Geta varðskipsins Þórs nú öllum ljós Svavar Hávarðsson skrifar 2. nóvember 2013 07:00 Þegar varðskipið Þór kom nýtt til landsins haustið 2011 var ljóst að bylting hafði orðið í eftirlits- og björgunargetu Landhelgisgæslunnar. Skipið er það fullkomnasta sinnar tegundar á Norður-Atlantshafi. Eins og hendi væri veifað höfðu möguleikar Gæslunnar til björgunar og aðstoðar við skip gjörbreyst á hinu víðfeðma hafsvæði sem Ísland ber ábyrgð á jafnt innan sem utan efnahagslögsögunnar. Varðskipið Þór er mikilvægur hlekkur í samstarfi þjóða í okkar heimshluta, en gert er ráð fyrir gagnkvæmri aðstoð við öryggiseftirlit og björgunarþjónustu. Þau tvö ár sem liðin eru síðan skipið kom til heimahafnar hafa komið upp ýmiss vandamál. Vélarbilun olli því að Þór var siglt til Noregs eftir að Rolls Royce í Noregi, framleiðandi vélbúnaðar skipsins, tók ákvörðun um að framkvæmdir vegna óeðlilegs titrings við aðra aðalvél skipsins yrðu unnar þar. Skipt var um stjórnborðs aðalvél varðskipsins og var Þór afhentur að nýju eftir vélaskipti og prófanir í maí 2012.Um borð er sérstakur búnaður til mengunarvarna og eins hefur Þór alla eiginleika dráttarskips. Búnaður skipsins gerir kleift að breyta stefnu þó verið sé að draga miklu stærra og þyngra skip.LandhelgisgæslanÁsgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs, segir að skipið hafi staðið undir öllum væntingum í þeim verkefnum sem upp hafa komið á þeim tíma sem það hefur þjónað. Hann segir að nú sé stærsta einstaka verkefni varðskipsins yfirstandandi. Eins og alþjóð veit varð farskipið Fernanda alelda suður af landinu í vikunni þar sem mannbjörg varð. TF-Gná bjargaði þar ellefu manna áhöfn fljótt og vel við erfið skilyrði. Björgunargeta Þórs er öllum ljós í eftirleiknum þar sem öflugum búnaði til slökkvistarfs var beitt til hins ítrasta auk þess sem vel gekk að draga illa brunnið skipið að landi. Fréttaskýringar Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Sjá meira
Þegar varðskipið Þór kom nýtt til landsins haustið 2011 var ljóst að bylting hafði orðið í eftirlits- og björgunargetu Landhelgisgæslunnar. Skipið er það fullkomnasta sinnar tegundar á Norður-Atlantshafi. Eins og hendi væri veifað höfðu möguleikar Gæslunnar til björgunar og aðstoðar við skip gjörbreyst á hinu víðfeðma hafsvæði sem Ísland ber ábyrgð á jafnt innan sem utan efnahagslögsögunnar. Varðskipið Þór er mikilvægur hlekkur í samstarfi þjóða í okkar heimshluta, en gert er ráð fyrir gagnkvæmri aðstoð við öryggiseftirlit og björgunarþjónustu. Þau tvö ár sem liðin eru síðan skipið kom til heimahafnar hafa komið upp ýmiss vandamál. Vélarbilun olli því að Þór var siglt til Noregs eftir að Rolls Royce í Noregi, framleiðandi vélbúnaðar skipsins, tók ákvörðun um að framkvæmdir vegna óeðlilegs titrings við aðra aðalvél skipsins yrðu unnar þar. Skipt var um stjórnborðs aðalvél varðskipsins og var Þór afhentur að nýju eftir vélaskipti og prófanir í maí 2012.Um borð er sérstakur búnaður til mengunarvarna og eins hefur Þór alla eiginleika dráttarskips. Búnaður skipsins gerir kleift að breyta stefnu þó verið sé að draga miklu stærra og þyngra skip.LandhelgisgæslanÁsgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs, segir að skipið hafi staðið undir öllum væntingum í þeim verkefnum sem upp hafa komið á þeim tíma sem það hefur þjónað. Hann segir að nú sé stærsta einstaka verkefni varðskipsins yfirstandandi. Eins og alþjóð veit varð farskipið Fernanda alelda suður af landinu í vikunni þar sem mannbjörg varð. TF-Gná bjargaði þar ellefu manna áhöfn fljótt og vel við erfið skilyrði. Björgunargeta Þórs er öllum ljós í eftirleiknum þar sem öflugum búnaði til slökkvistarfs var beitt til hins ítrasta auk þess sem vel gekk að draga illa brunnið skipið að landi.
Fréttaskýringar Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Sjá meira