Fagmennska og vönduð vinnubrögð Sigrún Gunnarsdóttir skrifar 11. apríl 2013 07:00 Jón Kalman Stefánsson skrifar sterka ádeilu á stjórnmálin hér á landi í grein í Fréttablaðinu þann 6. apríl sl. Hann bendir á hversu takmörkuð áhrif Rannsóknarskýrsla Alþingis hefur haft, einkum miðað við nauðsyn þess að efla fagmennsku og að ákvarðanir séu teknar með fræðilegum röksemdum. Kannski er hér bent á mikilvægasta verkefni okkar hér á landi, að vera fagleg, vanda okkur og nota þekkingu. Þetta hljómar einfalt. En hvað er átt við með fagmennsku? Ein af grunnstoðum fagmennsku er vitundin um gildi og tilgang verka okkur. Fagmennska felst í því að hafa tengsl við tilganginn, grundvallarreglur og hugsjón starfa okkar. Fagmennska er ábyrgð allra en mikilvægasta hlutverkið er í höndum leiðtogans. Góður leiðtogi minnir á tilgang og hugsjón hvers verkefnis og fellir slíkt tal inn í daglegar samræður og gengur sjálfur á undan með góðu fordæmi. Þannig verður myndin af hugsjóninni skýr og speglast í daglegum störfum. Góður leiðtogi í heilbrigðisþjónustu minnir starfsfólkið á að allt er gert til þess að skjólstæðingum farnist vel. Góður leiðtogi í verslun minnir á að það er viðskiptavinurinn sem á að njóta góðs af öllu starfi verslunarinnar. Góður leiðtogi í stjórnmálum minnir á og er fyrirmynd þess að stjórnmál snúast um hagsmuni þjóðarinnar og hagsmuni landsins. Hvert einasta verk góðs leiðtoga endurspeglar fagmennsku, einlægan áhuga á hag annarra og ábyrgð gagnvart hagsmunum heildarinnar. Leiðtogi sem er ábyrgur og faglegur byggir ákvarðanir sínar á þekkingu og siðferðilegu gildismati. Fjölmörg dæmi eru um afburðaárangur slíkra leiðtoga. Stundum eru þeir nefndir hinir hljóðlátu leiðtogar sem leggja meiri áherslu á að hlusta en að tala og njóta þess best að sjá aðra blómstra. Björt framtíð er stjórnmálaflokkur sem berst fyrir vönduðum vinnubrögðum, fagmennsku og ábyrgð í stjórnmálum. Björt framtíð lítur svo á að fagmennska og fræðilegar röksemdir séu forsendur ábyrgra og árangursríkra ákvarðana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Jón Kalman Stefánsson skrifar sterka ádeilu á stjórnmálin hér á landi í grein í Fréttablaðinu þann 6. apríl sl. Hann bendir á hversu takmörkuð áhrif Rannsóknarskýrsla Alþingis hefur haft, einkum miðað við nauðsyn þess að efla fagmennsku og að ákvarðanir séu teknar með fræðilegum röksemdum. Kannski er hér bent á mikilvægasta verkefni okkar hér á landi, að vera fagleg, vanda okkur og nota þekkingu. Þetta hljómar einfalt. En hvað er átt við með fagmennsku? Ein af grunnstoðum fagmennsku er vitundin um gildi og tilgang verka okkur. Fagmennska felst í því að hafa tengsl við tilganginn, grundvallarreglur og hugsjón starfa okkar. Fagmennska er ábyrgð allra en mikilvægasta hlutverkið er í höndum leiðtogans. Góður leiðtogi minnir á tilgang og hugsjón hvers verkefnis og fellir slíkt tal inn í daglegar samræður og gengur sjálfur á undan með góðu fordæmi. Þannig verður myndin af hugsjóninni skýr og speglast í daglegum störfum. Góður leiðtogi í heilbrigðisþjónustu minnir starfsfólkið á að allt er gert til þess að skjólstæðingum farnist vel. Góður leiðtogi í verslun minnir á að það er viðskiptavinurinn sem á að njóta góðs af öllu starfi verslunarinnar. Góður leiðtogi í stjórnmálum minnir á og er fyrirmynd þess að stjórnmál snúast um hagsmuni þjóðarinnar og hagsmuni landsins. Hvert einasta verk góðs leiðtoga endurspeglar fagmennsku, einlægan áhuga á hag annarra og ábyrgð gagnvart hagsmunum heildarinnar. Leiðtogi sem er ábyrgur og faglegur byggir ákvarðanir sínar á þekkingu og siðferðilegu gildismati. Fjölmörg dæmi eru um afburðaárangur slíkra leiðtoga. Stundum eru þeir nefndir hinir hljóðlátu leiðtogar sem leggja meiri áherslu á að hlusta en að tala og njóta þess best að sjá aðra blómstra. Björt framtíð er stjórnmálaflokkur sem berst fyrir vönduðum vinnubrögðum, fagmennsku og ábyrgð í stjórnmálum. Björt framtíð lítur svo á að fagmennska og fræðilegar röksemdir séu forsendur ábyrgra og árangursríkra ákvarðana.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar