Sveitarfélög viljug til að þjónusta hælisleitendur Þorgils Jónsson skrifar 24. ágúst 2013 09:00 Nokkur sveitarfélög hafa lýst yfir áhuga á að taka þátt í þjónustu við hælisleitendur. Þessar myndir voru teknar þegar hópi hællisleitenda frá Króatíu var vísað úr landi í vor. Fréttablaðið/Vilhelm Nokkur áhugi er meðal sveitarfélaga á að taka þátt í móttöku fyrir hælisleitendur hér á landi. Innanríkisráðuneytið hefur lýst eftir áhugasömum sveitarfélögum og segir Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, að fulltrúar nokkurra sveitarfélaga hafi þegar haft samband. Reykjanesbær hefur síðustu misseri séð að langmestu leyti um þjónustu við hælisleitendur en í vor lýstu forsvarsmenn bæjarins því yfir að ekki væri svigrúm til að taka við fleiri hælisleitendum. „Við eigum eftir að útfæra þetta nánar,“ segir Jóhannes í samtali við Fréttablaðið, „en hugmyndin er sú að ná samningum við tvö sveitarfélög um fastan hóp sem tryggja að hægt sé að taka á móti allt að 50 manns hvort. Svo væru tvö eða þrjú önnur til vara sem þurfa svo klárlega að grípa inn í ef ásóknin verður eins og hún hefur verið.“Hera Ósk EinarsdóttirHera Ósk Einarsdóttir, staðgengill félagsmálastjóra í Reykjanesbæ, segir sveitarfélagið hafa fullan hug á að halda áfram að taka á móti hælisleitendum. „Við gerðum alltaf ráð fyrir því að halda áfram en að það myndi fækka hjá okkur niður í um það bil fimmtíu hælisleitendur. Þetta var bara, og er, allt of mikill fjöldi fyrir sveitarfélagið,“ segir hún. Sem stendur eru 152 hælisleitendur í umsjón Reykjanesbæjar. Þeir voru hátt í 190 þegar mest var í vor, áður en hópi hælisleitenda frá Króatíu var vísað úr landi. Þeir sem lengst hafa dvalið í Reykjanesbæ hafa verið hér á landi í um tvö ár á meðan unnið er úr málum þeirra. Hera segir sumarið hafa verið nokkru rólegra en búist var við. „Það er jákvætt og hefur létt aðeins á álaginu hjá okkur,“ segir hún. Jóhannes tekur í svipaðan streng en segir þó ljóst að opinberir aðilar vilji vera vel í stakk búnir til að takast á við mál af þessu tagi. „Svo er líka verið að vinna í að stytta málsmeðferðartíma til að þessi hópur verði helst ekki svona stór,“ segir hann. Ráðuneytið og útlendingastofnun hafa meðal annars sett aukið fjármagn í að afgreiða umsóknir og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ræddi meðal annars lausnir í þessum málaflokki á fundi með norska dómsmálaráðherranum fyrr í sumar. Hælisleitendum fjölgar mjögHælisleitendum hér á landi hefur fjölgað mjög undanfarin misseri. 76 einstaklingar óskuðu eftir hæli árið 2011 og árið 2012 voru umsóknirnar 115. 118 umsóknir um hæli hafa nú þegar borist það sem af er þessu ári, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. 7.449 krónur á dagMeð því að stytta meðalmálsmeðferðartíma hælisleitenda hér á landi næst umtalsverður sparnaður þar sem dvalar- og umönnunartími þeirra styttist. Fram kemur á vef innanríkisráðuneytisins að kostnaður ríkisins vegna hælisleitenda meðan umsóknir þeirra eru gaumgæfðar er 7.449 kr. á dag. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Nokkur áhugi er meðal sveitarfélaga á að taka þátt í móttöku fyrir hælisleitendur hér á landi. Innanríkisráðuneytið hefur lýst eftir áhugasömum sveitarfélögum og segir Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, að fulltrúar nokkurra sveitarfélaga hafi þegar haft samband. Reykjanesbær hefur síðustu misseri séð að langmestu leyti um þjónustu við hælisleitendur en í vor lýstu forsvarsmenn bæjarins því yfir að ekki væri svigrúm til að taka við fleiri hælisleitendum. „Við eigum eftir að útfæra þetta nánar,“ segir Jóhannes í samtali við Fréttablaðið, „en hugmyndin er sú að ná samningum við tvö sveitarfélög um fastan hóp sem tryggja að hægt sé að taka á móti allt að 50 manns hvort. Svo væru tvö eða þrjú önnur til vara sem þurfa svo klárlega að grípa inn í ef ásóknin verður eins og hún hefur verið.“Hera Ósk EinarsdóttirHera Ósk Einarsdóttir, staðgengill félagsmálastjóra í Reykjanesbæ, segir sveitarfélagið hafa fullan hug á að halda áfram að taka á móti hælisleitendum. „Við gerðum alltaf ráð fyrir því að halda áfram en að það myndi fækka hjá okkur niður í um það bil fimmtíu hælisleitendur. Þetta var bara, og er, allt of mikill fjöldi fyrir sveitarfélagið,“ segir hún. Sem stendur eru 152 hælisleitendur í umsjón Reykjanesbæjar. Þeir voru hátt í 190 þegar mest var í vor, áður en hópi hælisleitenda frá Króatíu var vísað úr landi. Þeir sem lengst hafa dvalið í Reykjanesbæ hafa verið hér á landi í um tvö ár á meðan unnið er úr málum þeirra. Hera segir sumarið hafa verið nokkru rólegra en búist var við. „Það er jákvætt og hefur létt aðeins á álaginu hjá okkur,“ segir hún. Jóhannes tekur í svipaðan streng en segir þó ljóst að opinberir aðilar vilji vera vel í stakk búnir til að takast á við mál af þessu tagi. „Svo er líka verið að vinna í að stytta málsmeðferðartíma til að þessi hópur verði helst ekki svona stór,“ segir hann. Ráðuneytið og útlendingastofnun hafa meðal annars sett aukið fjármagn í að afgreiða umsóknir og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ræddi meðal annars lausnir í þessum málaflokki á fundi með norska dómsmálaráðherranum fyrr í sumar. Hælisleitendum fjölgar mjögHælisleitendum hér á landi hefur fjölgað mjög undanfarin misseri. 76 einstaklingar óskuðu eftir hæli árið 2011 og árið 2012 voru umsóknirnar 115. 118 umsóknir um hæli hafa nú þegar borist það sem af er þessu ári, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. 7.449 krónur á dagMeð því að stytta meðalmálsmeðferðartíma hælisleitenda hér á landi næst umtalsverður sparnaður þar sem dvalar- og umönnunartími þeirra styttist. Fram kemur á vef innanríkisráðuneytisins að kostnaður ríkisins vegna hælisleitenda meðan umsóknir þeirra eru gaumgæfðar er 7.449 kr. á dag.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira