Tónlist

Ozzy segir stjórnmálamenn notfæra sér dauða Mandela

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Ozzy Osbourne (t.v.) segir það vera orðið klisju að stjórnmálamenn láti mynda sig með Nelson Mandela.
Ozzy Osbourne (t.v.) segir það vera orðið klisju að stjórnmálamenn láti mynda sig með Nelson Mandela. myndir/getty
Rokkarinn Ozzy Osbourne gagnrýnir stjórnmálamenn og segir þá notfæra sér dauða Nelsons Mandela, fyrrverandi forseta Suður-Afríku, til þess að bæta eigin ímynd.

Í viðtali við breska tónlistartímaritið NME segist Osbourne þó ekki snerta á stjórnmálum. „Ég læt Bono um það. Hann er væntanlega ekki ánægður, nú þegar besti vinur hans (Mandela) er fallinn frá. En ég er ekki pólitískur. Ég söng lög um stjórnmál, stríð og fleira, en þeir (stjórnmálamenn) eru allir lygarar fyrir mér.“

Osbourne segir að fráfall Mandela sé sorglegt vegna þess að Mandela hafi verið tákn vonar fyrir marga. „En það er orðin klisja að láta mynda sig með Mandela. Hann virkaði eins og góður gaur en hann var 95 ára. Ég er viss um að hann hafi verið orðinn þreyttur.“

Þetta hefur verið viðburðaríkt ár fyrir þennan 65 ára gamla söngvara, sem skaust upp á stjörnuhimininn sem meðlimur hljómsveitarinnar Black Sabbath á áttunda áratug síðustu aldar. Í janúar sendi sveitin frá sér sína nítjándu hljóðversplötu, plötuna 13.

Þá játaði söngvarinn það fyrir aðdáendum sínum í apríl að hann hefði undangengið eina og hálfa ár drukkið og notað fíkniefni, en hann hafði verið edrú í tæpan áratug.

Myndband lagsins God Is Dead? af plötunni 13.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×