Ballmer hættir sem framkvæmdastjóri Microsoft Jóhannes Stefánsson skrifar 24. ágúst 2013 12:17 „Ég er með fjögur orð handa ykkur: Ég. Elska. Þetta. Fyrirtæki!" Sagði Steve Ballmer á starfsmannafundi Microsoft árið 2000. Hann er þekktur fyrir líflega framkomu sínu á starfsmannafundum félagsins. Ballmer hefur ástæðu til að elska Microsoft, en vegna stafa sinna hjá félaginu eru eignir hans metnar á 15,2 milljarða bandaríkjadala. Hann hefur starfað fyrir Microsoft frá árinu 1980. Ballmer hefur nú sagt starfi sínu lausu hjá félaginu en hlutabréf í Microsoft tóku kipp upp á við vegna uppsagnarinnar. Hann hefur verið umdeildur eftir að hann tók við sæti Bill Gates um aldamótin. Til að mynda sagði Ballmer þegar Steve Jobs kynnti fyrsta iPhone símann til sögunnar að um væri að ræða bólu og síminn myndi ekki seljast vel vegna þess að hann hefði ekki lyklaborð. Svipaða sögu var að segja þegar spjaldtölvur litu dagsins ljós. Fyrir vikið er markaðshlutdeild Microsoft töluvert lakari en hún hefði annars verið. Gengi Microsoft hefur þó verið gott undir stjórn Ballmers. X-Box vélar félagsins hafa slegið í gegn og hagnaður Microsoft hefur tvöfaldast með hann við stjórnvölinn. Nefnd á vegum félagsins, þar sem Bill Gates situr í forystusætinu, leitar nú arftaka Ballmers. Leikjavísir Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
„Ég er með fjögur orð handa ykkur: Ég. Elska. Þetta. Fyrirtæki!" Sagði Steve Ballmer á starfsmannafundi Microsoft árið 2000. Hann er þekktur fyrir líflega framkomu sínu á starfsmannafundum félagsins. Ballmer hefur ástæðu til að elska Microsoft, en vegna stafa sinna hjá félaginu eru eignir hans metnar á 15,2 milljarða bandaríkjadala. Hann hefur starfað fyrir Microsoft frá árinu 1980. Ballmer hefur nú sagt starfi sínu lausu hjá félaginu en hlutabréf í Microsoft tóku kipp upp á við vegna uppsagnarinnar. Hann hefur verið umdeildur eftir að hann tók við sæti Bill Gates um aldamótin. Til að mynda sagði Ballmer þegar Steve Jobs kynnti fyrsta iPhone símann til sögunnar að um væri að ræða bólu og síminn myndi ekki seljast vel vegna þess að hann hefði ekki lyklaborð. Svipaða sögu var að segja þegar spjaldtölvur litu dagsins ljós. Fyrir vikið er markaðshlutdeild Microsoft töluvert lakari en hún hefði annars verið. Gengi Microsoft hefur þó verið gott undir stjórn Ballmers. X-Box vélar félagsins hafa slegið í gegn og hagnaður Microsoft hefur tvöfaldast með hann við stjórnvölinn. Nefnd á vegum félagsins, þar sem Bill Gates situr í forystusætinu, leitar nú arftaka Ballmers.
Leikjavísir Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira