Nýir verjendur mæta með Sigurði og Ólafi 11. apríl 2013 07:00 Ragnar Hall, Hreiðar Már og Ólafur Ólafsson. Nýir lögmenn munu mæta með Sigurði Einarssyni og Ólafi Ólafssyni í þinghald í Al Thani-máli sérstaks saksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Skipaðir verjendur þeirra, Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall, munu hins vegar ekki láta sjá sig. Nýju lögmennirnir tveir eru Ólafur Eiríksson og Þórólfur Jónsson frá lögmannsstofunni Logos, og mun verða óskað eftir því við dómarann að Ólafur verði skipaður verjandi Sigurðar Einarssonar og Þórólfur verjandi Ólafs Ólafssonar. Fallist dómari á það mun hann síðan að líkindum fresta aðalmeðferðinni, sem átti að hefjast í dag, til að gefa nýjum verjendum færi á að kynna sér málavexti. Gestur og Ragnar blésu til blaðamannafundar á mánudag þar sem þeir tilkynntu um þá ákvörðun sína að segja sig frá verjendastörfum í Al Thani-málinu. Þeir sögðust, sannfæringar sinnar vegna, ekki geta tekið þátt í málsmeðferð sem þeir teldu brjóta jafngróflega gegn rétti skjólstæðinga þeirra og raun bæri vitni. Ákvörðunin væri tekin í samráði við Sigurð og Ólaf. Héraðsdómarinn Pétur Guðgeirsson brást hins vegar fljótur við og hafnaði beiðninni stuttu síðar; Gestur og Ragnar skyldu verja sína skjólstæðinga – annað mundi tefja málið um of. Það hyggjast tvímenningarnir hins vegar ekki gera. Þeir ætla einfaldlega ekki að mæta, og allt útlit er fyrir að það muni fresta aðalmeðferð málsins um nokkrar vikur hið minnsta, jafnvel fram á haust. Verði það raunin hefur það margvíslegar afleiðingar. Málið er mun umfangsmeira en þau mál sérstaks saksóknara sem þegar hefur verið réttað í og til stóð að aðalmeðferð þess tæki átta daga. Þrír dómarar höfðu skipulagt störf sín með það í huga langt fram í tímann og stærsti salurinn í Héraðsdómi Reykjavíkur verið tekinn frá undir réttarhöldin. Þá höfðu um fimmtíu vitni verið boðuð til skýrslugjafar með margra mánaða fyrirvara. Sum þeirra eru þegar komin frá útlöndum til að bera vitni í málinu. Kostnaður vegna þessa fellur á ríkið. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Nýir lögmenn munu mæta með Sigurði Einarssyni og Ólafi Ólafssyni í þinghald í Al Thani-máli sérstaks saksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Skipaðir verjendur þeirra, Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall, munu hins vegar ekki láta sjá sig. Nýju lögmennirnir tveir eru Ólafur Eiríksson og Þórólfur Jónsson frá lögmannsstofunni Logos, og mun verða óskað eftir því við dómarann að Ólafur verði skipaður verjandi Sigurðar Einarssonar og Þórólfur verjandi Ólafs Ólafssonar. Fallist dómari á það mun hann síðan að líkindum fresta aðalmeðferðinni, sem átti að hefjast í dag, til að gefa nýjum verjendum færi á að kynna sér málavexti. Gestur og Ragnar blésu til blaðamannafundar á mánudag þar sem þeir tilkynntu um þá ákvörðun sína að segja sig frá verjendastörfum í Al Thani-málinu. Þeir sögðust, sannfæringar sinnar vegna, ekki geta tekið þátt í málsmeðferð sem þeir teldu brjóta jafngróflega gegn rétti skjólstæðinga þeirra og raun bæri vitni. Ákvörðunin væri tekin í samráði við Sigurð og Ólaf. Héraðsdómarinn Pétur Guðgeirsson brást hins vegar fljótur við og hafnaði beiðninni stuttu síðar; Gestur og Ragnar skyldu verja sína skjólstæðinga – annað mundi tefja málið um of. Það hyggjast tvímenningarnir hins vegar ekki gera. Þeir ætla einfaldlega ekki að mæta, og allt útlit er fyrir að það muni fresta aðalmeðferð málsins um nokkrar vikur hið minnsta, jafnvel fram á haust. Verði það raunin hefur það margvíslegar afleiðingar. Málið er mun umfangsmeira en þau mál sérstaks saksóknara sem þegar hefur verið réttað í og til stóð að aðalmeðferð þess tæki átta daga. Þrír dómarar höfðu skipulagt störf sín með það í huga langt fram í tímann og stærsti salurinn í Héraðsdómi Reykjavíkur verið tekinn frá undir réttarhöldin. Þá höfðu um fimmtíu vitni verið boðuð til skýrslugjafar með margra mánaða fyrirvara. Sum þeirra eru þegar komin frá útlöndum til að bera vitni í málinu. Kostnaður vegna þessa fellur á ríkið.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira