Breiðablik og FH skildu jöfn í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram á Kópavogsvelli.
Heimastúlkur komust í 2-0 í leiknum en gestirnir frá Hafnafirði neituðu að gefast upp og náðu að jafna metinn.
Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins en það var í vitlaust mark og því Blikar komnir yfir 1-0 á fyrstu mínútu leiksins.
Staðan var síðan orðin 2-0 eftir fimm mínútur þegar Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði laglegt mark fyrir Blika.
Sigrún Ella Einarsdóttir minnkaði muninn fyrir FH á 27. mínútu og Ashlee Hincks jafnaði síðan metin tíu mínútum síðar og staðan 2-2 í hálfleik.
Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og niðurstaðan því jafntefli.
Hér að ofan má sjá mörkin úr leiknum í kvöld.
Breiðablik og FH skildu jöfn
Stefán Árni Pálsson skrifar
Mest lesið



Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn

„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti

Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Körfubolti

Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum
Körfubolti


Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn
Enski boltinn

Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi
Körfubolti
