„Get ekki hugsað til enda hvernig þeim líður“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. september 2013 15:18 Kim Laursen, faðir stúlknanna, tjáir sig um brottnámið í viðtali við TV2. Fjallað er um mál íslensku konunnar sem flúði með dætur sínar þrjár til Íslands frá Danmörku á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2 í þætti sem kallast „Brottflutt börn“. Í þættinum er rætt við Kim Laursen, barnsföður konunnar, sem hefur fullt forræði yfir dætrunum en móðirin hefur umgengisrétt. Í viðtalinu sýnir Kim tóm herbergi dætranna eins og sést í myndbandinu hér fyrir neðan og segist hafa miklar áhyggjur af þeim. „Ég get ekki hugsað til enda hvernig þeim líður, ég get ekki hugsað til enda hvernig það er fyrir þær að ganga í gegnum þetta,“ segir Kim. Í þættinum er sagt að þar sem bæði Ísland og Danmörk hafa undirritað Haag-samninginn þá beri yfirvöldum að afhenda börn, sem brottnumin eru með ólögmætum hætti, til landsins sem þau eiga lögheimili innan sex vikna. Sagt er að í þeim tveimur tilfellum sem konan hefur farið með börnin til Íslands með ólögmætum hætti hafi tekið fimm og sjö mánuði að fá börnin aftur til Danmerkur. Kim segist ekki lengur hafa trú á að samningurinn hjálpi honum og börnum hans. „Samningurinn hefur ekki hjálpað hingað til. Yfirvöld fylgja honum ekki eftir heldur senda bara beiðnir fram og tilbaka,“ segir Kim. Danskur félagsráðgjafi, Annette Vilhelmsen, segir í þættinum að dönsk yfirvöld geti ekki þvingað önnur lönd til að bregðast hraðar við. „Þetta er samningur sem lönd skrifa undir af fúsum og frjálsum vilja. Þess vegna getum við ekki krafist neins eða beitt viðurlögum,“ segir hún. Íslenska konan hefur tjáð sig um forræðisdeiluna á undanförnum árum í íslenskum fjölmiðlum þar sem hún segir að barnsfaðir hennar og fyrrverandi maður hafi beitt hana og börnin ofbeldi. Maðurinn hefur neitað þeim ásökunum.Íslensk yfirvöld hafa ekki getað gefið neinar upplýsingar um málið. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Fjallað er um mál íslensku konunnar sem flúði með dætur sínar þrjár til Íslands frá Danmörku á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2 í þætti sem kallast „Brottflutt börn“. Í þættinum er rætt við Kim Laursen, barnsföður konunnar, sem hefur fullt forræði yfir dætrunum en móðirin hefur umgengisrétt. Í viðtalinu sýnir Kim tóm herbergi dætranna eins og sést í myndbandinu hér fyrir neðan og segist hafa miklar áhyggjur af þeim. „Ég get ekki hugsað til enda hvernig þeim líður, ég get ekki hugsað til enda hvernig það er fyrir þær að ganga í gegnum þetta,“ segir Kim. Í þættinum er sagt að þar sem bæði Ísland og Danmörk hafa undirritað Haag-samninginn þá beri yfirvöldum að afhenda börn, sem brottnumin eru með ólögmætum hætti, til landsins sem þau eiga lögheimili innan sex vikna. Sagt er að í þeim tveimur tilfellum sem konan hefur farið með börnin til Íslands með ólögmætum hætti hafi tekið fimm og sjö mánuði að fá börnin aftur til Danmerkur. Kim segist ekki lengur hafa trú á að samningurinn hjálpi honum og börnum hans. „Samningurinn hefur ekki hjálpað hingað til. Yfirvöld fylgja honum ekki eftir heldur senda bara beiðnir fram og tilbaka,“ segir Kim. Danskur félagsráðgjafi, Annette Vilhelmsen, segir í þættinum að dönsk yfirvöld geti ekki þvingað önnur lönd til að bregðast hraðar við. „Þetta er samningur sem lönd skrifa undir af fúsum og frjálsum vilja. Þess vegna getum við ekki krafist neins eða beitt viðurlögum,“ segir hún. Íslenska konan hefur tjáð sig um forræðisdeiluna á undanförnum árum í íslenskum fjölmiðlum þar sem hún segir að barnsfaðir hennar og fyrrverandi maður hafi beitt hana og börnin ofbeldi. Maðurinn hefur neitað þeim ásökunum.Íslensk yfirvöld hafa ekki getað gefið neinar upplýsingar um málið.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira