Tónlist

Aukatónleikar og leiksýning

Það er nóg um að vera hjá Skálmöld.
Það er nóg um að vera hjá Skálmöld.
Miðasala á tónleika Skálmaldar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu hófst í gærmorgun. Viðbrögðin voru það góð að ákveðið hefur verið að halda aukatónleika 29. nóvember.

Baldur Ragnarsson og félagar í Skálmöld eru einnig að undirbúa sína fyrstu þungarokksleiksýningu, Baldur, sem verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu í mars á næsta ári.

Hún er nefnd eftir fyrstu plötu sveitarinnar þar sem textarnir voru kyrfilega ortir samkvæmt íslenskum bragreglum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×