240 milljón króna hlutafjáraukning hjá Plain Vanilla vegna QuizUp Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 9. nóvember 2013 21:23 Þorsteinn ásamt Alison Goldberg, fjárfestingarstjóra Time Warner Investments, í útgáfuhófi Plain Vanilla í New York í síðustu viku. mynd/Plain Vanilla Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Sequoia Capital leiðir nýja fjárfestingu upp á tvær milljónir dollara í tölvuleikjaframleiðandanum Plain Vanilla. Það gera um 240 milljónir íslenskra króna. Sequoia óskaði eftir þessu daginn áður en að leikurinn kom út. Þetta þýðir að hlutafjáraukningin er upp á 240 milljón íslenskra króna. Sequoia Capital var meðal fyrstu fjárfesta í Google, Apple og Instagram. Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla segir einn eiganda Sequoia hafa tekið þátt í að spila leikinn á prófunarstigi leiksins. Hann hafi heillast svo af leiknum að hann heimtaði að fá að fjárfesta í leiknum áður en hann var gefinn út. Alls hafa áhættufjárfestar lagt 5,6 milljónir dollara í Plain Vanilla. Á meðal annarra fjárfesta í fyrirtækinu eru Íslendingurinn Davíð Helgason, Greycroft Partners, sem hafa meðal annars fjárfest í Huffington Post og 9GAG, Tencent og CrunchFund, sem hefur m.a. fjárfest í Tumblr. Ólafur Jóhann Ólafsson framkvæmdastjóri hjá TimeWarner er einnig á meðal hluthafa í Plain Vanilla. Eins og fram hefur komið í fréttum Vísis kom leikurinn út á fimmtudaginn og hann hefur slegið í gegn. Hann er nú í þriðja sæti yfir vinsælustu öpp Bandaríkjanna og í öðru sæti á lista yfir mest sóttu leiki. Sequoia var stofnað árið 1972 og sérhæfir fyrirtækið sig í að finna áhugaverð tæknifyrirtæki sem eru á frumsitig. Meðal fleiri fyrirtækja sem fyrirtækið hefur fjárfest í eru Apple, Google, Oracle, Dropbox, Instagram, LinkedIn, YouTube og PayPal. Að sögn Þorsteins hefur Sequoia Capital hefur skrifstofur sínar í Sílikondal í Kaliforníu og fjárfestir mjög sjaldan utan Bandaríkjanna. Þorsteinn segir að nýjasta fjárfestingin verði nýtt til að stækka fyrirtækið og ráða fleiri starfsmenn. Plain Vanilla er með 20 starfsmenn hjá fyrirtækinu í dag og eru höfuðstöðvar þess á Laugavegi. Plain Vanilla er einnig með starfsstöðvar í New York og San Fracisco. Tengdar fréttir Íslenskur spurningaleikur kynntur í New York Útgáfuhóf var haldið í New York í gær fyrir QuizUp spurningaleikinn sem kemur út á morgun. Leikurinn verður stærsti spurningaleikur í heimi með á annað hundruð þúsund spurningar í tæplega 300 flokkum. Það er íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla sem þróaði leikinn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. 6. nóvember 2013 17:13 Ótrúlegar viðtökur QuizUp í Bandaríkjunum QuizUp er nú í þriðja sæti yfir vinsælustu öpp í Bandaríkjunum og í öðru sæti yfir mest sóttu leiki þar í landi. 9. nóvember 2013 17:57 Fimmhundruð-þúsund QuizUp leikir spilaðir fyrsta sólarhringinn Fimmhundruð-þúsund leikir voru spilaðir af tölvuleiknum QuizUp fyrsta sólarhringinn eftir að hann kom út. 8. nóvember 2013 15:10 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Sequoia Capital leiðir nýja fjárfestingu upp á tvær milljónir dollara í tölvuleikjaframleiðandanum Plain Vanilla. Það gera um 240 milljónir íslenskra króna. Sequoia óskaði eftir þessu daginn áður en að leikurinn kom út. Þetta þýðir að hlutafjáraukningin er upp á 240 milljón íslenskra króna. Sequoia Capital var meðal fyrstu fjárfesta í Google, Apple og Instagram. Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla segir einn eiganda Sequoia hafa tekið þátt í að spila leikinn á prófunarstigi leiksins. Hann hafi heillast svo af leiknum að hann heimtaði að fá að fjárfesta í leiknum áður en hann var gefinn út. Alls hafa áhættufjárfestar lagt 5,6 milljónir dollara í Plain Vanilla. Á meðal annarra fjárfesta í fyrirtækinu eru Íslendingurinn Davíð Helgason, Greycroft Partners, sem hafa meðal annars fjárfest í Huffington Post og 9GAG, Tencent og CrunchFund, sem hefur m.a. fjárfest í Tumblr. Ólafur Jóhann Ólafsson framkvæmdastjóri hjá TimeWarner er einnig á meðal hluthafa í Plain Vanilla. Eins og fram hefur komið í fréttum Vísis kom leikurinn út á fimmtudaginn og hann hefur slegið í gegn. Hann er nú í þriðja sæti yfir vinsælustu öpp Bandaríkjanna og í öðru sæti á lista yfir mest sóttu leiki. Sequoia var stofnað árið 1972 og sérhæfir fyrirtækið sig í að finna áhugaverð tæknifyrirtæki sem eru á frumsitig. Meðal fleiri fyrirtækja sem fyrirtækið hefur fjárfest í eru Apple, Google, Oracle, Dropbox, Instagram, LinkedIn, YouTube og PayPal. Að sögn Þorsteins hefur Sequoia Capital hefur skrifstofur sínar í Sílikondal í Kaliforníu og fjárfestir mjög sjaldan utan Bandaríkjanna. Þorsteinn segir að nýjasta fjárfestingin verði nýtt til að stækka fyrirtækið og ráða fleiri starfsmenn. Plain Vanilla er með 20 starfsmenn hjá fyrirtækinu í dag og eru höfuðstöðvar þess á Laugavegi. Plain Vanilla er einnig með starfsstöðvar í New York og San Fracisco.
Tengdar fréttir Íslenskur spurningaleikur kynntur í New York Útgáfuhóf var haldið í New York í gær fyrir QuizUp spurningaleikinn sem kemur út á morgun. Leikurinn verður stærsti spurningaleikur í heimi með á annað hundruð þúsund spurningar í tæplega 300 flokkum. Það er íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla sem þróaði leikinn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. 6. nóvember 2013 17:13 Ótrúlegar viðtökur QuizUp í Bandaríkjunum QuizUp er nú í þriðja sæti yfir vinsælustu öpp í Bandaríkjunum og í öðru sæti yfir mest sóttu leiki þar í landi. 9. nóvember 2013 17:57 Fimmhundruð-þúsund QuizUp leikir spilaðir fyrsta sólarhringinn Fimmhundruð-þúsund leikir voru spilaðir af tölvuleiknum QuizUp fyrsta sólarhringinn eftir að hann kom út. 8. nóvember 2013 15:10 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Íslenskur spurningaleikur kynntur í New York Útgáfuhóf var haldið í New York í gær fyrir QuizUp spurningaleikinn sem kemur út á morgun. Leikurinn verður stærsti spurningaleikur í heimi með á annað hundruð þúsund spurningar í tæplega 300 flokkum. Það er íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla sem þróaði leikinn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. 6. nóvember 2013 17:13
Ótrúlegar viðtökur QuizUp í Bandaríkjunum QuizUp er nú í þriðja sæti yfir vinsælustu öpp í Bandaríkjunum og í öðru sæti yfir mest sóttu leiki þar í landi. 9. nóvember 2013 17:57
Fimmhundruð-þúsund QuizUp leikir spilaðir fyrsta sólarhringinn Fimmhundruð-þúsund leikir voru spilaðir af tölvuleiknum QuizUp fyrsta sólarhringinn eftir að hann kom út. 8. nóvember 2013 15:10