Innlent

Vigdís Finnbogdóttir gróðursetti Ask Yggdrasils

María Lilja Þrastardóttir skrifar
Gróðurmenning var í hávegum höfð í Garðabænum í dag. Þar gróðursetti frú Vigdís Finnbogadóttir tuttugu milljónasta tréð í lundi Smalaholts við Vífilstaði.

Uppgræðsla  hefur farið þar fram í um rúmlega tveggja áratuga langt skeið en Smalaholt er fyrsta svæði sem fékkst til skógræktar í Garðabæ og var forsenda þess að skógræktarfélag var stofnað árið 1988.

Það var einnig frú Vigdís Finnbogadóttir sem gróðursetti fyrsta tréð á svæðinu fyrir rúmum tveimur áratugum.

Tréð, sem er askur, fékk nafnið Askur Iggdrasils og valdi Vigdís sér örlaganorninina Verðandi við tækifærið, fyrir framtíðina í skógrækt og uppgræðslu að hennar sögn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×