Grátandi barn rifið upp á handleggnum og rassskellt Valur Grettisson skrifar 24. ágúst 2013 07:00 Ungbarnaleikskólinn 101 á Bræðraborgarstíg. Fréttablaðið/GVA Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur kært ofbeldi gegn ungabarni á Leikskólanum 101 til lögreglu. Konan sem er sökuð um ofbeldið er rúmlega fimmtug. Foreldrum, sem sáu harkalega meðferð á barni sínun á myndbandi, er afar brugðið. Barnavernd Reykjavíkur hefur vísað málefni ungbarnaleikskólans 101 á Bræðraborgarstíg til lögreglu vegna rökstudds gruns um að börn hafi verið beitt ofbeldi á leikskólanum. Eins og fram hefur komið þá tóku sumarstarfsmenn upp myndbönd af meintu ofbeldi en þau bárust Barnavernd Reykjavíkur fyrst á fimmtudaginn.Foreldrar í áfalli eftir myndband Í gær voru foreldrar barns, sem var beitt ofbeldi, kallaðir á fund barnaverndar. Þar fengu þau að sjá myndband sem varðaði þeirra barn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins má sjá á myndbandinu þar sem kennari í skólanum kemur að ungabarni þar sem það liggur grátandi. Kennarinn á svo að hafa rifið barnið harkalega upp á handleggnum og flengt það. Mun foreldrunum hafa verið verulega brugðið eftir að hafa séð myndskeiðið.Hulda Linda Stefánsdóttir leikskólastjóri. Kennararnir, sem liggja undir grun, eru báðir konur. Önnur er á fimmtugsaldri og hefur starfað hjá leikskólanum síðan árið 2008, meðal annars sem aðstoðarleikskólastjóri. Sú er menntuð í uppeldisfræðum. Hin konan er rúmlega fimmtug. Hún hefur starfað á leikskólanum frá árinu 2012 og er ófaglærð. Henni er gefið að sök að hafa beitt barnið ofbeldinu sem finna mátti á myndskeiðinu sem foreldrar fengu að sjá í gær.Óþekk börn í myrkrakompu Þá eru einnig uppi ásakanir um að börn hafi verið læst inni í myrkvaðri geymslu þar sem þau áttu að hafa verið óþekk. Eins hafa komið fram ásakanir um að kennararnir hafi haldið mat frá börnum sem eiga að hafa sýnt einhvers konar agavandamál. Skólastjóri leikskólans, Hulda Linda Stefánsdóttir, vísaði fréttamanni á lögfræðing sinn þegar haft var samband við hana vegna málsins í gær. Í yfirlýsingu sem Hulda sendi síðdegis í gær sagði hún orðrétt: „Ég ítreka að ég hef ekki séð myndböndin sjálf, en sýni þau óviðeigandi framkomu við börn þá er það auðvitað á ábyrgð mína sem leikskólastjóri og ég mun ekki víkjast undan henni.“ Eins kemur fram í tilkynningunni að leikskólinn verði áfram lokaður. Ekki náðist í kennarana sem eru ásakaðir um ofbeldi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Fréttablaðsins. Í samtali við foreldra á leikskólanum kom fram að þeir væru enn að reyna að átta sig á aðstæðum og væru slegnir. Þá sögðu þeir að upplýsingagjöf hefði verið verulega ábótavant. Boðað er til fundar með foreldrum í næstu viku. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur kært ofbeldi gegn ungabarni á Leikskólanum 101 til lögreglu. Konan sem er sökuð um ofbeldið er rúmlega fimmtug. Foreldrum, sem sáu harkalega meðferð á barni sínun á myndbandi, er afar brugðið. Barnavernd Reykjavíkur hefur vísað málefni ungbarnaleikskólans 101 á Bræðraborgarstíg til lögreglu vegna rökstudds gruns um að börn hafi verið beitt ofbeldi á leikskólanum. Eins og fram hefur komið þá tóku sumarstarfsmenn upp myndbönd af meintu ofbeldi en þau bárust Barnavernd Reykjavíkur fyrst á fimmtudaginn.Foreldrar í áfalli eftir myndband Í gær voru foreldrar barns, sem var beitt ofbeldi, kallaðir á fund barnaverndar. Þar fengu þau að sjá myndband sem varðaði þeirra barn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins má sjá á myndbandinu þar sem kennari í skólanum kemur að ungabarni þar sem það liggur grátandi. Kennarinn á svo að hafa rifið barnið harkalega upp á handleggnum og flengt það. Mun foreldrunum hafa verið verulega brugðið eftir að hafa séð myndskeiðið.Hulda Linda Stefánsdóttir leikskólastjóri. Kennararnir, sem liggja undir grun, eru báðir konur. Önnur er á fimmtugsaldri og hefur starfað hjá leikskólanum síðan árið 2008, meðal annars sem aðstoðarleikskólastjóri. Sú er menntuð í uppeldisfræðum. Hin konan er rúmlega fimmtug. Hún hefur starfað á leikskólanum frá árinu 2012 og er ófaglærð. Henni er gefið að sök að hafa beitt barnið ofbeldinu sem finna mátti á myndskeiðinu sem foreldrar fengu að sjá í gær.Óþekk börn í myrkrakompu Þá eru einnig uppi ásakanir um að börn hafi verið læst inni í myrkvaðri geymslu þar sem þau áttu að hafa verið óþekk. Eins hafa komið fram ásakanir um að kennararnir hafi haldið mat frá börnum sem eiga að hafa sýnt einhvers konar agavandamál. Skólastjóri leikskólans, Hulda Linda Stefánsdóttir, vísaði fréttamanni á lögfræðing sinn þegar haft var samband við hana vegna málsins í gær. Í yfirlýsingu sem Hulda sendi síðdegis í gær sagði hún orðrétt: „Ég ítreka að ég hef ekki séð myndböndin sjálf, en sýni þau óviðeigandi framkomu við börn þá er það auðvitað á ábyrgð mína sem leikskólastjóri og ég mun ekki víkjast undan henni.“ Eins kemur fram í tilkynningunni að leikskólinn verði áfram lokaður. Ekki náðist í kennarana sem eru ásakaðir um ofbeldi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Fréttablaðsins. Í samtali við foreldra á leikskólanum kom fram að þeir væru enn að reyna að átta sig á aðstæðum og væru slegnir. Þá sögðu þeir að upplýsingagjöf hefði verið verulega ábótavant. Boðað er til fundar með foreldrum í næstu viku.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira