Gleðitíðindi olíugeirans á nýju ári verða af Jan Mayen-svæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 2. janúar 2013 18:45 Norskir fjölmiðlar lýsa samningnum sem innsiglaður verður með Íslandsheimsókn olíumálaráðherra Noregs á morgun sem sögulegum viðburði. Einn kunnasti olíuráðgjafi Norðmanna spáir því í áramótapistli að ein gleðilegustu tíðindi olíugeirans á nýju ári verði af Jan Mayen-svæðinu. Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er væntanlegur til Íslands síðdegis á morgun til að vera við athöfn í Ráðherrabústaðnum á föstudag þegar fyrstu olíuleitarleyfin á Drekasvæðinu verða formlega undirrituð en bæði Stórþingið og ríkisstjórn Noregs samþykktu fyrir jól þátttöku ríkisolíufélagsins Petoro í verkefninu. Í Noregi hefur þessi aðild norska ríkisins og Íslandsferð olíumálaráðherrans þegar vakið athygli þarlendra fjölmiðla. Stærsta dagblaðið, Verdens Gang, sagði í fyrirsögn, undir mynd af ráðherranum á borpalli, að Noregur ætlaði að gera Ísland að olíuríki. Íslandi yrði hjálpað til að verða ríkt. Norskir fjölmiðlar lýsa þessu sem sögulegum olíusamningi við Ísland, með honum muni norska ríkið í fyrsta sinn taka þátt í olíuleit utan eigin lögsögu. Einn helsti ráðgjafi og dálkahöfundur Noregs um olíugeirann, Hans Henrik Ramm, spáir því í áramótapistli, undir fyrirsögninni „Sjaldan leiðinlegur dagur í olíugeiranum", að meðal gleðilegustu tíðinda á nýju ári verði áætlun Olíustofnunar Noregs um verðmæti olíu- og gaslinda á Jan Mayen-svæðinu. Þótt sú áætlun verði háð mikilli óvissu verði engu að síður mjög spennandi að sjá á hvaða bili það auðlindamat muni liggja. Þá segir Hans Henrik Ramm að norska ríkisstjórnin muni leggja frumvarp fyrir Stórþingið í vor um að Norðmenn opni fyrir olíuleit á sínum hluta Jan Mayen-svæðisins og spáir því að það verði samþykkt með miklum meirihluta. Hann telur þó að olíufélög muni fara rólega af stað og að þau muni fyrst vilja sjá hvað gerist í leitinni Íslandsmegin. Íslensku sérleyfin verði staðfest í byrjun ársins og síðan muni taka tíma að koma hljóðbylgjumælingum þar af stað. Ramm hefur gegnt stöðu aðstoðarolíumálaráðherra Noregs, setið í borgarstjórn Oslóar og á Stórþinginu sem varaþingmaður, og verið pólitískur ráðgjafi fjármálaráðuneytis Noregs í olíumálum. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Norskir fjölmiðlar lýsa samningnum sem innsiglaður verður með Íslandsheimsókn olíumálaráðherra Noregs á morgun sem sögulegum viðburði. Einn kunnasti olíuráðgjafi Norðmanna spáir því í áramótapistli að ein gleðilegustu tíðindi olíugeirans á nýju ári verði af Jan Mayen-svæðinu. Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er væntanlegur til Íslands síðdegis á morgun til að vera við athöfn í Ráðherrabústaðnum á föstudag þegar fyrstu olíuleitarleyfin á Drekasvæðinu verða formlega undirrituð en bæði Stórþingið og ríkisstjórn Noregs samþykktu fyrir jól þátttöku ríkisolíufélagsins Petoro í verkefninu. Í Noregi hefur þessi aðild norska ríkisins og Íslandsferð olíumálaráðherrans þegar vakið athygli þarlendra fjölmiðla. Stærsta dagblaðið, Verdens Gang, sagði í fyrirsögn, undir mynd af ráðherranum á borpalli, að Noregur ætlaði að gera Ísland að olíuríki. Íslandi yrði hjálpað til að verða ríkt. Norskir fjölmiðlar lýsa þessu sem sögulegum olíusamningi við Ísland, með honum muni norska ríkið í fyrsta sinn taka þátt í olíuleit utan eigin lögsögu. Einn helsti ráðgjafi og dálkahöfundur Noregs um olíugeirann, Hans Henrik Ramm, spáir því í áramótapistli, undir fyrirsögninni „Sjaldan leiðinlegur dagur í olíugeiranum", að meðal gleðilegustu tíðinda á nýju ári verði áætlun Olíustofnunar Noregs um verðmæti olíu- og gaslinda á Jan Mayen-svæðinu. Þótt sú áætlun verði háð mikilli óvissu verði engu að síður mjög spennandi að sjá á hvaða bili það auðlindamat muni liggja. Þá segir Hans Henrik Ramm að norska ríkisstjórnin muni leggja frumvarp fyrir Stórþingið í vor um að Norðmenn opni fyrir olíuleit á sínum hluta Jan Mayen-svæðisins og spáir því að það verði samþykkt með miklum meirihluta. Hann telur þó að olíufélög muni fara rólega af stað og að þau muni fyrst vilja sjá hvað gerist í leitinni Íslandsmegin. Íslensku sérleyfin verði staðfest í byrjun ársins og síðan muni taka tíma að koma hljóðbylgjumælingum þar af stað. Ramm hefur gegnt stöðu aðstoðarolíumálaráðherra Noregs, setið í borgarstjórn Oslóar og á Stórþinginu sem varaþingmaður, og verið pólitískur ráðgjafi fjármálaráðuneytis Noregs í olíumálum.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira