Auðveldari mánaðamót Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar 11. apríl 2013 07:00 Um hver einustu mánaðamót stendur alltof stór hópur Íslendinga frammi fyrir erfiðleikum og óvissu vegna þess að launin duga einfaldlega ekki fyrir lífsnauðsynjum, ef marka má nýja lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Þessi staða er alvarleg en það þýðir ekki að engin sé vonin. Stærsta einstaka tækifærið til breytinga fæst eftir nokkra daga þegar kosið verður til Alþingis. Niðurstaða þeirra kosninga mun hafa úrslitaáhrif á það hvort við höldum áfram á þessari braut eða komumst á annan og betri stað.Lægri álögur Lykilatriðið er að auka ráðstöfunartekjur alls almennings í landinu. Það geta stjórnmálamenn fyrst og fremst gert með lægri opinberum álögum og gjöldum. Lækkun tekjuskatts skiptir þar miklu en lægri tollar og vörugjöld á nauðsynjar eins og matvöru, barnaföt og bensín munu einnig breyta miklu. Lækkun höfuðstóls húsnæðislána og léttari afborganir, samhliða afnámi stimpilgjalds og tækifæri til að fara frá verðtryggðu láni yfir í óverðtryggt mun einnig skipta miklu. Samhliða slíkum aðgerðum fyrir heimilin verður að huga að hvetjandi leiðum svo fyrirtækin geti vaxið frekar. Með lægri álögum vegna mannaráðninga, aukinni sátt við atvinnulífið og samstöðu um uppbyggingu í stað stöðnunar mun tækifærum fjölga og hagvöxtur aukast. Þannig forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar mun ekki einungis nýtast hverri einustu fjölskyldu, heldur samfélaginu í heild þar sem slík sókn mun skapa traustari grundvöll undir þá velferð sem við öll viljum búa við. Fólkið, fjölskyldurnar og fyrirtækin í landinu eiga því mikla von. Með raunhæfum lausnum, aukinni sátt og trú á framtíðinni getum við tryggt að langflest heimili nái endum saman og kvíði því ekki að ráðstöfunartekjur dugi fyrir útgjöldum hvers mánaðar. Það gerist þegar stjórnmálamenn fara að einblína á það sem virkilega skiptir máli fyrir fólkið í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Um hver einustu mánaðamót stendur alltof stór hópur Íslendinga frammi fyrir erfiðleikum og óvissu vegna þess að launin duga einfaldlega ekki fyrir lífsnauðsynjum, ef marka má nýja lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Þessi staða er alvarleg en það þýðir ekki að engin sé vonin. Stærsta einstaka tækifærið til breytinga fæst eftir nokkra daga þegar kosið verður til Alþingis. Niðurstaða þeirra kosninga mun hafa úrslitaáhrif á það hvort við höldum áfram á þessari braut eða komumst á annan og betri stað.Lægri álögur Lykilatriðið er að auka ráðstöfunartekjur alls almennings í landinu. Það geta stjórnmálamenn fyrst og fremst gert með lægri opinberum álögum og gjöldum. Lækkun tekjuskatts skiptir þar miklu en lægri tollar og vörugjöld á nauðsynjar eins og matvöru, barnaföt og bensín munu einnig breyta miklu. Lækkun höfuðstóls húsnæðislána og léttari afborganir, samhliða afnámi stimpilgjalds og tækifæri til að fara frá verðtryggðu láni yfir í óverðtryggt mun einnig skipta miklu. Samhliða slíkum aðgerðum fyrir heimilin verður að huga að hvetjandi leiðum svo fyrirtækin geti vaxið frekar. Með lægri álögum vegna mannaráðninga, aukinni sátt við atvinnulífið og samstöðu um uppbyggingu í stað stöðnunar mun tækifærum fjölga og hagvöxtur aukast. Þannig forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar mun ekki einungis nýtast hverri einustu fjölskyldu, heldur samfélaginu í heild þar sem slík sókn mun skapa traustari grundvöll undir þá velferð sem við öll viljum búa við. Fólkið, fjölskyldurnar og fyrirtækin í landinu eiga því mikla von. Með raunhæfum lausnum, aukinni sátt og trú á framtíðinni getum við tryggt að langflest heimili nái endum saman og kvíði því ekki að ráðstöfunartekjur dugi fyrir útgjöldum hvers mánaðar. Það gerist þegar stjórnmálamenn fara að einblína á það sem virkilega skiptir máli fyrir fólkið í landinu.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar