Náttúruvinir settir í einangrun Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 23. október 2013 11:37 "Ég hef greinilega verið talinn hættulegur, mér var að minnsta kosti haldið lengi inni, en þeir gáfu mér enga ástæðu fyrir því af hverju mér væri haldið þarna,“ segir Gunnsteinn. mynd/GVA „Ég var í einangrun í upp undir fjórar klukkustundir og var tekinn í yfirheyrslu sem stóð yfir í um hálftíma,“ segir Gunnsteinn Ólafsson, hrauna- og náttúruvinur, sem var handtekinn tvisvar sinnum á meðan á mótmælunum í Gálgahrauni stóð í fyrradag. „Ég hef greinilega verið talinn hættulegur, mér var að minnsta kosti haldið lengi inni, en þeir gáfu mér enga ástæðu fyrir því af hverju mér væri haldið þarna,“ segir Gunnsteinn. Gunnsteinn segir að í seinna skiptið sem hann hafi verið handtekinn hafi hann verið að taka plast af hraundrýli. Hann segir að plastinu hafi verið vafið um hraunið og hann sé vanur að tína upp rusl í Gálgahrauni, hann hafi gert það í mörg ár. En plastið hafi greinilega átt að vera hluti af merkingum vinnusvæðisins, þess vegna hafi hann hafi verið handtekinn. Hann segist allt eins eiga von á því að honum verið birt ákæra vegna þessa en honum hafi ekki verið boðið að greiða neina sekt. „Í yfirheyrslunni spurði lögreglan mig hvert ég ætlaði að fara þegar mér yrði sleppt og hvað ég ætlaði að gera í hrauninu ef ég færi þangað aftur. Ég vildi ekki svara því enda tel ég, að ég þurfi ekkert að svara lögreglunni um ferðir mínar í framtíðinni,“ segir Gunnsteinn. Gunnsteinn segir að það sé ekkert annað en valdníðsla að setja friðsama borgara í einangrun og halda þeim miklu lengur en þörf krefur. „Það var allt tekið af mér meira að segja gleraugun. Aðbúnaðurinn í klefanum var afar slæmur. Lyktin í klefanum var hræðileg, eins og límlykt. Mér leið eins og ég væri staddur á bílasprautuverkstæði,“ segir hann.Sungu ættjarðarsöngva í einangruninni Tinna Þorvalds- Önnudóttir, var einnig handtekin tvisvar. Hún segir að hún hafi sest niður í hraunið með hópi fólks en síðan hafi girðingum verið komið upp í kringum þau. Þar með voru þau innan vinnusvæðis og voru borin burt og einhver þeirra voru handtekin. Tinnu var svo sleppt og hún fór aftur upp í Gálgahraun en fór á annað svæði. Þegar jarðýtan færðist nær, var aftur girt í kringum þau. Hún hafi þá verið handtekin í annað skipti. Henni var haldið í að minnsta kosti fjórar klukkustundir í einangrun. „Það var allt tekið af mér, allt nema fötin. Meira að segja gleraugun voru tekin og ég er með fimm í mínus, svo ég sé ekkert án þeirra. Ég fékk að setja þau á mig á meðan ég sat í yfirheyrslunni.“ „Við vorum líklega um níu þarna, sem var haldið í einangrun. Ein konan byrjaði að syngja Hver á sér fegra föðurland og nokkrir tóku undir. Við sungum svo fleiri ættjarðarsöngva, á meðan við biðum eftir að verða látin laus,“ segir Tinna. Viktoría Áskelsdóttir, náttúruunnandi, mætti um klukkan 10 á mánudagsmorgun upp í Gálgahraun. „Ég var nýkomin á svæðið og var fyrir utan línuna sem verktakarnir höfðu markað sem atvinnusvæði og ég hafði ekki planað að vera handtekin, ég ætlaði bara að fá mér nesti.“ Hún lýsir því svo að lögreglumaður hafi komið upp að henni og tekið í öxlina á henni og sagt við hana að hún væri handtekin. „Ég svaraði honum að ég væri Íslendingur, ég stæði bara þarna á jörðinni og mætti alveg vera þarna.“ „Mér var boðið að gera sátt um með því að samþykkja að ég hefði gert brotleg við fyrirmæli lögreglu en ég samþykkti það ekki. Þeir slepptu síðan öllum,“ segir Viktoría. „Ég var síðan handtekin aftur, en þeir voru alltaf að færa til girðingar og stækka vinnusvæðið og ég lenti innan þess. Í seinna skiptið var mér haldið inni í hátt í fimm klukkustundir, ég var sett í hornklefa og það var afskaplega kalt þar. Þeir vissu það eflaust enda var mér boðið að fá teppi til að vefja utan um mig, en þau voru öll rök.“ „Ég hef alltaf talið að ég búi í réttarríkinu Íslandi, en ég tel ekki lengur að svo sé þegar Vegagerðin getur bara fyrirskipað að fólk sér fjarlægt þar sem það stendur á íslenskri jörðu,“ segir Viktoría.Á myndinni má sjá Viktoríu Áskelsdóttur sitja og drekka te og síðan hvar hún er borin í burtu af lögreglumönnum.Hér sést Gunnsteinn Ólafsso í járnum á milli tveggja lögreglumanna. Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Fleiri fréttir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Sjá meira
„Ég var í einangrun í upp undir fjórar klukkustundir og var tekinn í yfirheyrslu sem stóð yfir í um hálftíma,“ segir Gunnsteinn Ólafsson, hrauna- og náttúruvinur, sem var handtekinn tvisvar sinnum á meðan á mótmælunum í Gálgahrauni stóð í fyrradag. „Ég hef greinilega verið talinn hættulegur, mér var að minnsta kosti haldið lengi inni, en þeir gáfu mér enga ástæðu fyrir því af hverju mér væri haldið þarna,“ segir Gunnsteinn. Gunnsteinn segir að í seinna skiptið sem hann hafi verið handtekinn hafi hann verið að taka plast af hraundrýli. Hann segir að plastinu hafi verið vafið um hraunið og hann sé vanur að tína upp rusl í Gálgahrauni, hann hafi gert það í mörg ár. En plastið hafi greinilega átt að vera hluti af merkingum vinnusvæðisins, þess vegna hafi hann hafi verið handtekinn. Hann segist allt eins eiga von á því að honum verið birt ákæra vegna þessa en honum hafi ekki verið boðið að greiða neina sekt. „Í yfirheyrslunni spurði lögreglan mig hvert ég ætlaði að fara þegar mér yrði sleppt og hvað ég ætlaði að gera í hrauninu ef ég færi þangað aftur. Ég vildi ekki svara því enda tel ég, að ég þurfi ekkert að svara lögreglunni um ferðir mínar í framtíðinni,“ segir Gunnsteinn. Gunnsteinn segir að það sé ekkert annað en valdníðsla að setja friðsama borgara í einangrun og halda þeim miklu lengur en þörf krefur. „Það var allt tekið af mér meira að segja gleraugun. Aðbúnaðurinn í klefanum var afar slæmur. Lyktin í klefanum var hræðileg, eins og límlykt. Mér leið eins og ég væri staddur á bílasprautuverkstæði,“ segir hann.Sungu ættjarðarsöngva í einangruninni Tinna Þorvalds- Önnudóttir, var einnig handtekin tvisvar. Hún segir að hún hafi sest niður í hraunið með hópi fólks en síðan hafi girðingum verið komið upp í kringum þau. Þar með voru þau innan vinnusvæðis og voru borin burt og einhver þeirra voru handtekin. Tinnu var svo sleppt og hún fór aftur upp í Gálgahraun en fór á annað svæði. Þegar jarðýtan færðist nær, var aftur girt í kringum þau. Hún hafi þá verið handtekin í annað skipti. Henni var haldið í að minnsta kosti fjórar klukkustundir í einangrun. „Það var allt tekið af mér, allt nema fötin. Meira að segja gleraugun voru tekin og ég er með fimm í mínus, svo ég sé ekkert án þeirra. Ég fékk að setja þau á mig á meðan ég sat í yfirheyrslunni.“ „Við vorum líklega um níu þarna, sem var haldið í einangrun. Ein konan byrjaði að syngja Hver á sér fegra föðurland og nokkrir tóku undir. Við sungum svo fleiri ættjarðarsöngva, á meðan við biðum eftir að verða látin laus,“ segir Tinna. Viktoría Áskelsdóttir, náttúruunnandi, mætti um klukkan 10 á mánudagsmorgun upp í Gálgahraun. „Ég var nýkomin á svæðið og var fyrir utan línuna sem verktakarnir höfðu markað sem atvinnusvæði og ég hafði ekki planað að vera handtekin, ég ætlaði bara að fá mér nesti.“ Hún lýsir því svo að lögreglumaður hafi komið upp að henni og tekið í öxlina á henni og sagt við hana að hún væri handtekin. „Ég svaraði honum að ég væri Íslendingur, ég stæði bara þarna á jörðinni og mætti alveg vera þarna.“ „Mér var boðið að gera sátt um með því að samþykkja að ég hefði gert brotleg við fyrirmæli lögreglu en ég samþykkti það ekki. Þeir slepptu síðan öllum,“ segir Viktoría. „Ég var síðan handtekin aftur, en þeir voru alltaf að færa til girðingar og stækka vinnusvæðið og ég lenti innan þess. Í seinna skiptið var mér haldið inni í hátt í fimm klukkustundir, ég var sett í hornklefa og það var afskaplega kalt þar. Þeir vissu það eflaust enda var mér boðið að fá teppi til að vefja utan um mig, en þau voru öll rök.“ „Ég hef alltaf talið að ég búi í réttarríkinu Íslandi, en ég tel ekki lengur að svo sé þegar Vegagerðin getur bara fyrirskipað að fólk sér fjarlægt þar sem það stendur á íslenskri jörðu,“ segir Viktoría.Á myndinni má sjá Viktoríu Áskelsdóttur sitja og drekka te og síðan hvar hún er borin í burtu af lögreglumönnum.Hér sést Gunnsteinn Ólafsso í járnum á milli tveggja lögreglumanna.
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Fleiri fréttir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Sjá meira