Tónlist

Bubbi Morthens rokkar á ný

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Bubbi mun rokka með Jötnunum.
Bubbi mun rokka með Jötnunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Bubbi Morthens mun rokka á ný ásamt hljómsveitinni Jötnar á tónleikahátíðinni Rokkjötnar," segir Kristinn Thorarensen framkvæmdarstjóri Rokkjötna. Í því tilefni tók Bubbi ásamt Jötnunum upp lagið Loksins Loksins og var það sett í nýjan rokkbúning, en lagið er upphaflega af plötunni 3 Heimar eftir Bubba sem kom út árið 1994.

"Í hljómsveitinni eru miklir snillingar en það eru þeir Flosi Þorgeirsson úr Ham á bassa, Ingólfur Geirdal úr Dimmu á gítar, Björn Stefánsson úr Mínus á trommur og Beggi Morthens úr Egó á gítar," segir Kristinn um meðlimi sveitarinnar. Á tónleikunum mun sveitin meðal annars leika lög Egó og Utangarðsmanna.

Tónleikaveislan fer fram í Kaplakrika þann 5. október en þar koma fram margar af vinsælustu rokkhljómsveitum landsins eins og Sólstafir, Agent Fresco, Dimma ásamt mörgum fleiri sveitum. Miðasala á rokkveisluna er hafin á midi.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×