Píratar standa með náttúruvinum Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 23. október 2013 14:24 Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata mætti til þess að mótmæla framkvæmdum í Gálgahrauni, fyrir utan innanríkisráðuneytið í gær. mynd/GVA Píratar lýsa yfir fullum stuðningi við þau sjónarmið sem náttúruverndarsinnar hafa haldið fram og koma meðal annars fram í Árósarsamningnum. Í samningnum kemur fram að náttúruverndarsamtök og almenningur eigi lögvarða hagsmuni þegar kemur að ákvörðunum um framkvæmdir sem raska náttúru. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu Pírata. Í yfirlýsingunni segir að þetta eigi ekki síst við þegar framkvæmdir fari fram á vernduðum svæðum. Píratar taka undir mat lögfræðinganna Sigurðar Líndal og Katrínar Oddsdóttur. Þeirra mat er að áður en hróflað verði frekar við Gálgahrauni sé réttast að bíða úrskurðar Hæstaréttar um hvort leita skuli ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins á því hvort Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Hraunavinir eigi þarna lögvarða hagsmuni. Í yfirlýsingunni segir: „Píratar telja ólíðandi að Vegagerðin og Garðabær virðast það staðráðin í að klára framkvæmdir í hrauninu hvað sem öllum rökum og dómsúrskurðum líður að upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að „Fari svo ólíklega að [málið um lögmæti umhverfismatsins og framkvæmdaleyfisins] tapist hefur ekki komið annað fram hjá Garðabæ en að farið yrði á ný í umhverfismat og ekki við öðru að búast en að niðurstaða þess yrði sú sama og fyrri mata á umhverfisáhrifum og yrði þá á ný gefið út framkvæmdaleyfi fyrir lagningu nýs Álftanesvegar. Þannig að allar tafir fresta einungis lagningu nýs Álftanesvegar en koma ekki í veg fyrir að hann verði lagður.““Aðför að leikreglum réttarríkisins Píratar segja það alvarlega aðför að leikreglum réttarríkisins og almennri skynsemi að talað sé á þessum nótum. Með því sé í raun verið að segja að mat á umhverfisáhrifum sé í raun lítið annað en formsatriði, sem sé hægt að afgreiða til þess að komast framhjá dómsúrskurði, sem ætlað er að tryggja hagsmuni almennings. Þá gagnrýna Píratar þau ummæli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra að samningur sem gerður hefur verið við verktaka sé þess eðlis að verktakinn geti höfðað skaðabótamál ef framkvæmdum er frestað frekar. Píratar telja að slíkt beri að skýra betur í ljósi þess að lögmaður náttúruverndarsamtakanna hafi lýst því yfir að í samningunum sé fyrirvari um að réttaróvissa gæti hugsanlega haft áhrif á framgang verksins. Í yfirlýsingunni segir að í húfi séu þau grundvallaratriði að ákvarðanir hins opinbera séu vel ígrundaðar og að almenningur geti átt vitrænt samtal við þá sem taka slíkar ákvarðanir. Píratar skora á alla sem vald hafa til að grípa inn í framkvæmdirnar, sér í lagi innanríkisráðherra, að fresta öllu frekara raski á svæðinu þar til lögmæti vegaframkvæmda á því liggi skýrt fyrir. Tengdar fréttir „Sumir handteknir undir eins en öðrum stjakað burt“ Hraunavinir mótmæla aðför að Gálgahrauni og aðför að friðsömum mótmælendum fyrir framan Innanríkisráðnuneytið á morgun klukkan hálfeitt. Mótmælandi segir að lögregla hafi valið úr mótmælendur og handtekið strax. 21. október 2013 23:25 Náttúruvinir settir í einangrun "Ég var í einangrun í upp undir fjórar klukkustundir og var tekinn í yfirheyrslu sem stóð yfir í um hálftíma,“ segir Gunnsteinn Ólafsson, hrauna- og náttúruvinur, sem var handtekinn tvisvar sinnum á meðan á mótmælunum í Gálgahrauni stóð í fyrradag. 23. október 2013 11:37 Margir mættir til að mótmæla - Hrópuðu "hvar er ráðherrann?“ Mikill fjöldi fólks hefur safnaðist saman fyrir framan innanríkisráðuneytið í hádeginu til að mótamæla lagningu nýs Álftanesvegar yfir Gálgahraun. 22. október 2013 12:46 Lögreglumenn fjarlægja mótmælendur í Gálgahrauni Um tuttugu til þrjátíu lögreglumenn eru nú staddir í Gálgahrauni en svo virðist sem vegaframkvæmdir við nýjan Álftanesveg eigi að hefjast þar í dag. 21. október 2013 09:33 Harmar að lögreglan standi með lögbrjótum "Ég var handtekinn fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og ég er núna í fangaklefa, eða einskonar biðklefa þar sem ég bíð eftir lögreglunni og lögfræðinginum mínum,“ segir Gunnsteinn Ólafsson sem var handtekinn í morgun þar sem hann var við mótmæli í Gálgahrauni. 21. október 2013 10:29 Lögspekingar telja rétt að bíða eftir niðurstöðu dóms "Ef ég fengi því ráðið, myndi ég bíða eftir dómi í málinu,“ segir Sigurður Líndal, lagaprófessor um aðgerðirnar í Gálgahrauni. 21. október 2013 15:05 Gagnrýnir Hönnu Birnu - Segir hana eiga að vita betur "Það er mjög fróðlegt að heyra ráðherra dómsmála segja, að það sé engin réttaróvissa í málum sem eru rekin fyrir dómstólum,“ segir Skúli Bjarnason, lögmaður Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands og Hraunavina. 22. október 2013 17:27 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Píratar lýsa yfir fullum stuðningi við þau sjónarmið sem náttúruverndarsinnar hafa haldið fram og koma meðal annars fram í Árósarsamningnum. Í samningnum kemur fram að náttúruverndarsamtök og almenningur eigi lögvarða hagsmuni þegar kemur að ákvörðunum um framkvæmdir sem raska náttúru. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu Pírata. Í yfirlýsingunni segir að þetta eigi ekki síst við þegar framkvæmdir fari fram á vernduðum svæðum. Píratar taka undir mat lögfræðinganna Sigurðar Líndal og Katrínar Oddsdóttur. Þeirra mat er að áður en hróflað verði frekar við Gálgahrauni sé réttast að bíða úrskurðar Hæstaréttar um hvort leita skuli ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins á því hvort Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Hraunavinir eigi þarna lögvarða hagsmuni. Í yfirlýsingunni segir: „Píratar telja ólíðandi að Vegagerðin og Garðabær virðast það staðráðin í að klára framkvæmdir í hrauninu hvað sem öllum rökum og dómsúrskurðum líður að upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að „Fari svo ólíklega að [málið um lögmæti umhverfismatsins og framkvæmdaleyfisins] tapist hefur ekki komið annað fram hjá Garðabæ en að farið yrði á ný í umhverfismat og ekki við öðru að búast en að niðurstaða þess yrði sú sama og fyrri mata á umhverfisáhrifum og yrði þá á ný gefið út framkvæmdaleyfi fyrir lagningu nýs Álftanesvegar. Þannig að allar tafir fresta einungis lagningu nýs Álftanesvegar en koma ekki í veg fyrir að hann verði lagður.““Aðför að leikreglum réttarríkisins Píratar segja það alvarlega aðför að leikreglum réttarríkisins og almennri skynsemi að talað sé á þessum nótum. Með því sé í raun verið að segja að mat á umhverfisáhrifum sé í raun lítið annað en formsatriði, sem sé hægt að afgreiða til þess að komast framhjá dómsúrskurði, sem ætlað er að tryggja hagsmuni almennings. Þá gagnrýna Píratar þau ummæli Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra að samningur sem gerður hefur verið við verktaka sé þess eðlis að verktakinn geti höfðað skaðabótamál ef framkvæmdum er frestað frekar. Píratar telja að slíkt beri að skýra betur í ljósi þess að lögmaður náttúruverndarsamtakanna hafi lýst því yfir að í samningunum sé fyrirvari um að réttaróvissa gæti hugsanlega haft áhrif á framgang verksins. Í yfirlýsingunni segir að í húfi séu þau grundvallaratriði að ákvarðanir hins opinbera séu vel ígrundaðar og að almenningur geti átt vitrænt samtal við þá sem taka slíkar ákvarðanir. Píratar skora á alla sem vald hafa til að grípa inn í framkvæmdirnar, sér í lagi innanríkisráðherra, að fresta öllu frekara raski á svæðinu þar til lögmæti vegaframkvæmda á því liggi skýrt fyrir.
Tengdar fréttir „Sumir handteknir undir eins en öðrum stjakað burt“ Hraunavinir mótmæla aðför að Gálgahrauni og aðför að friðsömum mótmælendum fyrir framan Innanríkisráðnuneytið á morgun klukkan hálfeitt. Mótmælandi segir að lögregla hafi valið úr mótmælendur og handtekið strax. 21. október 2013 23:25 Náttúruvinir settir í einangrun "Ég var í einangrun í upp undir fjórar klukkustundir og var tekinn í yfirheyrslu sem stóð yfir í um hálftíma,“ segir Gunnsteinn Ólafsson, hrauna- og náttúruvinur, sem var handtekinn tvisvar sinnum á meðan á mótmælunum í Gálgahrauni stóð í fyrradag. 23. október 2013 11:37 Margir mættir til að mótmæla - Hrópuðu "hvar er ráðherrann?“ Mikill fjöldi fólks hefur safnaðist saman fyrir framan innanríkisráðuneytið í hádeginu til að mótamæla lagningu nýs Álftanesvegar yfir Gálgahraun. 22. október 2013 12:46 Lögreglumenn fjarlægja mótmælendur í Gálgahrauni Um tuttugu til þrjátíu lögreglumenn eru nú staddir í Gálgahrauni en svo virðist sem vegaframkvæmdir við nýjan Álftanesveg eigi að hefjast þar í dag. 21. október 2013 09:33 Harmar að lögreglan standi með lögbrjótum "Ég var handtekinn fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og ég er núna í fangaklefa, eða einskonar biðklefa þar sem ég bíð eftir lögreglunni og lögfræðinginum mínum,“ segir Gunnsteinn Ólafsson sem var handtekinn í morgun þar sem hann var við mótmæli í Gálgahrauni. 21. október 2013 10:29 Lögspekingar telja rétt að bíða eftir niðurstöðu dóms "Ef ég fengi því ráðið, myndi ég bíða eftir dómi í málinu,“ segir Sigurður Líndal, lagaprófessor um aðgerðirnar í Gálgahrauni. 21. október 2013 15:05 Gagnrýnir Hönnu Birnu - Segir hana eiga að vita betur "Það er mjög fróðlegt að heyra ráðherra dómsmála segja, að það sé engin réttaróvissa í málum sem eru rekin fyrir dómstólum,“ segir Skúli Bjarnason, lögmaður Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands og Hraunavina. 22. október 2013 17:27 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
„Sumir handteknir undir eins en öðrum stjakað burt“ Hraunavinir mótmæla aðför að Gálgahrauni og aðför að friðsömum mótmælendum fyrir framan Innanríkisráðnuneytið á morgun klukkan hálfeitt. Mótmælandi segir að lögregla hafi valið úr mótmælendur og handtekið strax. 21. október 2013 23:25
Náttúruvinir settir í einangrun "Ég var í einangrun í upp undir fjórar klukkustundir og var tekinn í yfirheyrslu sem stóð yfir í um hálftíma,“ segir Gunnsteinn Ólafsson, hrauna- og náttúruvinur, sem var handtekinn tvisvar sinnum á meðan á mótmælunum í Gálgahrauni stóð í fyrradag. 23. október 2013 11:37
Margir mættir til að mótmæla - Hrópuðu "hvar er ráðherrann?“ Mikill fjöldi fólks hefur safnaðist saman fyrir framan innanríkisráðuneytið í hádeginu til að mótamæla lagningu nýs Álftanesvegar yfir Gálgahraun. 22. október 2013 12:46
Lögreglumenn fjarlægja mótmælendur í Gálgahrauni Um tuttugu til þrjátíu lögreglumenn eru nú staddir í Gálgahrauni en svo virðist sem vegaframkvæmdir við nýjan Álftanesveg eigi að hefjast þar í dag. 21. október 2013 09:33
Harmar að lögreglan standi með lögbrjótum "Ég var handtekinn fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og ég er núna í fangaklefa, eða einskonar biðklefa þar sem ég bíð eftir lögreglunni og lögfræðinginum mínum,“ segir Gunnsteinn Ólafsson sem var handtekinn í morgun þar sem hann var við mótmæli í Gálgahrauni. 21. október 2013 10:29
Lögspekingar telja rétt að bíða eftir niðurstöðu dóms "Ef ég fengi því ráðið, myndi ég bíða eftir dómi í málinu,“ segir Sigurður Líndal, lagaprófessor um aðgerðirnar í Gálgahrauni. 21. október 2013 15:05
Gagnrýnir Hönnu Birnu - Segir hana eiga að vita betur "Það er mjög fróðlegt að heyra ráðherra dómsmála segja, að það sé engin réttaróvissa í málum sem eru rekin fyrir dómstólum,“ segir Skúli Bjarnason, lögmaður Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands og Hraunavina. 22. október 2013 17:27