Enski boltinn

Bosnich ekki sáttur við orð Ferguson

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sir Alex Ferguson
Sir Alex Ferguson nordicphotos/getty
Mark Bosnich, fyrrum markvörður Manchester United, er ekki paránægður með Sir Alex Ferguson en sá síðarnefndi lýsir Bosnich sem hræðilegum atvinnumanni og í raun letingja í nýútkominni ævisögu sinni.

Bosnich fer fram á að Ferguson mæti til Ástralíu og ræði við sig augnliti til augnliti.

Ævisaga Alex Ferguson kom út í gær og fá margir knattspyrnumenn að heyra það í bókinni.

Bosnich var á mála hjá United á árunum 1989-91 og síðan aftur frá 1999-2001.

„Það er í raun heiður að vera nefndur í ævisögu hans, þó ég sé ekki sammála öllu sem kemur þar fram,“ segir Bosnich.

„Ég er og mun alltaf vera eini leikmaðurinn sem hann fékk tvívegis til liðsins. Í síðara skiptið unnum við deildinni með gríðarlegum yfirburðum eða 18 stigum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×