Kraftmikið poppkornsfjör og pönkgleði Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. apríl 2013 07:00 Bíó, G.I. Joe: Retaliation Leikstjórn: Jon M. Chu Leikarar: Dwayne Johnson, Jonathan Pryce, Adrianne Palicki, Byung-hun Lee, Ray Stevenson. G.I. Joe: Retaliation er heimskuleg og yfirdrifin. Persónusköpunin er arfaslök og tæknibrellurnar misgóðar. Samt hefur hún eitthvað. Heilmikið meira að segja, því hún er þrælskemmtileg framan af. Það er erfitt að benda nákvæmlega á hvað það er sem virkar, því mjög margt í myndinni virkar alls ekki. Ég hallast þó að því að það sé gleðin. Sama gleði og illa spilandi en kraftmiklar pönksveitir búa stundum yfir. Með þessu er ég alls ekki að segja að ávallt beri að taka viljann fyrir verkið. Dwayne Johnson er vöðvatröll en hann er ekki síður sjarmatröll. Nærvera hans gerir heilmikið fyrir myndina og Jonathan Pryce er skemmtilegur skúrkur. Andi bandarískra hasarteiknimynda níunda áratugarins svífur yfir vötnum með tilheyrandi þjóðrembu og dramatík. Inn á milli má svo (með miklum vilja) greina ádeilu á vígbúnaðarkapphlaup stórveldanna, en G.I. Joe: Retaliation lætur mann fyrst og fremst langa til að kasta poppi og láta dólgslega.Niðurstaða: Bjánaleg en fer langt á sjarmanum. Gagnrýni Mest lesið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Bíó, G.I. Joe: Retaliation Leikstjórn: Jon M. Chu Leikarar: Dwayne Johnson, Jonathan Pryce, Adrianne Palicki, Byung-hun Lee, Ray Stevenson. G.I. Joe: Retaliation er heimskuleg og yfirdrifin. Persónusköpunin er arfaslök og tæknibrellurnar misgóðar. Samt hefur hún eitthvað. Heilmikið meira að segja, því hún er þrælskemmtileg framan af. Það er erfitt að benda nákvæmlega á hvað það er sem virkar, því mjög margt í myndinni virkar alls ekki. Ég hallast þó að því að það sé gleðin. Sama gleði og illa spilandi en kraftmiklar pönksveitir búa stundum yfir. Með þessu er ég alls ekki að segja að ávallt beri að taka viljann fyrir verkið. Dwayne Johnson er vöðvatröll en hann er ekki síður sjarmatröll. Nærvera hans gerir heilmikið fyrir myndina og Jonathan Pryce er skemmtilegur skúrkur. Andi bandarískra hasarteiknimynda níunda áratugarins svífur yfir vötnum með tilheyrandi þjóðrembu og dramatík. Inn á milli má svo (með miklum vilja) greina ádeilu á vígbúnaðarkapphlaup stórveldanna, en G.I. Joe: Retaliation lætur mann fyrst og fremst langa til að kasta poppi og láta dólgslega.Niðurstaða: Bjánaleg en fer langt á sjarmanum.
Gagnrýni Mest lesið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira