Pistill: Ekki nóg að vera bara með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2013 06:00 Nordic Photos / Getty Images Fyrir fjórum árum braut íslenska kvennalandsliðið blað í sögu íslenskar knattspyrnu með því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins. Spennan var mikil í íslenska hópnum fyrir þessi sögulegu skref inn á mót þeirra bestu í Evrópu en uppskeran var döpur, þrír tapleikir og stutt gaman. Nú er fram undan annað Evrópumót. Gengið hefur á ýmsu á árinu. Undirbúningsleikirnir hafa flestir tapast og liðið hefur mátt þola meiri gagnrýni en áður. Stelpurnar horfa upp á breytt umhverfi. Árið 2009 var sigurinn að komast inn á EM en núna fjórum árum síðar er ekki nóg að vera bara með. Bæði þjóðin og stelpurnar sjálfar vilja meira.Áhætta tekin í undirbúningnum Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson tók að eigin sögn áhættu með að hafa erfiðleikastigið á undirbúningsleikjunum mjög hátt. Liðið spilaði aðeins einn leik á móti „slöku“ liði (sem vannst) en mætti þess í stað mörgum af bestu knattspynulandsliðunum. Stelpurnar hafa því synt í djúpu lauginni á þessu ári og gera sér fulla grein út í hvað þær eru að fara. Þær hafa samt allt til alls til að standa sig betur en fyrir fjórum. Stærsti hluti liðsins hefur staðið í þessum sporum áður og lykilmenn liðsins hafa líka nær allir spilað í atvinnumennsku árin fjögur.Nýr kafli skrifaður Þrátt fyrir töpin þrjú fyrir fjórum árum var skemmtilegt að fylgjast með þessum skemmtilegu og metnaðarfullu knattspyrnukonum stíga söguleg skref í íslensku knattspyrnusögunni. Það verður ekki síður gaman að sjá þær reyna að brjóta niður næsta múr. Það er kannski ekki mikil bjartsýni í kringum liðið eftir alla tapleiki ársins en pressan er heldur ekki mikil sem hefur jafnan hjálpað íslenskum liðum. Ég lofa ykkur þó því að Katrín, Margrét Lára, Sara og félagar þeirra í landsliðinu ætla að gera þjóðina stolta og sanna það fyrir sér og öðrum að Ísland á eitt af bestu kvennalandsliðum Evrópu. Ég get því ekki beðið eftir því að fylgjast með stelpunum okkar skrifa enn einn nýjan kaflann í knattspyrnusögu Íslands. Pistillinn Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Fyrir fjórum árum braut íslenska kvennalandsliðið blað í sögu íslenskar knattspyrnu með því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins. Spennan var mikil í íslenska hópnum fyrir þessi sögulegu skref inn á mót þeirra bestu í Evrópu en uppskeran var döpur, þrír tapleikir og stutt gaman. Nú er fram undan annað Evrópumót. Gengið hefur á ýmsu á árinu. Undirbúningsleikirnir hafa flestir tapast og liðið hefur mátt þola meiri gagnrýni en áður. Stelpurnar horfa upp á breytt umhverfi. Árið 2009 var sigurinn að komast inn á EM en núna fjórum árum síðar er ekki nóg að vera bara með. Bæði þjóðin og stelpurnar sjálfar vilja meira.Áhætta tekin í undirbúningnum Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson tók að eigin sögn áhættu með að hafa erfiðleikastigið á undirbúningsleikjunum mjög hátt. Liðið spilaði aðeins einn leik á móti „slöku“ liði (sem vannst) en mætti þess í stað mörgum af bestu knattspynulandsliðunum. Stelpurnar hafa því synt í djúpu lauginni á þessu ári og gera sér fulla grein út í hvað þær eru að fara. Þær hafa samt allt til alls til að standa sig betur en fyrir fjórum. Stærsti hluti liðsins hefur staðið í þessum sporum áður og lykilmenn liðsins hafa líka nær allir spilað í atvinnumennsku árin fjögur.Nýr kafli skrifaður Þrátt fyrir töpin þrjú fyrir fjórum árum var skemmtilegt að fylgjast með þessum skemmtilegu og metnaðarfullu knattspyrnukonum stíga söguleg skref í íslensku knattspyrnusögunni. Það verður ekki síður gaman að sjá þær reyna að brjóta niður næsta múr. Það er kannski ekki mikil bjartsýni í kringum liðið eftir alla tapleiki ársins en pressan er heldur ekki mikil sem hefur jafnan hjálpað íslenskum liðum. Ég lofa ykkur þó því að Katrín, Margrét Lára, Sara og félagar þeirra í landsliðinu ætla að gera þjóðina stolta og sanna það fyrir sér og öðrum að Ísland á eitt af bestu kvennalandsliðum Evrópu. Ég get því ekki beðið eftir því að fylgjast með stelpunum okkar skrifa enn einn nýjan kaflann í knattspyrnusögu Íslands.
Pistillinn Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira