sjálfa sig upp í að fara í áheyrnarprufu fyrir söngleik sem var settur upp í skólanum. „Ég vildi sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti sungið fyrir framan fólk en mér þótti tilhugsunin hræðileg og þurfti að gera þetta skref fyrir skref,“ rifjar leikkonan upp. Ég var frekar feimin og get verið enn. En í þessum þremur söngleikjum sem ég tók þátt í í FG upplifði ég frelsi til að skoða og skynja lífið, hafa gaman, tengjast fólki á nýjan hátt, vera asnaleg og bara að vera alls konar. Þetta varð bara sífellt skemmtilegra eftir því sem á leið.“ Eftir útskrift úr FGvar Hildur Berglind þó ekki staðráðin í að reyna sig við inngöngu í leiklistardeild Listaháskólans. Þess í stað hóf hún nám í heimspeki og kynjafræði við Háskóla Íslands, enda segist hún lengi hafa haft áhuga á heimspeki, sálfræði og fleiri tengdum hlutum. Eftir ár í Háskólanum hélt Hildur Berglind svo á suðlægari slóðir, til Frakklands þar sem ætlunin var að að nema hið svokallaða tungumál ástarinnar. „Sú dvöl fór þó öðruvísi en ætlað var því ég slysaðist í teboð í Cannes, þar sem ég hitti harmonikkusnilling, 25 ára stelpu sem hafði spilað á harmonikku í 20 ár, sem bauðst til að kenna mér á hljóðfærið,“ segir Hildur Berglind. „Það hafði alltaf verið draumur hjá mér að læra á harmonikku og ég og vinkona mín vorum vanar að labba um með skólatöskurnar á maganum þegar við vorum litlar og þykjast spila Síldarvalsinn á harmonikku. Svo fékk ég eina slíka í stúdentsgjöf frá foreldrum mínum og hafði með til Frakklands og allt endaði þetta með því að ég hætti í frönskunáminu og einbeitti mér að hljóðfærinu í staðinn. Ég lærði þó frönsku með því að vinna á skrifstofu tungumálaskólans fyrir gistingu, sem var jafnvel betri aðferð.“Tengdi leiklistina við rokkið Spurð um helstu áhugamál sín fyrir utan leiklistina nefnir Hildur Berglind fyrst fjallgöngur. Hún segist útivistarsinnuð, finnst gott að slaka á og hlaða batteríin með slíkum göngum og er Helgafell í nágrenni Hafnarfjarðar í sérstöku uppáhaldi hjá leikkonunni ungu. Tónlistin skipar einnig stóran sess í lífi Hildar Berglindar, enda hóf hún píanónám níu ára gömul og hætti því ekki fyrr en hún byrjaði í LHÍ haustið 2010, þá komin á framhaldsstig. Í sumar sem leið starfaði hún við rokksumarbúðirnar Stelpur rokka sem Tónlistarþróunarmiðstöð hefur staðið fyrir síðustu ár. Þar var hún eins konar hljómsveitarstýra fyrir stelpur á aldrinum tólf til sextán ára og segir starfið með því skemmtilegra sem á daga hennar hefur drifið. „Þetta var alveg magnað og ég vonast til að geta unnið við rokksumarbúðirnar aftur næsta sumar. Ég fann fljótlega að ég gat tengt leiklistina inn í rokkið, miðlað ýmsum hlutum og verið stelpunum innan handar sem var mjög ánægjulegt. Á þessum aldri eru stelpur stundum of hikandi og því er mikilvægt að þær læri að berjast fyrir sínu. Þær þurfa að vera óhræddar við að gera mistök og það er frábært fyrir þær að geta átt í svona tónlistarlegu samtali.“Gekk illa í inntökuprófinu Inntökuprófið í leiklistardeild LHÍ vorið 2010 gekk fremur brösuglega hjá Hildi Berglindi að eigin sögn. „Ég átti að fara með tvær einræður en eftir fyrstu fjórar línurnar datt ég hreinlega út og steingleymdi afganginum af textanum. Ég stoppaði og útskýrði fyrir dómurunum að ég ætlaði að byrja upp á nýtt, en þá hvarf allur textinn úr höfðinu á mér. Það var eins og einhver álög væru á mér en ég hélt samt ró minni, flutti hina einræðuna, kláraði inntökuprófið og komst að lokum inn í skólann. Þarna lærði ég að mistök geta hæglega verið af hinu góða og reyndar var okkur líka kennt það í skólanum. Að nýta mistökin en fara ekki á taugum og láta þau stöðva sig,“ rifjar hún upp. Ári áður en hún þreytti inntökuprófið í LHÍ hafði Hildur Berglind sótt um hlutverk í kvikmyndinni Gauragangur í leikstjórn Gunnars B, Guðmundssonar. Skömmu eftir prófið frétti hún svo að hún hefði hreppt hlutverk Lindu, kærustu aðalpersónunnar Orms, eina viðamestu rulluna í myndinni. „Það var mikil lukka að næla í þetta hlutverk, að ég tali nú ekki um á þessum aldri, því það eru ekki svo margar kvikmyndir framleiddar á Íslandi,“ segir Hildur Berglind, en í Gauragangi brá henni meðal annars fyrir í nektarsenu. „Sú sena var reyndar ekki beint á dagskránni, eða öllu heldur hafði verið ákveðið að vinna með atriðið þannig að engin nekt sæist beinlínis í myndinni. En svo rétt glitti í túttur sem breytir svo sem engu til eða frá. Nekt er ekki tabú fyrir mér en það fer eftir samhenginu hvort birting hennar eigi við. Hún ætti ekki að vera notuð sem söluvara, eins og alltof oft er gert, til dæmis í tónlistarmyndböndum.“ Fyrst minnst er á nekt stenst blaðamaður ekki mátið að spyrja leikkonuna út í aldna flökkusögu varðandi leiklistarnámið, hvort tíðkist að þar fari nemendur af báðum kynjum saman í sturtu „Lengi vel var það þannig að allir fóru saman í sturtu vegna þess að það var enginn veggur milli sturtuklefanna en núna er sá veggur kominn. Líklega eru stundirnar í sturtunni með stelpunum það sem ég sakna mest úr skólanum. Við fórum saman í sturtu á hverjum degi og hlógum, grétum og grínuðumst. Þetta var yndislegur tími,“ segir Hildur Berglind og bætir við að á meðal nemendanna hafi myndast sterk bönd. „Það var komin innistæða í einkahúmorsbankann þegar náminu lauk. Einn brandari, sem Arnmundur Ernst bekkjarbróðir minn átti upphafið að, var sérlega lífsseigur en hann gekk út á að hníga niður örmagna þegar maður prumpaði. Oft þarf ekki meira til en að segja eitthvað eitt orð og þá liggja allir í kasti.“Gömul og úrsérgengin gildi Í gærkvöldi var frumsýning á verkinu Hús Bernhörðu Alba eftir García Lorca í Gamla Bíói, en Hildur Berglind skrifaði undir eins árs ráðningarsamning við Borgarleikhúsið strax í kjölfar útskriftarinnar úr LHÍ og er þetta fyrsta verk hennar í leikhúsinu. Í verkinu leikur Hildur Berglind yngstu dóttur ekkjunnar Bernhörðu Alba, persónu sem leikkonan lýsir sem sterkri og áræðinni en þó viðkvæmri sem berst af öllum lífs og sálar kröftum fyrir frelsinu. Alls koma um sjötíu konur að sýningunni en í hlutverki Bernhörðu Öldu, heimilisharðstjórans sem heldur dætrum sínum fimm föngnum í húsi sínu, er Þröstur Leó Gunnarsson. „Leikstjórinn Kristín Jóhannesdóttir vildi sýna fram á að feðraveldinu er ekki eingöngu stjórnað af körlum, að gömlum og úrsérgengnum gildum er viðhaldið jafnt af konum sem körlum. Kristín tekur súrrealíska nálgun á verkið og því átti þetta hlutverkaval líka vel við. Ég myndi lýsa þessari sýningu sem mjög ögrandi, enda fór hún illa í Franco-stjórnina á Spáni og Lorca var skotinn í hausinn nokkrum vikum eftir frumsýningu hennar,“ segir Hildur Berglind sem verður 24 ára gömul á mánudag og hyggst þá fagna með meðleikurum sínum.
Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira