Stærðfræðilæsi íslenskra barna hrynur Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. desember 2013 20:05 "Það er hægt að kenna öllum allt með réttum aðferðum.“ Þetta segir forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem kallar eftir breyttum kennsluaðferðum í stærðfræði enda hrynur stærðfræðilæsi íslenskra barna samkvæmt nýrri PISA-könnun. Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum benda nýjustu rannsóknir til þess að yfirburðageta í stærðfræði hafi ekkert með erfðir að gera, heldur áhuga og eljusemi. Þetta er afar áhugaverð staðreynd í sögulegu samhengi, enda byggir námið á því að apa eftir snillingum fyrri alda. Breski stærðfræðingurinn Isaac Newton er gott dæmi um þetta, þó öfgakennt sé. Hann lagði grunn að klassískri eðlisfræði áður en hann varð 25 ára gamall. Sagnfræðingar eru sammála um að áhugi hans á náttúrunni hafi gert þetta að verkum, ekki erfðirnar einar. Einhverjum 350 árum seinna er staðan á Íslandi þessi: meðaleinkunn barnanna okkar hrynur samkvæmt PISA-könnun og spurningar vakna um hvort að breyta þurfi kennsluháttum. Þessi þróun á ekki bara við um íslenska grunnskólanemendur þegar stærðfræðin er annars vegar. Eins og niðurstöður nýjustu PISA-könnunarinnar sýna er stærðfræðilæsi á hraðri niðurleið um gjörvalla Skandinavíu. „Við getum kennt öllum allt með réttum aðferðum,“ Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. „Börn eru að læra stærðfræði frá unga aldri, í gegnum leik og rannsóknir á umhverfi sínu. Ef að vel á málum haldið í leikskóla þá eru börn að læra mjög mikilvæga þætti í sambandi við stærðfræði. Það skiptir sköpum að þessi reynsla skili sér á efri skólastig.“ Jóhanna ítrekar að nú sem aldrei fyrr sé nauðsynlegt fyrir kennara að aðlagast breyttum tímum, enda sé hinn stafræni veruleiki staðreynd og mikilvægur hluti af daglegu lífi barna. „Ég held að við séum á krossgötum í kennslumálum. Þó svo að sömu grundvallarhugtökin séu til staðar þá þurfum við að nota aðrar leiðir í kennslu, þær leiðir sem henta börnum í dag.“ Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
"Það er hægt að kenna öllum allt með réttum aðferðum.“ Þetta segir forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem kallar eftir breyttum kennsluaðferðum í stærðfræði enda hrynur stærðfræðilæsi íslenskra barna samkvæmt nýrri PISA-könnun. Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum benda nýjustu rannsóknir til þess að yfirburðageta í stærðfræði hafi ekkert með erfðir að gera, heldur áhuga og eljusemi. Þetta er afar áhugaverð staðreynd í sögulegu samhengi, enda byggir námið á því að apa eftir snillingum fyrri alda. Breski stærðfræðingurinn Isaac Newton er gott dæmi um þetta, þó öfgakennt sé. Hann lagði grunn að klassískri eðlisfræði áður en hann varð 25 ára gamall. Sagnfræðingar eru sammála um að áhugi hans á náttúrunni hafi gert þetta að verkum, ekki erfðirnar einar. Einhverjum 350 árum seinna er staðan á Íslandi þessi: meðaleinkunn barnanna okkar hrynur samkvæmt PISA-könnun og spurningar vakna um hvort að breyta þurfi kennsluháttum. Þessi þróun á ekki bara við um íslenska grunnskólanemendur þegar stærðfræðin er annars vegar. Eins og niðurstöður nýjustu PISA-könnunarinnar sýna er stærðfræðilæsi á hraðri niðurleið um gjörvalla Skandinavíu. „Við getum kennt öllum allt með réttum aðferðum,“ Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. „Börn eru að læra stærðfræði frá unga aldri, í gegnum leik og rannsóknir á umhverfi sínu. Ef að vel á málum haldið í leikskóla þá eru börn að læra mjög mikilvæga þætti í sambandi við stærðfræði. Það skiptir sköpum að þessi reynsla skili sér á efri skólastig.“ Jóhanna ítrekar að nú sem aldrei fyrr sé nauðsynlegt fyrir kennara að aðlagast breyttum tímum, enda sé hinn stafræni veruleiki staðreynd og mikilvægur hluti af daglegu lífi barna. „Ég held að við séum á krossgötum í kennslumálum. Þó svo að sömu grundvallarhugtökin séu til staðar þá þurfum við að nota aðrar leiðir í kennslu, þær leiðir sem henta börnum í dag.“
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira