Handbolti

Guðrún Erla með tólf mörk í eins marks sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðrún Erla Bjarnadóttir.
Guðrún Erla Bjarnadóttir. Mynd/valli
Guðrún Erla Bjarnadóttir, 22 ára skytta HK, átti frábæran leik í dag þegar HK vann nauman heimasigur á Fylki í Olís-deild kvenna í handbolta.  

Guðrún Erla skoraði 12 af 24 mörkum HK-liðsins í leiknum. HK var marki undir í hálfleik en snéri leiknum sér í vil í seinni hálfleiknum. Þetta var líka langþráður sigur því HK-liðið var búið að tapa þremur leikjum í röð og vann síðast 4. október síðastliðinn.

Fylkir var 21-20 yfir en HK vann lokakafla leiksins 4-2 og skoraði Guðrún Erla tvo markanna. Sigurmarkið skoraði hinsvegar Þórhildur Braga Þórðardóttir en það var hennar eina mark í leiknum.

Fylkir vann tvo fyrstu leiki sína á mótinu en hefur síðan tapað fimm leikjum í röð. Thea Imani Sturludóttir var markahæst í Árbæjarliðinu með sjö mörk.

HK - Fylkir 24-23 (11-12)

Mörk HK: Guðrún Erla Bjarnadóttir 12, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 5, Anna María Guðmundsdóttir 2, Gerður Arinbjarnar 2, Sóley Ívarsdóttir 2, Þórhildur Braga Þórðardóttir 1.

Mörk Fylkis: Thea Imani Sturludóttir 7, Hildur Karen Jóhannsdóttir 6, Patricia Szölözi 4, Díana Kristín Sigmarsdóttir 3, Karen Þorsteinsdóttir 2, Hildur Björnsdóttir 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×