Lífið

Styttist í Íslandsævintýri Hómers og félaga

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Sigur Rós birti veggspjaldið á Facebook í morgun. Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu.
Sigur Rós birti veggspjaldið á Facebook í morgun. Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu.

Fjölmargir Íslendingar bíða nú í ofvæni eftir sýningu Simpsons-þáttarins The Saga of Carl sem frumsýndur verður á sunnudag.

Homer, Moe, Lenny og Carl leggja land undir fót og enda á Íslandi, en hljómsveitin Sigur Rós er áberandi í þættinum. Meðlimum hennar bregður fyrir og tónlist sveitarinnar leikur stórt hlutverk.

Sigur Rós birtu veggspjaldið hér að ofan á Facebook-síðu sinni í morgun og hvetja fólk til að horfa.

Þátturinn verður sýndur á Stöð 2 á mánudag.


Tengdar fréttir

Fyrstir til að semja tónlistina í Simpsons

Íslenska hljómsveitin Sigur Rós er fyrsta hljómsveitin í sögu Simpsons-þáttanna sem semur tónlist sérstaklega fyrir þáttinn. Sveitinni bregður fyrir í lokaþætti 24. þáttaraðarinnar sem verður sýnd vestanhafs 19. maí næstkomandi, og á Stöð 2 daginn eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×